Verslunarkarfa .innerHTML = '(' + (0)

    Hjá Hårklinikken vitum við að þegar hárið á þér geislar af heilbrigði þá geislar þú af sjálfstrausti. Við vitum líka að besta leiðin til að öðlast hár sem er náttúrulega glansandi og heilbrigt er að forðast skaðleg efni. Stofnandi okkar, Lars Skjøth, hefur yfir 27 ára reynslu af rannsóknum og vöruþróun. Allt frá stofnun Hårklinikken hefur Lars helgað sig því að hanna vörur sem eru hreinar, náttúrulegar og byggja á innihaldi úr plöntum. Þess vegna þróum við vörur án skaðlegra efna með rætur í náttúrunni og vísindum og sem eru þróaðar til að þjóna hári þínu af umhyggju frá rót að enda.

    Við byggjum á ítarlegum rannsóknum okkar til þess að tryggja að skaðleg efni endi aldrei í vörum okkar. Þetta hefur orðið til þess að ótal viðskiptavinir hafa náð fram fallegu hári með góðri fyllingu eftir notkun nærandi sjampóa og hárnæringar og jafnvel hármótunarvara. Í stað þess að búa til skyndilausnir þróum við lausnir sem koma þér af stað í hárvegferð þína. Við notum náttúrulega og vísindalega samþykktar vörur, tímaprófaða ferla og örugga valkosti til þess að geta endurheimt og viðhaldið heilbrigðu hári og hársverði til framtíðar.

    En hvað felst í þessum ferlum? Skoðum betur hvernig við þróum skaðlausar vörur fyrir hár. Þetta mun auka skilning á hverju góð vara getur áorkað fyrir hvaða hár sem er og gæti jafnvel orðið upphafið að hárvegferð þinni!

    Vörur sem eiga rætur í náttúrunni og byggja á góðri efnasamsetningu og vísindum
    Hjá Hårklinikken höfum við helgað okkur notkun innihaldsefna úr náttúrunni og blöndum þeim af nákvæmni vísindanna. Við trúum að hárið líti best út án skaðlegra efna, þannig að við lögðum okkur fram við að finna nærandi valkosti. 

    Við tökum ekki bara króklöppurót og kúamjólk og blöndum þeim saman fyrir staðbundna notkun, þótt við vildum óska þess að það væri svo einfalt! Þess í stað nýtum við vísindin til að einangra ákveðið innihald í þessum náttúrulegu efnum sem nýtast hári þínu. Þetta gerir okkur kleift að forðast skaðleg innihaldsefni og að búa til vörur sem eru algjörlega lausar við parabena og önnur skaðleg efni. Við getum líka varast algeng innihaldsefni á borð við sílíkon, gerviliti, úðaefni og fleira til þess að búa til hárvörur sem ganga lengra í að þjóna heilbrigði hársins og hársvarðarins.

    Meðal þeirra náttúrulegu innihaldsefna sem fara í framleiðslu á vörum okkar eru króklöppurót, morgunfrú, avókadóolíur, kúamjólkurprótein, kínóa, hörfræ, hafraþykkni og alóvera. Náttúran er besta lækningin; en það þarf að nýta hana með góðri efnasamsetningu og vísindum til þess að hámarka skilvirknina.

    Við ábyrgjumst gæði
    Við forðumst að nota skaðleg innihaldsefni með því að rannsaka og vandlega og prófa allt sem við notum í vörur okkar. Það tekur lengri tíma að þróa nýjar vörur á þennan hátt, en þetta viðbótarskref gerir gæfumuninn. Niðurstaðan er úrval af vörum án skaðlegra efna, þannig að þú vitir að þú sért að meðhöndla hárið með þeirri umhyggju sem það á skilið.

    Algengustu efnum sem notuð eru í hárvörur má skipta út fyrir innihaldsefni úr náttúrunni en að ná fram sömu virkni er meira en að segja það. Hársprey með úðaefnum virka vel til að halda hárinu á sínum stað en gætu skaðað hár þitt og hársvörð. Við höfum tekið tíma til að rannsaka og þróa öruggari valkosti á borð við hárspreyið okkar án úðaefna, til þess að bjóða upp á valkost sem er betri fyrir þig og umhverfið. 

    harklinikken-styling-spray

    Áhersla á langtímalausnir
    Ólíkt öðrum hárumhirðufyrirtækjum er markmið okkar ekki að skapa falska mynd af heilbrigði með því að þekja hárin í skínandi efnum. Þessi nálgun skemmir hárið á þér og hársvörðinn og vanrækir  hárheilbrigði þitt. Við þróum hárvörur án parabena og annarra skaðlegra efna vegna þess að heilbrigði er forgangsverkefni okkar. Með því að næra hárleggina með alvöru næringarefnum, þvo og endurnýja pH jafnvægi hársvarðarins og með því að sérsníða meðferðir að þínum þörfum hjálpum við þér að styrkja hárið til frambúðar.

    Are you in the right place?

    Please choose your shop

    Iceland
    ×

    It's more than hair. It's you