Gæðastimpill frá ofurfyrirsætu
Í tilefni þess að Hårklinikken hefur verið brautryðjandi þegar kemur að heilbrigði hárs og hársvarðar í meira en þrjá áratugi, hnipptum við í Helenu Christensen og fengum hana til að taka þátt í fyrstu vörumerkjaherferðinni okkar.
Helena er sannfærð um virkni Hårklinikken-varanna sem eru sérsniðnar fyrir hársvörð og hársekki og lausar við innihaldsefni sem trufla viðkvæmt jafnvægi í hársverði. Það hefur hjálpað Helenu að öðlast heilbrigðara hár sem aldrei fyrr.
Ég man mjög vel eftir að hafa viljað hanna árangursríkustu, hreinustu og öruggustu hármeðferðina sem bætti hárið og væri búin til úr jurtaefnum á vísindalegum grunni,“ útskýrir
stofnandinn Lars Skjøth. „Það er þess vegna sem ég stofnaði Hårklinikken árið 1992.
Helena lítur á hárrútínuna eins og almenna húðumhirðu.
„Þegar við hugsum vel um húðina, kemur ljóminn og styrkurinn innan frá – það er eins með heilbrigði hárs og hársvarðar. Þegar hárið er sterkt, heilbrigt og fullt af raka líður okkur betur og við erum sjálfsöruggari.“
Helena's Rútína
„Hárið er svo stór hluti af því hver við erum,“ segir Helena. „Ég er alltaf að leika mér með mismunandi greiðslur og hárið á mér hefur mikið um persónuleika minn að segja sem og skap. Við hugsum oftast bara um útlitið á hárinu án þess að leiða hugann að því að með heilbrigðu hári fáum við besta mögulega hárið.“
Sögusvið herferðarinnar er El Matador Sate-ströndin á Malibu þar sem sænski ljósmyndarinn Pauline Suzor leitast við að fanga anda Hårklinikken og djúpa sameiginlega virðingu fyrir náttúrunni.
„Ég dáist mjög að Helenu,“ segir Lars Skjøth, stofnandi Hårklinikken. „Lífsviðhorf hennar sem einkennist af ævintýragirni og hrifningu af náttúrunni er mér innblástur. Hún er holdgervingur Hårklinikken-viðskiptavinarins sem er manneskja sem trúir því að fegurðin stafi frá heilbrigði, styrk og hinu sanna sjálfi.“
Helena er lífskraftur náttúrunnar holdi klædd í leiftrandi Kaliforníusólskininu á sandströnd skreyttri bergi, stórskornum klettum og iðagrænum plöntum. Þannig endurspeglar Helena þann lífskraft, anda og styrk sem Hårklinikken hefur í hávegum.
Finndu þína Hårklinikken-rútínu
Sérsniðin meðferð fyrir hár og hársvörð bíður þín. Byrjaðu strax í dag og öðlastu heilbrigt hár sem aldrei fyrr.