Verslunarkarfa .innerHTML = '(' + (0)

  Heilbrigt hár veltur á heilbrigði hársvarðarins. Hvernig getur þú öðlast heilbrigðan hársvörð og mjúkt hár með fyllingu? Heilbrigður hársvörður byggist á fleiru en þvotti. Margar algengar hárvörur eru ertandi fyrir hársvörðinn þannig að hann þyrstir í næringu og raka og riðla auk þess náttúrulegu pH stigi. Hjá Hårklinikken er heilbrigður hársvörður okkur mikið kappsmál og við vitum hvað þarf til til þess að koma hársverðinum í ákjósanlegt ásigkomulag fyrir hárvöxt.

  Við þróum sjampó okkar sem hluta meðferða byggt á innihaldsefnum úr jurtum til þess að kalla fram kjöraðstæður í hársverðinum fyrir hárvöxt. Við höfum yfir 27 ára reynslu af að rannsaka og þróa vörur okkar með innihaldi fyrir heilbrigðan hársvörð. Viðfangsefni okkar frá upphafi hefur verið heilbrigði hársvarðarins. Hver einasta vara okkar á að stýra fituframleiðslu, pH jafnvægi og rakastigi samhliða þvotti hársins og kalla fram náttúrulegan gljáa þess.

  Við fjöllum hér að neðan betur um rakagefandi innihaldsefni í hárvörum okkar, markmiðin að baki hverri vöru og langtímamarkmið fyrir viðskiptavini okkar. Þessar upplýsingar ættu að auðvelda þér valið á réttri vöru til að hjálpa við að endurheimta heilbrigðan hársvörð fljótt og örugglega.

  Aðeins bestu innihaldsefnin
  Í Hårklinikken notum við blöndu af fyrsta flokks náttúrulegum innihaldsefnum og hreinum efnalausnum sem eru þróaðar úr skaðlausum efnum. Margar hárvörur og hreinsiefni innihalda parabena, sílíkon og önnur ertandi efni. Við trúum að náttúrulegri innihaldsefni geti komið í stað þessara efna til þess að efla heilbrigði hársvarðarins. Ímynd okkar af heilbrigðum hársverði felur í sér notkun á jurtum og má nefna efni á borð við hafra, kínóa, alóvera og avókadóolíur auk heimaræktaðrar króklapparótar til þess að græða hársvörðinn og endurheimta raka.

  Við mælum með að þú fylgir alltaf sérhönnuðu kerfi okkar og byrjir á jafnvægissjampói sem undirbýr hárið til þess að draga í sig styrkjandi sjampó. Styrkjandi sjampóið nýtir lífrænt alóvera, hörfræ og vatnsrofið kínóa til þess að veita raka, koma á jafnvægi í pH stigi hársvarðar og styrkja hárið. Meira að segja er hárvax okkar, með salvíu og rósmaríni, milt fyrir hársvörðinn, ef það snertir hann á annað borð. Það sama má segja um mótunarefni okkar, sem er alltaf milt og nærandi og veldur aldrei skaða. Hvort tveggja notast við náttúruleg innihaldsefni til þess að móta hárið og stuðla jafnframt að góðri heilsu. Innihaldsefnin hjá okkur snúast ekki bara um útlit hársins heldur stuðla þau að endurnýjuðu heilbrigði hársins frá rót að enda.

   harklinikken-shampooharklinikken-styling-wax

  Nákvæm markmið um heilbrigðan hársvörð
  Vörur okkar eru sérhannaðar til þess að stuðla að heilbrigðum hársverði. Við vitum að heilbrigður hársvörður snýst um fleira en bara að fjarlægja flösu. Við hönnum einnig hverja vöru til þess að hafa stjórn á olíumyndun í ljósi þess að húðfitumyndun getur leitt til hárþynningar og annarra vandamála í hársverði. Vörur okkar stuðla að pH jafnvægi og bættu rakastigi auk þess að hreinsa hárið og ljá því ljóma.

  harklinikken-plants

  Engar skyndilausnir
  Margar hárvörur á markaðnum í dag eru skyndilausnir. Þær eru þróaðar með efnum sem gefa falska mynd um heilbrigði með því að umlykja hárin, þannig að hárið glansi og virðist hafa meiri fyllingu. Vandinn er að þessi innihaldsefni brjóta sér leið niður í hársvörðinn og hársekkina og valda skaða til lengri tíma litið auk myndunar flösu. Þessar lausnir stuðla ekki að heilbrigði hársvarðar og hárs til frambúðar.

  Þess vegna snýst ímynd okkar af heilbrigðu hári og hársverði  um hársvörðinn, hárið og heilbrigði almennt. Markmið okkar er alltaf að framleiða vörur sem láta hárið líta vel út og bæta heilbrigði hársvarðarins við hverja notkun. Við förum undir yfirborðið til þess að hanna langtímalausn, sem svarar þörfum hársins og hársvarðarins og stuðlar að heilbrigði þeirra um ókomin ár.

  Are you in the right place?

  Please choose your shop

  Iceland
  ×

  It's more than hair. It's you