Þá og nú

Rima Zahran

Rima Zahran er öllum hnútum kunnug þegar kemur að áberandi stíl. Þegar hún var að alast upp litaði hún hárið oft í skærbláum og -grænum litum en klippingin hennar fyrir tveimur árum snerist minna um róttækni eða leikgleði í tjáningu og þeim mun meira um illa nauðsyn. „Ég sá sjálfa mig aldrei sem stelpuna með hárið en ég áttaði mig á því að ég hafði tekið hárið sem sjálfsögðum hlut vegna þess að það var auðvelt viðfangs“, segir þessi skartgripahönnuður, frumkvöðull og móðir sem býr og starfar í Dubaí. „En ég var með mikið hárlos. Ég fékk nóg. Og fannst hárið á mér glatað. Það einhvern veginn hékk bara þarna. Engin regla á því. Mér fannst meiriháttar mál að láta það fjúka.“ Svo gerði klippingin ekki mikið. Hana klæjaði stöðugt í hársvörðinn og var óánægð með hárið. „Ég fékk mér hárlengingar því ég þoldi þetta ekki,“ segir hún. „En hárlengingarnar gerðu illt verra og hárlosið varð enn meira. Ég vildi bara fá hárið mitt aftur.“ Hún reyndi ýmsar meðferðir – serum, bætiefni og fleira enda óviss um hvort hártapið væri vegna streitu, covid eða samverkandi þátta en allt kom fyrir ekki. „Ég gerði allt en ekkert virkaði,“ segir hún. „Ég var búin að missa alla von.“

Rima birti færslu um ástandið á samfélagsmiðlum, „ég tala opinskátt um allt og ekkert,“ segir hún. Hún fékk ábendingar um Hårklinikken bæði í athugasemdum og einkaskilaboðum en var tortryggin. „Ég frestaði þessu aftur og aftur. Það óx mér í augum að fara á klíník og hlusta á fólk segja „þú þarft að gera svona og svona á hverjum degi.“ Efinn fór að láta undan síga þegar hún fór í fyrsta viðtalið hjá Hårklinikken-sérfræðingi. „Mér fannst þetta ekta, bara strax,“ segir hún. „Það var enginn að segja mér að ég fengi skyndilega hár niður á mitti. Eða að ég fengi nákvæmlega sama hár og áður. Það var ekkert verið að draga undan. Þetta var heiðarleg fræðsla.“ Fyrsta skrefið í ákvörðun Rimu um að fara að nota Hårklinikken-aðferðina var að fá þessa þekkingu um umhirðu hársvarðar og fræðast um hversu viðkvæmt vistkerfi hann í raun er.

„Við höfum breytt um blöndu oft og mörgum sinnum. Fyrst var hún of olíukennd, svo of þurr. Svo tókst þetta. Mér finnst þetta einkennandi fyrir Hårklinikken – það gildir ekkert það sama um alla. Þau vilja að þú segir þeim hvað þér finnst því þau vilja að þetta virki. Það er hressandi.“

Efasemdir Rimu gufuðu smátt og smátt upp þegar hún fór að sjá árangur – minna hárlos innan fjögurra vikna og aukinn hárvöxtur eftir um hálft ár en hún sá líka strax mun til hins verra þegar hún sleppti úr meðferðum á ferðalagi. „Ég tók eftir því að þegar ég kastaði til höndum í rútínunni, t.d. á sumrin,“ segir hún. „Þetta var allt í lagi fyrst en svo fór heilbrigði hársvarðarins að dala. Það var ekki það að hárið hryndi af heldur fann ég bara að hársvörðurinn varð olíukenndari. Það var eins og hann væri í vondu skapi.“ Þetta tvíefldi Rimu í að vera enn duglegri með rútínuna og kom hún sjálfri sér á óvart um leið. „Ég komst að því að ég er frekar þolinmóð,“ segir hún og hlær. „Og ég er samkvæm sjálfri mér. Þetta snýst um reglulega notkun.“

Eins og á við um marga viðskiptavini Hårklinikken, opnuðust augu Rimu hvað varðar samhengi hárvaxtar og rútínu þegar hún byrjaði að setja hársvörðinn í forgang líkt og hún gerði með húðina. „Ég nota Hårklinikken-vörur á hverju kvöldi,“ segir hún. „Þegar ég er komin í náttfötin fer ég að sinna húð og hársverði. Ég geri þetta nánast ósjálfrátt orðið. Núna hugsa ég um húðina – og um hársvörðinn.“

OFT KEYPT MEÐ

The Hair Gain Extract

Verðlaunað hárvaxtarefni sem hefur skilað árangri í meira en 30 ár. Sérsniðið fyrir hvern viðskiptavin. Kannaðu hvort það hentar þér.

Fleiri sögur:

Lina Rafn

Rosemin Madhavji

Denis De Souza

Ricki Lake