Þá og nú

Rosemin Madhavji

Fyrir Rosemin Madhavji, sem er fædd í Kanada en býr nú í Dubaí, hefur hárið alltaf skipt miklu máli en aldrei meira en þegar hún fór að finna fyrir ótæpilegu hárlosi. ,„Ég er indversk frá Suður-Asíu og þar skiptir hárið miklu máli,“ segir fjölmiðlakonan, kynnirinn og athafnakonan Rosemin. Sítt og heilbrigt hár hefur gríðarlegt menningarlegt vægi. Hárið skilgreinir þig, á einhvern undarlegan hátt.“

Á unglingsárunum þurfti Rosemin að skipta þykku hárinu upp í tvö tögl til að ráða við það en fyrir nokkrum árum fór hún að hafa áhyggjur af vaxandi hárlosi. „Það byrjaði að hrynja af mér þegar ég flutti til Dubaí,“ segir hún. „Þetta hafði áhrif á sjálfstraustið og ég varð mjög meðvituð um þetta. Ég átti það til að bresta í grát þegar ég sjá hárlufsurnar á sturtugólfinu.“ Vatnið í Dubaí, mikil loftkæling eða hárblásaranotkun kann að hafa stuðlað að hárþynningunni en Rosemin fór að prófa sig áfram með óteljandi mismunandi vörur til að sporna við ástandinu. „Ég notaði kannski sjampó fyrir litað hár í tvær vikur. Svo fór ég í sjampó fyrir þunnt hár til að koma í veg fyrir slit og svo næstu gerð,“ segir hún. Ekkert virkaði. Hún var því meira en tilbúin að skoða nýjar leiðir þegar vinkona hennar mælti með Hårklinikken. „Ég gat ekki annað en prófað þegar ég sá árangurinn sem hún hafði náð.“

„Mér finnst æðislegt að koma á klíníkina. Staðsetning klíníkarinnar í Dubaí er svo töff og falin og ráðgjöfin er mjög persónuleg sem ýtir undir þá tilfinningu að Hårklinikken sé jafn umhugað um hárið á mér eins og mér sjálfri. Mér finnst bókstaflega eins og þau hafi brennandi áhuga á mér.

Fyrsta mikilvæga lexían sem hún lærði í viðtali hjá Hårklinikken var að hún ætti að þvo hársvörðinn enn oftar en hún gerði ekki síst til að tryggja að Hair Gain Extract ynni eins vel og mögulegt væri. „Ég held að það hafi verið sérlega mikilvægt,“ segir Rosemin. „Ég held við höldum oft að hlutirnir muni virka.“ Þegar hún lærði að þekkja eigin hársvörð og hvernig Hårklinikken-vörur virka fór allt að skýrast og hugmyndin um að fara að nota Hårklinikken-aðferðina hætti að vera yfirþyrmandi. „Ég elska aðferð Hårklinikken. Þau útskýrðu meðferðina, nauðsynlega skuldbindingu og árangurinn sem gæti hugsanlega komið í kjölfarið og þetta virkilega hjálpaði mér,“ segir hún. „Fyrir mér er þetta sannkölluð lúxusreynsla.“

Þremur mánuðum eftir að hún byrjaði að nota aðferðina fór hún að taka eftir árangri: mest nýtt hár við andlitið en myndirnar sýndu að það var enn meiri vöxtur en hún hélt í fyrstu. „Það er erfitt að átta sig á þéttleikanum fyrr en maður sér „fyrir“-myndirnar. Þegar ég ber saman myndirnar af þeim svæðum sem ég var mjög óörugg með, svo sem í hnakkanum, má sjá að fíngerð hár eru farin að spretta. Ég sé þéttleikann. Það gefur mér sjálfstraust og sannar að það að taka þetta alvarlega virkar,“ segir hún. „Regla er mjög mikilvæg – og agi.“

Árangurinn heldur henni við efnið og þó Rosemin hafi farið eftir aðferðinni í meira en ár veit hún að fullkomnun er háleitt markmið. Hún lemur sjálfa sig ekki niður þó hún missi úr skipti af Extract og heldur bara áfram um leið og hún getur. Meðferðin sem Rosemin notar núna felur í sér að setja Extract í hársvörðinn einu sinni á dag og skiptast svo á að nota Balancing og Stablizing sjampó. Hún notar einnig Daily Conditioner og Hair Hydrating Crème og hefur dálæti á Styling Spray sem heldur litlu nýju hárunum í skefjum. Rosemin er ánægð með hárið þessa dagana þrátt fyrir að það sé miklu styttra. „Þegar ég var yngri blés ég hárið slétt og var með sítt hár með styttum. En núna nær það u.þ.b. 7-8 cm niður fyrir axlir. Það er snyrtilegt og liðað. Þetta er sá stíll sem einkennir mig í dag.“

OFT KEYPT MEÐ

The Hair Gain Extract

Verðlaunað hárvaxtarefni sem hefur skilað árangri í meira en 30 ár. Sérsniðið fyrir hvern viðskiptavin. Kannaðu hvort það hentar þér.

Fleiri sögur:

Lina Rafn

Rima Zahran

Denis De Souza

Ricki Lake