Á veturna einblína mörg okkar á húðumhirðu með meiri notkun á varasalva, rakaserum, kremi og líkamsolíu í von um að vinna á rakaþyrstri, þurri og líflausri húð. En líkt og húðin þurfa hár og hársvörður aukavernd og -raka þegar kólnar í veðri. Hársvörðurinn getur orðið þurr, of feitur eða valdið ertingu en hárið verður gjarnan viðkvæmt, líflaust og missir gljáa yfir vetrarmánuðina. Það er áratugalangri reynslu og klínískum rannsóknum Hårklinikken í Danmörku og á Íslandi að þakka að við vitum hversu slæm áhrif kuldi hefur á hár og hársvörð. En við höfum einnig ýmsar lausnir á vandanum.
Algeng vandamál á veturna
Þurrt loft, kaldir vindar og hríðarbyljir eru algengir fylgifiskar vetrartímans sem geta haft áhrif á hár og hársvörð á margvíslegan hátt.
Þurr hársvörður sem klæjar í
Í köldu veðri minnkar rakinn í loftinu sem getur orðið til þess að hársvörður þornar og verður viðkvæmari fyrir ertingu þar sem efstu lög hársvarðarins missa raka og skemmast vegna veðurs. Mikil hitun innanhúss getur einnig komið hársverði úr jafnvægi og aukið þannig á vandann. Fólk sem á það til að vera með þurran hársvörð kann að finna fyrir flösu sem versnar þegar klórað er í hársvörðinn.
Feitur hársvörður og uppsöfnun
Á hinn bóginn verða aðrir varir við aukna uppsöfnun í hársverði á veturna. Þetta getur verið vegna þess að framleiðsla á húðfitu eykst (stundum til að bæta upp fyrir þurrk), eða vegna aukinnar húfunotkunar eða færri þvotta. Langdvalir í hituðum innirýmum eða þröngar húfur geta orðið til þess að hárið er rakt lengur en venjulega og oftar. Það ásamt þeirri mýtu að hárið skuli þvo sjaldnar þegar kalt er í veðri getur orðið til þess að meiri uppsöfnun verður í hársverðinum. Algengt vandamál sem getur skotið upp kollinum er flösuþrefi (e. seborrheic dermatitis) sem á sér stað þegar offjölgun verður á gersveppinum Malassezia sem svo veldur bólgum og breytingum á húðinni. Fyrstu merki um vandamálið eru flagnandi húð í hársverði og hugsanlega á bak við eyru, í andliti eða í húðfellingum. Þetta getur verið sérlega hvimleitt í feitum hársverði.
Þurrt og viðkvæmt hár
Ískaldur vindur, skortur á raka og aukin upphitun innanhúss geta einnig haft áhrif á hárið sjálft. Niðurstaðan verður þurrt hár og viðkvæmt hár með veikbyggð efnatengi sem gerir það viðkvæmara fyrir sliti, flóka og úfa. Þurrt hár getur einnig litið út fyrir að vera líflaust og laust við gljáa.
Svona á að meðhöndla þurrt hár og hársvörð í kulda
Draga má úr þessum algengu vandamálum með því að hugsa betur um hár og hársvörð og bæta við nokkrum skrefum í daglegu og vikulegu rútínuna.
Hárnæring sem skilin er eftir í hárinu
Hair Hydrating Crème næringin sem skilin er eftir í röku eða þurru hári hefur svipaða virkni og varasalvi fyrir þurrar varir. Reglubundin notkun hjálpar til við að gera við skemmt hár og endurheimta ljóma. Það er sniðugt að ganga með ferðastærð af þessari næringu á sér til að grípa í hvar og hvenær sem er.
Djúpnærandi hármaski einu sinni til tvisvar í viku
Við mælum með að nota Hair Mask einu sinni til tvisvar sinnum í viku til að endurheimta raka. Með því að halda þig við þessa rútínu yfir köldustu mánuðina minnkarðu slit og eykur teygjanleika, mýkt og gljáa.
