Hárþvottur kann að hljóma sem einföld aðgerð en það er ógrynni upplýsinga á netinu sem stangast á sem gerir það erfitt að halda sig við eina tækni, ákveðinn fjölda skipta eða ákveðnar vörur. Hársérfræðingar okkar eru sannir fagmenn þar sem við hjá Hårklinikken höfum 30 ára reynslu og rannsóknir að baki í þessum efnum. Við töluðum við Söruh Mardis, forstöðukonu klíníkurinnar okkar í New York, til að slá á nokkrar mýtur og fá að vita hver besta aðferðin við þvott á hári og hársverði er.
Hversu oft ætti ég að þvo á mér hárið og hársvörðinn?
„Sú mýta að best sé að þvo hárið sem sjaldnast er sennilega sprottin út frá þeirri staðreynd að ekki ætti að þvo hárlengdina of oft,“ segir Sarah. „En öðru máli gegnir um hársvörðinn.“ Best er að þvo hársvörðinn á hverjum degi eða annan hvern dag með mildu en góðu sjampói eins og sjampóunum frá Hårklinikken. Ef þú notar sjampó með hörðum efnum (svo sem þau sem innihalda ákveðin súlföt), veldur það ertingu í hársverði og truflar hárvöxtinn. Almenna reglan er að hugsa ætti um hársvörðinn eins og hugsað er um húðina. Sem sagt: þvo oft en með mildum og góðum vörum.
Ætti ég að einbeita mér að hárinu, hársverðinum eða hvoru tveggja við hárþvottinn?
„Við vitum að fallegt hár byggist á heilbrigðum hársverði,“ segir Sarah. „Þess vegna ætti áherslan að vera á hársvörðinn.“ Froða og umframsjampó lekur í hárið svo það er engin þörf á að nudda sjampói sérstaklega í hárið.
Ætti ég að þvo hárið tvisvar sinnum í röð?
Það er ekki venjan að mæla með tvíþvotti ef réttar vörur eru notaðar. „Sumar vörur á markaðnum innihalda efni eins og silíkon, vax eða olíur. Slíkar vörur skilja eftir sig lag af efnum bæði í hársverði og í hári sem veldur því að þér kann að finnast hárið enn vera óhreint,“ útskýrir Sarah.
Hversu heitt eða kalt á vatnið að vera?
Það er eins með andlitsþvott og hárþvott; forðast ætti mjög heitt vatn. Hitinn getur valdið ertingu og bólgum og því er best að nota volgt vatn við hárþvottinn.
Hver eru merki þess að ég sé að ofþvo á mér hárið og hársvörðinn?
Það eru ekki margar vörur sem þvo og fara jafn vel með hárið og vörur Hårklinikken. Dagleg notkun annarra sjampóa geta gert hárið líflaust, viðkvæmt eða úfið og hársvörðinn þurran og stífan.
Hvað er mikilvægast að muna þegar kemur að því að þvo hársvörðinn?
Það skiptir höfuðmáli að vinna að heilbrigði hársvarðar ef markmiðið er sterkara og fallegra hár. „Þú gætir verið að flýta fyrir hárlosi ef hársvörðurinn er látinn mæta afgangi annaðhvort með rangri meðhöndlun eða röngum vörum,“ segir Sarah. „Það er gríðarlega mikilvægt að setja hársvörðinn í fyrsta sæti og ganga úr skugga um að grunnurinn sé til staðar áður en lengra er haldið.“
Hárþvottur 101 frá Hårklinikken
1. skref: Bleyta hárið
Bleyttu hárið vandlega með volgu vatni allt frá hársverði og fram í enda.
2. skref: Setja hárnæringu fyrst (valkvætt)
Ef þú ert axlasítt hár eða síðara skaltu nota hárnæringu áður. Settu nokkrar sprautur af hárnæringu í blautt hárið frá eyrum og niður. Leyfðu næringunni að fara inn í hárið á meðan þú ferð í næsta skref.
3. skref: Virkja efnið
Taktu nokkrar pumpur af sjampói og nuddaðu saman fingrum til að virkja efnið.
4. skref: Nudda vöru í hársvörð
Smeygðu fingurgómum undir hárið frekar en að byrja efst á höfðinu. Nuddaðu virku sjampóinu í allan hársvörðinn. Ekki gleyma hnakkanum eða hvirflinum. Passaðu að nota fingurgómana og forðastu að nudda eða rispa hársvörðinn með nöglunum. Þetta ætti að taka u.þ.b. hálfa mínútu.
5. skref: Skola
Skolaðu sjampó (og hárnæringu) úr hársverðinum og hárinu. Kreistu hárið með höndunum, varlega en þétt til að ná úr því mesta vatninu áður en þú ferð í næstu skref sem eru þurrkun og greiðsla.
Ertu ekki viss um hvar á að byrja?
Við tökum aðeins við umsækjendum sem við teljum geta hjálpað, svo hármat okkar á netinu er besti staðurinn til að byrja. Miðað við niðurstöður þínar muntu annað hvort vera gjaldgengur fyrir tafarlausa meðferð eða við munum skipuleggja ráðgjöf.