Hárlos hefur áhrif á milljónir manna um allan heim, en margir skilja ekki til fulls þær mismunandi birtingamyndir þess. Í mánuði sérstaklega tileinkuðum Alopecia viljum við varpa ljósi á þær tegundir hárloss sem til eru, hjálpa fólki að þekkja einkenni þeirra og skilja orsakirnar.
Hvort sem þú ert sjálf/ur að upplifa hárlos eða að styðja einhvern sem er að ganga í gegnum það, er þekking fyrsta skrefið til réttra umönnunar og meðferðar.
Þó hugtakið geti hljómað ógnvænlegt, er alopecia einfaldlega læknisfræðilegt heiti yfir hárlos og nær yfir fjölbreytt ástand með mismunandi orsökum, mynstri og meðferðum. Frá tímabundnu hárlosi vegna streitu til varanlegrs erfðafræðilegs ástands, getur skilningur á þessu hjálpa þér að taka upplýstar ákvarðanir varðandi hárheilsu þína og leita viðeigandi læknisaðstoðar þegar þess er þörf.
1. Androgenetískt hárlos (kynbundin hárlosmynstur hjá körlum og konum)
Hvað er andrgenetískt: Genetískt ákveðið ástand sem stafar af of mikilum viðbrögðum við andrógenum, sérstaklega dihydrotestósteróni (DHT). Þetta arfgenga ástand verður algengara með aldrinum. Rannsóknir sýna að þegar fólk nær áttatíu ára aldri, eru um það bil 73% karla og um 57% kvenna með einhvers konar androgenetiskt hárlos.
Hvernig það birtist:
- Karlar: Hárloskemurhelstframáhvirfli, ágagnaugumogviðhárlínu.
- Konur: Þynningarmynstur getur verið mismunandi, en flestar konur halda hárlínunni og upplifa frekar dreifðari þynningu á hvirfli, sem gerir framhluta hársins þykkara í útliti.
Helstu einkenni:
- Hægt stigvaxandi upphaf, byrjar yfirleitt milli tvítugs og þrítugs.
- Fylgir fyrirsjáanlegu mynstri.
- Hársekkir minnka smám saman með tímanum þegar hárfrumur í hársekkjum framleiða minna hár.
- Hár sem verða fyrir áhrifum verða styttri, fínni og ljósari áður en vöxtur stöðvast alfarið.
2. Alopecia Areata
Hvað er Alopecia Areata: Sjálfsofnæmisástand þar sem ónæmiskerfið ræðst óvart á eigin hársekki, sem veldur skyndilegu hárlosi og jafnvel skallablettum. Alopecia areata virðist aukast á unglingsárum (12–17 ára) og ná hámarki á unglings- og fullorðinsárum (18–44 ára), með hærra hlutfalli hjá konum óháð aldurshópi. Athyglisvert er að stór rannsókn í Bandaríkjunum á árunum 2016–2019 sýndi að um 62–67% greindra tilfella voru konur, en 33–38% karlar.
Hvernig birtist þetta: Sléttir, hringlóttir eða egglaga blettir með algjöru hárlosi, oftast á hársverði en getur komið hvar sem er á líkamanum. Húðin virðist yfirleitt heilbrigð og eðlileg.
Helstu einkenni:
- Hröð byrjun á hárlosi.
- Blettir geta verið á stærð við krónu og jafnvel stærri.
- Hár getur vaxið aftur sjálfkrafa, stundum hvítt eða grátt.
- Fjórir af hverjum fimm einstaklingum með væga alopecia areata (litlir blettir) upplifa sjálfkrafa endurvöxt hárs innan 12 mánaða, jafnvel án meðferðar.
- Getur verið óútreiknanlegt, með tímabilum þar sem hár vex og fellur aftur.
- Getur þróast í víðtækara form.
Algengar orsakir: Alopecia areata stafar oftast af mikilli og langvarandi streitu. Það er talið vera sjálfsofnæmisástand þar sem líkaminn ræðst á eigin hársekki.
3. Alopecia Totalis
Hvað er Alopecia Totalis: Alopecia totalis er alvarlegra form af alopecia areata og felur í sér tap alls hárs á hársverði og í andliti. Það byrjar með litlum, hringlóttum blettum eins og alopecia areata, en þróast áfram þar til ekkert hár er eftir fyrir ofan háls.
Hvernig það birtist: Algjört hárlos á öllum hársverðinum, oft einnig á augabrúnum og augnhárum.
Helstu einkenni:
- Algjört hárlos á hársverði.
- Getur þróast út frá alopecia areata eða komið skyndilega.
- Getur verið tímabundið eða varanlegt, en á meðan blettótt alopecia areata sýnir oft sjálfkrafa endurvöxt innan mánaða, er endurvöxtur hjá alopecia totalis mun sjaldgæfari.
- Yfirleitt er erfiðara að meðhöndla en staðbundna bletti alopecia areata.
- Getur haft veruleg tilfinningaleg og sálræn áhrif.
