The Essential Kit
AF HVERJU ÞARF ÉG ÞESSAR VÖRUR?
Því meira sem þú nærir hársekkina þína, því lengra og heilbrigðara verður hárið. Þegar hreinsun og rakagjöf er með réttum vörum, fínstillir hárþvottur náttúrulega flóru hársvarðarins og stuðlar að heilbrigðum hárvexti. Essentials Kit hjálpar til við að skapa bestu aðstæður fyrir hárvöxt og stuðlar að heilbrigðum hársverði.
Þú hefur val á milli tveggja hársápa í þessu setti. Balancing Shampoo stuðlar að heilbrigði hársvarðarins. Mild efnasamsetning þess kemur jafnvægi á pH-stigið og hárið verður hreint og vel nært. Stabilizing Shampoo hreinsar hársvörðinn á mildann hátt er tilvalið til að koma á jagnvægi á fitu framleiðsluna í hársverðinum.
THE ESSENTIAL KIT HENTAR BEST FYRIR:
Allar hárgerðir.
INNIHALDSLÝSING
Sett saman úr aðeins hágæða innihaldsefnum
Okkur er mjög annt um velferð okkar viðskiptavina og við leggjum okkur fram um að veita leiðsögn, fræðslu, kærleik og umhyggju gegnum allt þeirra vaxtarskeið. Með Skandinavískri arfleifð og ómældri virðingu fyrir náttúrunni, leggjum við okkur fram um að bjóða skilvirkar vörur, unnar úr náttúrulegum hráefnum og gerðar til að stuðla að heilbrigði hársins innan frá.
Ilmefnalaust
Parabenfrítt
Án jarðolíuefna
Silicone Free
Nauðsynleg sett
Balancing Shampoo 290 ml
eða Stabilizing Scalp Shampoo, 290 ml
Daily Conditioner, 290 ml
Hair Hydrating Crème 290 ml
Hvernig ætti ég að nota þessar vörur?
Nuddaðu hársápunni vandlega í hársvörðinn áður en þú skolar hana úr. Settu Daily Conditioner í hárið og leyfðu næringunni að virka í 3-4 mínútur áður en þú skolar hana úr hárinu. Notaðu grófa greiðu eða fingurna og greiddu hárið varlega á meðan hárnæringin virkar.
Eftir sturtu getur þú borið Leave-In Hair Hydrating Crème í rakt hárið til þess að auka raka í hárinu. Notaðu eins oft og þörf er á til að auka mýkt og ljóma þess og draga úr sliti. Hair Hydrating Créme er hægt að nota sem hitavörn og rakagjafa.