Nú vitum við flest að sterkt og heilbrigt hár byrjar í hársverðinum. Það má því velta fyrir sér hvort „detox“ á hársverðinum sé sniðugt. En áður en þú leggur í verkefnið er mikilvægt að skilja hvað það þýðir og hvort það sé nauðsynlegt. Mikilvægt fyrsta skref þegar kemur að því að bæta heilsu hársvarðar og fá í staðinn fallegra hár, er að átta sig á því að hársvörðurinn er viðkvæmt lífumhverfi. Næsta skref er svo að meðhöndla hársvörðinn rétt.
Hvað er „detox“ á hársverði?
„Detox“ á hársverði er eins konar djúphreinsun þar sem uppsöfnun á húðfitu, dauðum húðfrumum, hárvörum, mengunarvöldum og óhreinindum er rutt í burtu. Það er sjaldnast þörf á slíku ef þú ert með áhrifaríka þvottarútínu. Margar af þessum svokölluðu „detox“-vörum innihalda sterka skrúbba og efni sem geta valdið ertingu í hársverði, sliti á hári næst rótinni og skemmdum á hársekkjum. Það að ráðast að hárinu við rótina getur haft slæm áhrif á styrk þess og útlit þegar það vex.
Merki um það að hársvörðurinn þarfnist „detox“, djúphreinsunar eða endurræsingar:
Ef uppsöfnun situr föst í hársverði yfir lengri tíma getur það haft slæm áhrif jafnt á hársvörð og hársekki og valdið vandamálum sem benda til þess að hársvörðurinn þurfi tíðari þvott. Eftirfarandi eru vísbendingar um að hársvörðinn þurfi að hreinsa almennilega:
- Hársvörðurinn er fitu- eða olíukenndur
- Þú finnur fyrir ertingu, kláða eða flösu
- Það er vond lykt af hársverðinum
- Hársvörðurinn er viðkvæmur eða jafnvel aumur
- Þú ert með óeðlilega mikið hárlos
- Hárið er flatt, skortir gljáa og/eða er ekki lengur liðað, krullað eða hrokkið eins og það var
Algeng mistök þegar kemur að því að hreinsa eða djúphreinsa hársvörð:
Ráðleggingar um djúphreinsun á hársverði fela stundum í sér notkun bæði harkalegra aðferða og sterkra efna. Þrátt fyrir að þessar lausnir kunni að hreinsa í burtu uppsöfnun í hársverði geta þær um leið skapað ný og enn verri vandamál.
- Nuddburstar fyrir hársvörð
Þessi verkfæri fara misvel með hársekkina. Burstarnir geta rifið og skaddað hársekki hvort sem þeir eru úr sílíkoni, plasti eða gúmmíi. Það er jafnan best að nota fingurna þegar kemur að því að nudda hársvörðinn og gildir það almennt um hárumhirðu. En ef þú þarft að nota verkfæri skaltu ganga úr skugga um að það sé úr mjúku efni (svo sem sílíkoni) og fara varlega í nuddið. - Kornamaskar fyrir hársvörð
Slípunarefni fyrir hársvörð eru oftast of sterk fyrir hársvörðinn og hársekkina. Þá gildir einu hvort kornin eru úr jurtaefnum eða örsmáar plastkúlur (sem eru líka slæmar fyrir umhverfið). Allar þessar vörur geta skemmt hársekkina, gert örsmáar rifur eða rispur sem geta valdið öramyndun. Öramyndunin getur svo orðið til þess að ekki vex framar hár úr hársekknum. - Of mikið sjampó / efni
Þú þarft ekki að nota mikið ef þú notar áhrifaríkt og milt sjampó frá Hårklinikken. Sjampóin okkar eru hönnuð til þess að virka mjög vel en vera jafnframt sérlega mild. Of mikið sjampó sem inniheldur vafasöm innihaldsefni þrífur ekki einungis óhreinindi heldur einnig náttúrulegan raka sem hár og hársvörður þarfnast. Mörg svokölluð „hreinsisjampó“ freyða ekki nóg sem verður til þess að fólk notar of mikið af vörunni. Við mælum með að velja sjampó úr línu Hårklinikken og fara vandlega eftir leiðbeiningunum svo hársvörðurinn njóti góðs af. - Handahófskennd aðferð
Þó það geti virst einfalt mál að þvo hársvörðinn er margt fólk með handahófskennda aðferð þar sem hvirfillinn og hnakkagrófin eru látin mæta afgangi. Önnur bagaleg aðferð er að nota neglurnar þegar hársvörðurinn er þveginn. Þó þér kunni að finnast þú vera að þvo sérstaklega vel, gætirðu verið að skemma húðina í hársverðinum og hársekkina með nöglunum. Þörf er á alhliða þvottaaðferð til að endurræsa og djúphreinsa hársvörðinn.
