Sterkt og heilbrigt hár byrjar í hársverðinum​

Við ráðumst að rót vandans þegar kemur að hárþynningu með reglulegum þvottum sem koma jafnvægi á viðkvæma örveruflóru hársvarðarins. Ónóg hreinsun getur valdið því að húðfita og húðvörur safnast upp og stífla hársekki og hafa þannig áhrif á hárvöxt og leiða jafnvel til hártaps.

Smækkun hársekkja verður til vegna samspils hormóna og erfða en hún lýsir sér þannig að hársekkirnir skreppa saman með tímanum. Þetta ferli truflar framleiðslu hársekkjarins á heilbrigðu hári og hárið sem vex verður minna að ummáli, viðkvæmara og dettur loks af.

Vertu vakandi fyrir breytingum á áferð, gæðum og vexti hársins ásamt auknu hárlosi eða hárflygsum sem losna. Minna hár í skiptingum, berari svæði við gagnaugu, hárlínu eða á hvirfli eru líka merki um að hár sé að þynnast.

Hafa Samband Við Hársérfræðing

Sérsniðin meðferð, aðferðir og ráðgjöf til að stemma stigu við hártapi og hárþynningu.

Fróðleikur

Sérsniðin Harklinikken Extract flaska í glerkrukku
Sjö Algengar Ástæður Fyrir Hárlosi Karla

Hárlos og hártap er algengara hjá fólki sem er með hærra magn testósteróns og díhýdrótestósteróns í blóði. Lesa meira.

Brosandi konur með stutt svart hár sem horfa frá myndavélinni og halla sér aftur
Hárgerðir 101

Mismunandi hárgerðir þurfa mismunandi meðhöndlun og þess vegna skiptir miklu máli að þekkja hárgerðina. Rétta rútínan getur skilað sér í frábærum árangri. Lesa meira.

Hnakki ljóshærðar konu með hárið í hvítri hárklemmu.
Sjö Algengar Astæður fyrir Hárlosi Kvenna

Ein af hverjum þremur konum glíma við hárlos eða minni hárþykkt einhvern tímann á ævinni. Lesa meira um nokkrar af algengustu ástæðum þess.