Þá og nú

Lina Rafn

Forvitni og sjálfstjáning hafa ávallt einkennt Linu Rafn, hvorttveggja eiginleikar sem knúðu hana áfram í að prófa allar mögulegar vörur, krem og áburði í hár og hársvörð, áður en hún uppgötvaði vörur Hårklinikken. „Hárið á mér var hræðilegt og hársvörðurinn sömuleiðis. Ég hélt að svona yrði þetta bara þar sem ég hafði prófað óteljandi sjampó og krem,“ segir söngkonan og lagahöfundurinn. „Til að bæta gráu ofan á svart, var hárið farið að þynnast – eða öllu heldur verða lélegra.“ Það slitnaði strax í 5-10 sentimetra sídd. Það virtist veikbyggt og viðkvæmt. Liturinn var ein flatneskja. „Það var eins og hárið á mér væri að segja „Hingað og ekki lengra. Nú er nóg komið og ég segi upp!“

Lina hafði eins og margt fólk prófað sig áfram með ýmsar hárgreiðslur og útlit. Þó hún hafi haft gaman að því að hugsa um útlitið, var hún aldrei með það á heilanum eða eltist við hégóma. En þegar hún fór að finna fyrir miklu sliti og hárlosi fór hún að örvænta. „Ég var í afneitun með það hversu mikið útlitið tengist sjálfstjáningu minni og almennri hamingju. Ég vildi – og í raun krafðist þess – að lífsgleði mín tengdist ekki á nokkurn hátt útlitinu.“ Þó það sé auðvitað að vissu leyti rétt er ekki hægt að neita því að ytra útlit hefur áhrif á hvernig okkur líður. „Því hreinskilnari sem ég er við sjálfa mig um hvernig ég vil líta út, því hamingjusamari er ég,“ segir Lina. Forvitni Linu var vakin þegar vinir hennar í tískubransanum fóru að mæla með Hårklinikken.

Fyrsta viðtalið var líka æfing í því að láta gamalgrónar kenningar róa og láta af ávönum. „Margt hárgreiðslufólk segir að ekki eigi að þvo hárið of oft – kannski bara einu sinni í viku. Sú bábilja var fljótt kveðin niður,“ segir hún. „Nú veit ég að ég þarf að halda hársverðinum hreinum og gefa honum færi á að anda.“ Hún komst einnig að því að það eru afar fáar vörur sem eiga að fara beint í hársvörðinn. Sterkt og fallegt hár vex ef hársvörðurinn er heilbrigður og í jafnvægi. „Ef ég hugsa ekki vel um hársvörðinn verður það hár sem úr honum sprettur sífellt veikbyggðara og minna og minna verður af því.“ segir hún. Það urðu ákveðin straumhvörf þegar Lina áttaði sig á því hversu mikil áhrif hársvörðurinn sjálfur hefur á hárvöxt. „Ég veit núna að það þarf að vera jafnvægi milli fallegrar hárgreiðslu og almennrar umhirðu. Ég get ekki náð þeim útlitslega árangri sem ég vænti nema hugsa vel um hár og hársvörð.“

Þegar kom að skuldbindingu, var Lina tilbúin að verja bæði tíma og orku í aðferð Hårklinikken. „Það var engin tregða í mér,“ segir hún okkur. „Ég hugsaði bara að nú skyldi ég gera eitthvað af viti í staðinn fyrir það sem ég hafði verið að gera vegna þess að það var augljóslega ekki að virka.“ Þó hún væri reiðubúin að gera stórar breytingar kom það henni á óvart hversu lítið krefjandi aðferð Hårklinikken var. „Hárrútínan er ekkert mál. Ég hef brasað mun meira í húðumhirðu,“ segir hún. „Það að þvo hárið á mér á hverjum morgni var smástund að venjast en það var meira í hausnum á mér þar sem mér hafði endurtekið verið sagt að þvo hárið aldrei oftar en einu sinni eða tvisvar í viku.“

Skömmu eftir að Lina byrjaði að nota aðferð Hårklinikken fór hún að finna mun – fyrst var það miklu minni erting í hársverði og léttirinn sem því fylgdi. „Mig klæjaði ekki lengur í hársvörðinn. Og ég gat einbeitt mér að öðru. Það vandamál truflaði mig ekki lengur. Það var stórkostlegur munur,“ segir hún. Þó aukinn hárvöxtur sé grundvallarliður í því sem Hårklinikken gerir, er merkilega dýrmætt og getur skipt sköpum þegar kemur að streitu, að minnka þann tíma sem fer í að hafa áhyggjur af hári og hársverði. „Það var svo mikill léttir að hárið væri ekki sífelld uppspretta áhyggja eða vandamála. Ég er léttari í lund, ekki spurning,“ segir hún.

Rútínan sem Lina fylgir núna er að þvo hárið á hverjum morgni með Balancing Shampoo og næra það með Daily Conditioner. Á kvöldin notar hún Hair Gain Extract sem er sérblandað fyrir hana og nuddar því inn í hársvörðinn. Þegar hún vill fá meira líf í hárið, hald og aðeins meiri gljáa notar hún Styling Wax. „Það er miklu auðveldara að gera heilbrigt hár flott. Hárið verður æðislegt með miklu minni fyrirhöfn. Ég get mótað það á marga vegu en ég fer varlega með það og meðhöndla það af virðingu,“ segir hún okkur. „Mér finnst ég hafa fengið annað tækifæri með hárið á mér og ég treysti ekki á það þriðja. Núna hugsa ég vel um hárið og hársvörðinn.“

OFT KEYPT MEÐ

The Hair Gain Extract

Verðlaunað hárvaxtarefni sem hefur skilað árangri í meira en 30 ár. Sérsniðið fyrir hvern viðskiptavin. Kannaðu hvort það hentar þér.

Fleiri sögur:

Rima Zahran

Rosemin Madhavji

Denis De Souza

Ricki Lake