Svona djúphreinsarðu eða setur hársvörðinn í „detox“:
Við hjá Hårklinikken mælum með aðferð í fimm skrefum við að hreinsa hársvörðinn. Þú getur lesið meira um bestu aðferðir við hárþvott hér.
- skref: Bleyta hárið
Bleyttu hárið vandlega með volgu vatni allt frá hársverði og fram í enda. - skref: Setja hárnæringu fyrst (valkvætt)
Ef þú ert með sérstaklega þurrt eða skemmt hár skaltu nota hárnæringu áður. Settu nokkrar sprautur af hárnæringu í blautt hárið frá eyrum og niður. Leyfðu næringunni að fara inn í hárið í nokkrar mínútur á meðan þú ferð í næsta skref. - skref: Virkja efnið
Taktu nokkrar pumpur af sjampói og nuddaðu saman fingrum til að virkja efnið. - skref: Nudda vöru í hársvörð
Smeygðu fingurgómum undir hárið frekar en að byrja efst á höfðinu. Nuddaðu virku sjampóinu í allan hársvörðinn. Ekki gleyma hnakkanum eða hvirflinum. Passaðu að nota fingurgómana og forðastu að nudda eða rispa hársvörðinn með nöglunum. Þetta ætti að taka u.þ.b. hálfa mínútu. - skref: Skola
Skolaðu sjampó (og hárnæringu) úr hársverðinum og hárinu. Kreistu hárið með höndunum, varlega en þétt til að ná úr því mesta vatninu áður en þú ferð í næstu skref sem eru þurrkun og greiðsla.
(Og lestu meira um bestu hárnæringaraðferðirnar hér.
Nauðsynlegt fyrir endurræsingu á hársverði
Stabilizing Shampoo
Stabilizing Shampoo er ekki bara hefðbundið sjampó heldur nærir það bæði hársvörð og hár. Það inniheldur efni úr Burdock Root Extract frá okkur og er hannað til þess að auka heilbrigði hársvarðar og styrkja þannig og bæta hárið.
Balancing Shampoo
Balancing Shampoo sem inniheldur mustarðskornolíu hreinsar hársvörðinn af olíu og leifum af hárvörum ásamt því að styrkja hárið. Þessi einstaka blanda veitir djúpa hreinsun sem er nógu mild til að hægt sé að nota hana daglega á meðan önnur sjampó á markaðnum þurrka gjarnan hárið um of og erta hársvörðinn.
Fortifying Shampoo
Fortifying Shampoo inniheldur aloe vera og er sérstaklega milt en mjög áhrifaríkt sjampó sem verndar hárið og veitir því raka. Það er því frábær kostur fyrir fólk með þurrt, skemmt eða litað hár.
Spurt og svarað
Við mælum með því að þvo hárið daglega eða annan hvern dag til þess að koma jafnvægi á pH-gildi og magn húðfitu í hársverði.
Uppsöfnun í hársverði er eðlileg og kemur til af ýmsum þáttum sem geta verið náttúruleg húðfituframleiðsla og dauðar húðfrumur sem og ytri áhrif eins og mengunarvaldar, óhreinindi og hárvörur. Þó ekki sé hægt að komast hjá einhverri uppsöfnun mælum við með því að forðast vörur sem innihalda sílíkonefni og steinefnaolíur og sneiða algjörlega hjá þurrsjampói.
Til að fjarlægja uppsöfnun svo vel sé, mælum við með því að þvo hárið oft með réttri aðferð og nota til þess sjampó frá Hårklinikken.
Ætti ég að skrúbba hársvörðinn?
Það er nóg að nota fingurgómana til að nudda sjampó inn í hársvörðinn og fjarlægja þannig uppsöfnun.
Hársvörðurinn er viðkvæmt lífumhverfi og ef hann fær ekki góða meðhöndlun getur komist ójafnvægi á örveruflóruna sem svo leiðir til ertingar, roða og bólgu og loks hárþynningar.