FORTIFYING SHAMPOO
INNIHALDSLÝSING
Innihaldsefnalisti:
Aqua, Sodium C14-16 Olefin Sulfonate, Aloe Barbadensis Leaf Extract, Coco-Betaine, Glycerin, Betaine, Niacinamide, Sodium Levulinate, Panthenol, Citric Acid, Polyquartenium-10, Potassium Sorbate.
Sett saman úr aðeins hágæða innihaldsefnum
Okkur er mjög annt um velferð okkar viðskiptavina og við leggjum okkur fram um að veita leiðsögn, fræðslu, kærleik og umhyggju gegnum allt þeirra vaxtarskeið. Með Skandinavískri arfleifð og ómældri virðingu fyrir náttúrunni, leggjum við okkur fram um að bjóða skilvirkar vörur, unnar úr náttúrulegum hráefnum og gerðar til að stuðla að heilbrigði hársins innan frá.
Ilmefnalaust
Parabenfrítt
Án jarðolíuefna
Silicone Free
NOTKUN
Berið í hársvörð og hár og nuddið vandlega í 30 sekúndur áður en skolað er úr.
Verndið mjög þurrt hár með því að bera Daily Conditioner í endanana áður en shampóið er sett í.

NÆRANDI "ADD-ON" SJAMPÓ
Fortifying Shampoo er „add-on-shampoo“ af lúxusgerð sem er notað í kjölfar hreinsi-sjampós til að koma aftur á jafnvægi í pH-gildi hársvarðarins og bæta áferð hársins.
Verandi byggt á lífrænu aloe vera og prótíni úr hörfræjum þá stuðlar Fortifying Shampoo að verndun hársins og gefur því raka. Fortifying Shampoo hjálpar við að viðhalda raka og dregur úr merkjum um skemmdir sem gerir það að frábærum kosti fyrir fólk sem glímir við þurrt eða slitið hár.
Gætið þess að nota Balancing- eða Stabilizing-sjampóið fyrst til að fá viðeigandi hreinsun á hársverðinum og notið svo Fortifying eftir á. Fortifying Shampoo mun styrkja og laga þína lokka fyrir hið fullkomna lúkk.
ALMENNAR SPURNINGAR
Mun þetta lagfæra hárið mitt?
Já, hörfræjaprótín og aloe gagnast við að styrkja og laga jafnvel meðhöndlað ljóst hár.
Þarf ég að nota þetta með hreinsisjampói úr ykkar vörulínu?
Já, við mælum með því að nota þetta í kjölfarið á einhverju af okkar „öflugu hreinsum“ til að vera þess fullviss að hársvörðurinn þinn fái þann þvott sem hann þarfnast og á skilið.
Inniheldur Fortifying sjampóið súlfat?
Já, en við notum eingöngu óskaðlegt MIPA-súlfat sem er unnið úr plönturíkinu.
Get ég notað þetta sjampó í alla hársíddina mína eða nota ég það eingöngu í hársvörðinn?
Fortifying sjampóið okkar er nægilega milt til að nota í allt hárið og bætir meira að segja nærandi efnum i hárstrengina. Þér er velkomið að láta það freyða.
Ég er með mikla fituframleiðslu en einnig þurrt hár. Mun þetta sjampó gera hárið mitt fitugt?
Nei, alls ekki. Það er gert fyrir þau sem eru að leita að rakagefandi sjampói sem hjálpar einnig við olíuframleiðslu. Prófaðu að sameina það Stabilizing sjampóinu okkar og myndaðu kombó sem slær allt út.