Úfið Hár: Orsakir Og Stjórnun

Úfið hár er flókið fyrirbæri, oft misskilið og stundum pirrandi. Skemmdir og þurrkur hafa sitt að segja og erfðir og hártegund koma einnig við sögu en úfið hár er ekki alltaf slæmt. Það verður til þegar ysta lag hársins – verndarlagið sem hylur hvert og eitt hár – er hrjúft, úfið eða farið af. Úfið hár er náttúrulegt hjá fólki sem hefur þynnra varnarlag en ytri þættir geta líka haft áhrif. Með öðrum orðum: mjúkt ysta lag þýðir mýkra hár.

Orsakir úfins hárs

Hjá fólki með náttúrulega hrokkið eða liðað hár er úfið hár algengara þar sem náttúrulegar olíur úr hársverðinum dreifast ekki jafn auðveldlega um þannig hár og slétt hár. Hár getur orðið úfnara í raka, hita og við aðrar umhverfisaðstæður. Þetta eru aðalorsakirnar fyrir úfnu hári.

Erfðir

Húðfeiti – náttúruleg olía hársvarðarins – hylur ekki náttúrulega liðað, hrokkið og bylgjað hár eins vel og slétt hár. Þar að auki hefur liðað hár tilhneigingu til að vera gljúpara þannig að það hefur ekki mjúkt ysta lag. Liðað, hrokkið og bylgjað hár krefst meiri raka til að vernda það og um leið að minnka ýfingu.

Loftraki

Þegar vatnssameindir fara inn í hár geta þau rofið vetnistengi sem veldur því að hárið glatar lögun sinni og verður flatt eða úfið. Þetta er algengast í miklum loftraka en getur líka gerst þegar rakinn minnkar hratt. Síbreytilegt veður getur farið illa með hár.

Mótunarskemmdir

Ekki verður ráðið við erfðir og veður en óafvitandi völdum við skemmdum á okkar eigin hári með margskonar hætti. Til dæmis með of miklum hárþvotti, að nota heit hármótunartæki of oft (á miklum hita eða án hitavarnar), að lita eða meðhöndla hárið með grófum vörum, að bursta eða þurrka hárið harkalega með handklæði og fleira.

Að hafa stjórn á úfnu hári

Vissulega getur úfið hár verið algerlega náttúrulegt og litið frábærlega vel út en ef þú kýst agaðra eða meira glansandi útlit þá eru til nokkur snjallræði til að taka inn í rútínuna til að mýkja lokkana.

Farðu varlega með hita

Hreinsaðu alltaf hársvörðinn og hárið með ylvolgu vatni og notaðu heit hármótunartæki eins sjaldan og hægt er og alltaf á lágri stillingu. Ef þú ert með viðkvæmt, skemmt eða þurrt hár er enn mikilvægara að halda hitanum lágum en fyrir allar hártegundir ætti fólk að halda tækjunum sínum undir 194 °C alltaf þegar það er hægt. Það skiptir engu máli hvort hárið er þunnt, gróft, hrokkið eða slétt; reyndu að nota hárþurrkur og heit tæki sjaldnar og notaðu alltaf hitavörn.

Ekki bursta blautt hár

Hárið er viðkvæmast þegar það er blautt. Að bursta eða greiða hárið harkalega þegar það er rennblautt þýðir oft að hárið er togað, teygt og beygt þannig að það getur valdið skemmdum og sliti. Mikið af hármótunarvörum á að bera í blautt hár en fingurnir eða mjög gisin greiða eru bestu áhöldin til að bera í hárið.

Forðastu að þurrka hárið með handklæði

Að þurrka hárið harkalega með venjulegu handklæði veldur ekki bara skaða á hársekkjunum í hársverðinum heldur eykur líka núning á milli hárlokka og veldur sliti. Minnkaðu núning með því að kreista blautt hár mjúklega með míkrófíberhandklæði (eða jafnvel gömlum bol) og notaðu aldrei hárþurrku á rennblautt hár. Minni núningur þýðir líka minni snertingu þannig að þú skalt reyna að halda höndunum frá hárinu þegar það er hægt.

Íhugaðu að fá þér silkihárvörur og -koddaver

Venjulegar hárteygjur geta skemmt hárið með því að reyta það og slíta hár. Ólíkt bómullarkoddaverum lágmarkar silki stöðurafmagn og núning og fer óneitanlega miklu betur með hárið á þér.

Gefðu hárinu raka og næringu

Rétta klippingin getur verið ómissandi til að temja úfna lokka, hvort sem þú hefur liðað, hrokkið, bylgjað, þykkt eða fínt hár. Það er augljóst og einfalt og getur gert gæfumuninn að klippa af skemmda enda en að klippa í styttur getur líka minnkað ýfingu.

Notaðu nærandi og rakagefandi vörur

Á meðan margir halda að það eigi að bera hárnæringu í á eftir sjampóinu mælum við með því við fólk með úfið eða skemmt hár að bera Daily Conditioner frá okkur í hárendana áður en hársvörðurinn er hreinsaður. Eftir að búið er að fara í sturtu og hárið er ennþá blautt eða rakt skaltu bera í hárið vöru sem á að skilja eftir í hárinu, eins og Hair Hydrating Crème sem gefur raka og vinnur líka sem hitavörn og krem fyrir hrokkið eða liðað hár. Þegar kemur að mótunarvörum skaltu ganga úr skugga um að þær séu rakagefandi og loki inni raka, eins og Styling Gel frá Harklinikken. Að bera maska í hárið einu sinni í viku getur líka gert kraftaverk í að næra lokkana.