Slegið á hármýtur: Þegar allt kemur til alls er best að þvo hárið á hverjum degi

Tíðni hárþvottar er eitt algengasta umræðuefni viðskiptavina og hársérfræðinga Hårklinikken. Margt fólk heldur að því sjaldnar sem hár og hársvörður eru þvegin því betra. Það er vissulega nauðsynlegt að slá á þessa mýtu en sannleikurinn er aðeins flóknari en hann kann að virðast í fyrstu. Svarið við spurningunni ræðst af því hvaða vörur þú notar, þvottaðferðinni ásamt gerð hárs og hársvarðar.

Hversu oft ætti ég að þvo hárið?

Það getur verið skaðlegt fyrir hársvörðinn að nota sjampó sem innihalda sterk eða vafasöm efni daglega. Dagleg notkun á sjampólínu Hårklinikken er aftur á móti góð, þar sem allar okkar vörur eru búnar til úr samverkandi, náttúrulegum, mildum og áhrifaríkum efnum úr jurtaríkinu. Þværðu þér daglega í framan? Eins og andlitið, þarf að þvo hársvörðinn, næra hann og hugsa almennilega um hann svo hann starfi sem best. Húðin í hársverðinum er viðkvæmari en húðin í andlitinu og þarf því sína athygli.

Þess vegna ættirðu að þvo hárið daglega eða annan hvern dag:

Réttu vörurnar sem búnar eru til með réttu tækninni og í réttri samsetningu eins og vörur okkar, eru góðar fyrir hár, hársvörð og hársekki, ólíkt sjampóum sem innihalda vafasöm efni. Tíður þvottur er mikilvægur af eftirfarandi ástæðum:

Hreinsa í burtu uppsöfnun
Uppsöfnun af húðfitu, óhreinindum og hárvörum getur stíflað hársekki og valdið snertiofnæmi, ertingu og flösu o.fl. Allt þetta getur með tímanum valdið hárþynningu.

Viðhalda ákjósanlegu pH-stigi
Þegar sjampó er búið til í réttum hlutföllum hjálpar það við að halda örverujafnvægi í hársverði og þar með ákjósanlegu pH-stigi. Ákjósanlegt pH-stig er gríðarlega mikilvægt fyrir heilbrigðan hárvöxt og til að minnka hárþynningu, hárlos og hártap.

hárlos og hártap.
Hver er besta aðferðin þegar kemur að hárþvotti?

Við erum með heila grein um árangursríkan hárþvott miðað við hárgerð og gerð hársvarðar. Í stuttu máli er þetta svona: bleyttu hárið með hálfvolgu til volgu vatni, virkjaðu sjampóið í lófunum áður en þú berð það í við rætur hársins í hársvörðinn, nuddaðu hársvörðinn með fingurgómunum í u.þ.b. hálfa mínútu og skolaðu svo hárið vandlega.

Hversu oft ætti ég að þvo hárið miðað við hárgerð?

Þó við mælum með tíðum þvotti á hársverðinum ber að hafa í huga að fólk er mismunandi og miða þarf rútínuna við það. En hér eru almennar leiðbeiningar:

Slétt hár

Þar sem slétt hár er gjarnara á að mynda meiri húðfitu er oft nauðsynlegt að þvo það daglega til að stemma stigu við umfram húðfitu.

Liðað hár

Fólk með liðað hár þarf að þvo hárið daglega eða annan hvern dag.

Krullað hár

Fólk með krullað hár ætti, líkt og fólk með liðað hár, að þvo hárið daglega eða annan hvern dag.

Snarhrokkið hár

Fyrir snarhrokkið hár er mikilvægt að tryggja að hársvörðurinn sé þveginn almennilega þar sem erfitt getur reynst að þvo hann vandlega vegna þess hversu þétt hárið er. Fyrir sumt fólk dugar að þvo hárið sjálft annan eða þriðja hvern dag en fyrir aðra er einu sinni í viku eða á 10 daga fresti nóg.

Spurt og svarað

Hversu oft ætti ég að þvo á mér hárið ef ég æfi daglega?

Hér er grein okkar um líkamsrækt og áhrif á heilbrigði hársvarðar og á hártap. Í stuttu máli ætti að þvo reglulega þá uppsöfnun sem verður vegna svita (ásamt húðfitu, dauðum húðfrumum, óhreinindum, húðvörum og mengunarvöldum) úr hársverðinum. Ef þessi uppsöfnun er skilin eftir í hársverðinum getur hún valdið vandamálum sem leiða til hártaps.

Hversu oft ætti ég að þvo hárið ef ég er með þurran hársvörð?

Ef þú ert með þurran hársvörð ættirðu að þvo hárið daglega eða annan hvern dag með sjampói frá Hårklinikken og hársvörðurinn verður laus við ertingu eða stífleika. Það gæti líka verið gott fyrir fólk með þurran hársvörð að nota einnig Fortifying Shampoo sem gefur aukinn raka.

Hver eru merki þess að ég sé að ofþvo á mér hárið og hársvörðinn?

Dagleg notkun annarra sjampóa getur gert hárið líflaust, viðkvæmt eða úfið og hársvörðinn þurran og stífan eða jafnvel valdið ertingu og kláða. Ef þú ert að glíma við eitthvað af þessu mælum við með endurræsingu á hársverðinum eða hreinsandi vörum okkar. (Ef þú hefur grun um að þú sért með exem eða psóríasis skaltu leita til húðsjúkdómalæknis.)

Ekki viss hvar á að byrja?

Best að byrja á því að taka hárprófið okkar á netinu. Eftir því hvað kemur út úr því, sérðu hvort hentar þér annaðhvort ákveðin meðferð strax eða við skipuleggjum viðtal til frekari skoðunar.