Tíður þvottur allan ársins hring
Fyrir heilbrigðan hárvöxt er mikilvægt að halda hársverði í jafnvægi og gildir þá einu hvaða árstíð er. Við mælum með bæði Balancing og Stabilizing sjampóunum okkar sem eru bæði mild en árangursrík. Þau þurrka ekki hársvörðinn heldur viðhalda réttu rakastigi og draga úr olíuframleiðslu og minnka þannig líkur á vandamálum eins og uppsöfnun eða flösuþrefa.
Minni notkun á heitum hármótunartækjum
Heit hármótunartæki, hvort sem um er að ræða hárblásara, krullu- eða sléttujárn eða annað ættu að vera af bestu gerð og notuð sjaldan á miðlungs- eða lágum hita. Þegar hárið er blásið skal ávallt velja lægstu eða miðlungsstillingu, blása hárið smátt og smátt með því að beina stútnum niður eftir hárinu til að minnka skemmdir á ysta lagi hársins. Hárvörn er nauðsynleg þegar heit tæki eru notuð og þau ætti aldrei nota á rennblautt hár.
Ekki fara út með blautt hárið
Það getur skemmt bæði hár og hársvörð að fara út í vetrarkuldann með blautt hárið. Hárið er ekki aðeins viðkvæmast þegar það er blautt heldur þenjast vatnssameindir út í kaldara lofti sem gerir hárið stíft og viðkvæmt fyrir sliti. Hársvörðurinn er einnig viðkvæmari þegar hann er blautur og miklar hitabreytingar geta valdið ertingu á yfirborði hans. Láttu hárið þorna sjálft eða þurrkaðu það á lágri hitastillingu áður en þú ferð út í kuldann.
Notaðu húfu en þó ekki stanslaust
Húfur geta verndað hárið fyrir vindi, regni og snjó en þær geta stundum valdið ójafnvægi í hársverði, sérstaklega hjá þeim sem hafa tilhneigingu til að fá feitan hársvörð. Þar sem húfur halda hita á hársverði getur notkun þeirra aukið olíumyndun og ofvöxt á gersveppum. Það er því mikilvægt að hvíla húfuna reglulega. Ef þú notar sömu húfu dag eftir dag skaltu passa að þvo hana reglulega.
Rakatæki er góð lausn á veturna
Með rakatæki má viðhalda jöfnu rakastigi í loftinu sem minnkar líkur á þurru hári vegna hitunar innanhúss. Gott er að hafa rakatækið í svefnherberginu eða þar sem þú verð mestum tíma.
Vetrarvörur Hårklinikken
Hair Mask
Hair Mask hármaskinn er venjulega skilinn eftir í hárinu tvisvar í viku en hann inniheldur jojoba og Abyssinian olíur sem blandaðar eru með kraftmiklum innihaldsefnum úr kínóa og hörfræjum. Maskinn er búinn til með einstakri rakatækni og fyllir hvern einasta hárlokk með kröftugum, náttúrulegum efnum til að loka inni raka og lágmarka skemmdir og slit.
Hair Hydrating Crème
Þessa hárnæringu, sem ekki á að þvo úr, má setja bæði í rakt og þurrt hár. Inniheldur lífræna arganolíu og sólblómafræsolíu sem saman bæta áferð, ljóma og teygjanleika hársins svo um munar sé hann notaður oft og reglulega. Næringin verkar einnig sem frábær hitavörn fyrir blástur eða notkun annarra heitra hármótunartækja.
Balancing Shampoo
Balancing Shampoo sem inniheldur mustarðskornolíu hreinsar hársvörðinn af olíu og leifum af hárvörum ásamt því að styrkja hárið. Þessi einstaka blanda veitir hreinsun sem er nógu mild til að hægt sé að nota hana daglega meðan önnur sjampó á markaðnum þurrka gjarnan hárið um of og erta hársvörðinn.
Fortifying Shampoo
Fortifying Shampoo er viðbótarvara sem verndar hárið og veitir því raka. Það er því frábær kostur fyrir fólk með þurrt eða skemmt hár.