Shopping cart .innerHTML = '(' + (0) pcs

  Tilfinning fyrir tilgangi

  Að veita fólki aukinn styrk gegnum hár þess hefur drifið áfram áhuga okkar allan þann tíma sem við höfum starfað.

  Yfir 100.000 manns

  Frá því við hófum starfsemi okkar höfum við hjálpað þúsundum einstaklinga að laða fram það besta í hári sínu.

  Starfsemi á heimsvísu

  Kliník í anda heilsulinda, allt frá Danmörku til Dubai, Þýskalandi til Los Angeles, Flórída til New York og alla leið til Íslands.

  FERÐALAG OKKAR HÓFST SNEMMA Á TÍUNDA ÁRATUGNUM ÞEGAR LARS SKJOETH, STOFNANDI OG YFIRMAÐUR RANNSÓKNA HJÁ HARKLINIKKEN, GERÐI UPPGÖTVUN SEM Í DAG GERIR OKKUR MÖGULEGT AÐ VINNA Á ÁHRIFARÍKAN HÁTT GEGN HÁRÞYNNINGU, BÆÐI HJÁ KONUM OG KÖRLUM

  Þó að vísindalegar uppgötvanir Lars Skjoeth yrðu til þess að umbylta því hvernig við hugsum um hárvöxt, hárþynningu, hárlos og heilbrigði hársvarðar; þá voru gildi okkar alltaf í heiðri höfð. 

  Með því að framleiða vörur sem eru byggðar á náttúrulegum hráefnum og blandaðar til að næra hárvöxt frá rótum hársvarðarins, þá sýnum við náttúrunni þakklæti okkar með meðvitaðri nálgun á heilbrigða efnafræði og vísindi.

  Eftir áratugi í Skandinavíu færðum við út kvíarnar og komum á fót klínikum víða um heim. Í dag erum við með starfsemi í fimm löndum í þremur heimsálfum; Danmörku, Íslandi, Dubai, Þýskalandi og Bandaríkjunum. Með báða fætur á jörðinni höfum við fest okkur í sessi um víða veröld um leið og við höfum haft gildin okkar að leiðarljósi af heilum hug. Og á þessari vegferð höfum við uppgötvað tilgang okkar.

  Það var ljóst alveg frá byrjun. Vísindalegar uppgötvanir Lars Skjoeth lögðu grunn að tæknilegri byltingu í hármeðferð og baráttunni gegn hármissi, en hinn raunverulegi galdur á sér stað handan vísindanna. Við leggjum upp úr því að leyfa einstaklingnum að að njóta sín til fulls; að vera besta útgáfan af sjálfum sér. Að sjá hvernig við veitum fólki styrk og hvernig við höfum áhrif á sálarlíf þess, blæs okkur í brjóst ástríðu til að koma gildum okkar á framfæri við þá sem á því þurfa að halda. Það snýst um svo miklu meira en hár. Það snýst um að finna fegurðina í sjálfum þér. Að elska hver þú ert. 

  FRAMLEITT MEÐ INNIHALDSEFNUM SEM ÞÚ GETUR TREYST

  HARKLINIKKEN FÆRIR HÁRUMHIRÐU Á NÝJAR SLÓÐIR, HANDAN FEGURÐAR

  SAMFÉLAGIÐ OKKAR

  Sprottið úr vísindum, með rætur í umhyggju og drifið áfram af löngun til að láta fólk finna fegurðina innra með sér.  Harklinikken hefur þannig þróast í samfélag yfir 100.000 manna um allan heim.

  Jafnframt því að leggja okkur fram um að sigrast á varnarleysinu gagnvart hárþynningu þá hvetjum við samfélagið okkar til að deila reynslu sinni af Harklinikken; ekki aðeins hvernig það er að breyta hári fólks heldur hvernig það breytir lífi þess.

  Fáðu það til baka – Gefðu það til baka

  HARKLINIKKEN Í HNOTSKURN

  Flestir viðskiptavinir eru konur

  Flestir af okkar viðskiptavinum eru konur en við erum til staðar fyrir hvern þann sem vill fullnýta alla möguleika síns hárs. Það eru svo margar ranghugmyndir í gangi varðandi hárþynningu, margt fólk gerir sér ekki einu sinni grein fyrir því að það getur fengið hárið sem það óskar sér og á skilið.

  Hársvörðurinn fyrst – læknað frá rótum

  Allt of oft sjáum við fólk með vandamál í hársverði sem orsakast af vörunum sem það notar. Jafnvel vörur sem eru markaðssettar sem „náttúrulegar“ geta innihaldið efni sem hamla hárvexti og skerða eiginleika hársins. Við erum hér til að breyta því.

  Allt snýst um frábært hár

  Samhliða því að geta hjálpað þeim sem glíma við hárþynningu þá eru vörurnar okkar bókstaflega fyrir alla sem vilja ná því besta fram í sínu hári. Hvort sem þú vilt bæta gæði hársins eða örva hárvöxt, þá ertu á rétta staðnum til þess.

  BÓKAÐU RÁÐGJÖF OG BYRJAÐU ÞITT HÁRFERÐALAG Í DAG

  Í ráðgjöfinni, augliti til auglitis eða á netinu, leggjum við mat á hárið og hársvörðinn meðan við förum vandlega yfir þínar persónulegu þarfir. Þar með getum við útbúið extrakt sem er sérsniðið fyrir þig. 

  Are you in the right place?

  Please choose your shop

  Iceland
  ×

  It's more than hair. It's you