Bóka ráðgjöf

Talaðu við sérfræðing hjá Hårklinikken á rafrænum fundi til að fá mat á hári og hársverði hvar sem þú ert í heiminum.

Við höfum verið sérfræðingar í heilbrigði hárs og hársvarðar síðan árið 1992. Aðferðin okkar sem byggir á ráðgjafarmódeli gerir okkur kleift að hanna meðferð fyrir þig til að endurræsa hársvörð, koma lagi á hárið og útbúa Hair Gain Extract sem sérstaklega er ætlað að mæta þínum þörfum.

Í viðtalinu sem er 45 mínútna langt söfnum við upplýsingum um lífsstíl, núverandi ástand hársvarðar og hárrútínu og væntingar um árangur. Við tökum einnig „fyrir“-myndir af hári og hársverði til að geta fylgst með hvernig gengur.

Rafræn ráðgjöf

1. Mat

Hårklinikken-sérfræðingar meta heilbrigði hárs og hársvarðar og búa til meðferðaráætlun sem passar fyrir þig með tilliti til lífræðilegra þátta, lífsstíls og umhverfis. Svo tökum við myndir til að mæla árangurinn.

2. Meðferð

Við notum upplýsingarnar til þess að sérsníða Extract-blönduna og hanna persónulega þvotta- og næringarrútínu sem ýtir undir virkni meðferðarinnar.

3. Fínstilling

Í hverjum eftirfylgni tíma förum við vandlega fyrir árangurinn og fylgjumst með breytingum á lífsstíl, ef einhverjar eru, og stillum Extract og meðferðina í samræmi við niðurstöðurnar.

Koma á klíníkina