Þá og nú

Denis De Souza

Þegar Denis De Souza sem er heimsþekktur fyrir færni sína í hárlitun fór að taka eftir hárþynningu hjá sjálfum sér var áhugi hans vakinn. Starfs síns vegna var honum fullkunnugt um að heilbrigt hár byrjar í hársverðinum og var vanur að líkja hársverðinum við jarðveg í samtölum við viðskiptavini. Hvað var þá að valda þessu hjá honum? Og hvernig mátti það vera að hann væri með óheilbrigt hár? Eigandi hárgreiðslustofu sem vann við það að viðhalda og bæta hárheilbrigði sinna viðskiptavina.

Hann greip því gæsina þegar kærastinn hans David Pirrotta kynnti hann fyrir Hårklinikken. David skipulagði heimsókn á Hårklinikken klíníkina í New York þar sem við lögðum mat á hár og hársvörð Denis og fengum frekari upplýsingar um lífsstíl hans og erfðir. Út frá því hönnuðum við meðferðaráætlun sem kom lagi á hársvörðinn, kom jafnvægi á húðfituframleiðslu og viðhélt kjöraðstæðum fyrir heilbrigðan hárvöxt.

„Mér fannst þetta svo einstakt og fallegt eitthvað og ég var forvitinn að fræðast meira um meðferðirnar og vörurnar. Allt var útskýrt og kynnt vandlega og þetta hljómaði svo vel að ég gat ekki beðið eftir að byrja meðferðina.“

Eftir einungis fjóra mánuði fór Denis að sjá jákvæðar breytingar. Hárið var þykkara. Með meiri fyllingu. Það var bæði heilbrigðara í útliti og viðkomu. Og síðast en ekki síst, honum leið betur. „Ég er bókstaflega með tíu sinnum meira hár en áður ... og það án læknainngrips.“

Þessi viðbótarhárvöxtur gerði hárið líka jafnara. Áður en hann hóf meðferðina hafði hann áhyggjur af því að hárið væri þynnra öðru megin. En eftir fjóra mánuði gat hann skipt hárinu til beggja hliða.

Í dag mælir hann með aðferð Hårklinikken við alla viðskiptavini sína sem árangursríkustu leiðina í átt að heilbrigðari hári og hársverði. „Besti jarðvegurinn“ eins og hann kann að segja.

OFT KEYPT MEÐ

The Hair Gain Extract

Verðlaunað hárvaxtarefni sem hefur skilað árangri í meira en 30 ár. Sérsniðið fyrir hvern viðskiptavin. Kannaðu hvort það hentar þér.

Fleiri sögur:

Lina Rafn

Rosemin Madhavji

Rima Zahran

Ricki Lake