4. Alopecia Universalis
Hvað er Alopecia Universalis: Alopecia universalis er víðtækasta form alopecia areata, þar sem hárlos nær yfir allan hársvörðinn og allan líkamann, þar með talið augabrúnir, augnhár og líkamshár.
Hvernig það birtist: Algjört hárlos hvar sem er á líkamanum.
Helstu einkenni:
- Hefur áhrif á minna en 1% mannfólks.
- Þróast oft úr alopecia areata eða alopecia totalis.
- Endurvöxtur er mögulegur en sjaldgæfari en með öðrum gerðum hárloss.
- Krefst yfirgripsmikillar læknismeðferðar.
5. Lichen Planopilaris & Frontal fibrosing alopecia
Hvað eru Lichen Planopilaris og Frontal fibrosing alopecia: Lichen planopilaris er langvarandi og endurtekin útbrot ásamt hárlosi sem stafar af bólgu. Útbrotin einkennast af litlum, flötum og fjölhyrndum hnúðum sem geta sameinast í grófa, hreistraða bletti á húðinni.
Frontal fibrosing alopecia er tegund af lichen planopilaris sem einkennist fyrst og fremst af hæg þróun á hárlosi og örmyndun á hársverðinum fyrir ofan enni. Margir einstaklingar með lichen planopilaris geta þróað með sér frontal fibrosing, þar sem öll hárlínan, mest áberandi fremst og hliðunum, dregst smám saman ofar. Þetta getur farið framhjá mörgum, nema fyrir roða og þurrk sem finnst á hárlínunni.
Hvernig það birtist: Glansandi hvítir blettir á hársverði með hárlosi.
Helstu einkenni:
- Húðin á því svæði sem verður fyrir áhrifum þess virðist eðlileg
- Hár losnar auðveldlega úr hársekkjum
- Viðkvæmni eða óþægindi geta fylgt þessu.
Algengar orsakir: Bólga, algengust hjá konum eftir tíðahvörf en getur sést fyrr, jafnvel hjá konum á breytingaskeiðinu og körlum. Rannsóknir sýna mikinn kynjamun í algengi lichen planopilaris: stór bandarísk rannsókn sýndi að algengi var 22,7 á hverjar 100.000 konur en aðeins 2,9 á hverja 100.000 karla.
6. Central Centrifugal Cicatricial Alopecia
Hvað er Central Centrifugal Cicatricial Alopecia: Bólgutengt hárlos sem getur valdið eyðileggingu á hársekkjum og leitt til varanlegrar örmyndunar.
Hvernig það birtist: Byrjar í miðhluta hársvarðarins (hvirfli) og dreifist út í hringlaga mynstri. Venjulega þróast það hægt, en í sumum tilfellum getur hárlos verið hratt og víðtækt.
Helstu einkenni:
- Kláði
- Bruna tilfinning
- Sársauki
- Bólguhnúðar sem líkjast unglingabólum
Algengar orsakir: Samspil erfða, sjálfsofnæmissjúkdóma og sýkinga (bakteríu-/sveppasýkinga) gegnir hlutverki í þróun sjúkdómsins
7. Telogen Effluvium
Hvað er Telogen Effluvium: Tímabundið hárlos sem stafar af streitu, veikindum, hormónabreytingum, árstíðabundnum breytingum eða öðrum truflunum á hárvexti. Þetta er næst algengasta tegund hárloss.
Hvernig það birtist: Dreifð þynning um allan hársvörðinn fremur en í ákveðnu mynstri. Hár getur losnað í meira magni þegar það er þvegið eða greitt er í gegnum það.
Helstu einkenni:
- Kemur venjulega fram 2–4 mánuðum eftir ákveðna atburði.
- Hárlosið er yfirleitt tímabundið, en ef hárið er þunnt á sama tíma getur það reynst erfitt að ná sömu þykkt aftur.
- Nálgun Hårklinikken er sérstaklega áhrifarík gegn þynningu af völdum telogen effluvium.
- Hair Gain Extract, sérhönnuð staðbundin meðferð fyrir hvern og einn, byggt á hár- og hársvarðargreiningu, tekur á rótum hárþynningar og skapar kjöraðstæður fyrir hárvöxt.
- Í samvinnu við Hair Supplement, sem þróað hefur verið yfir tíu ár og inniheldur aðeins vel rannsökuð innihaldsefni í áhrifaríku magni beinist þessi tvíþætta nálgun að mörgum þáttum hárloss, þar á meðal streitu, DHT-næmi og næringarskorti.
- Hefur áhrif á hvíldarfasa hársins (telogen-fasa).
- Getur verið brátt (minna en 6 mánuðir) eða langvinnt (meira en 6 mánuðir).
- Hár verður oftast eðlilegt aftur þegar undirliggjandi orsök er leyst.
Algengar orsakir: Hormónabreytingar (eftir barnsburð, í kringum breytingarskeið, tíðahvörf, hormónameðferð, getnaðarvarnir, árstíðabundið hárlos), skjaldkirtilssjúkdómar, andleg eða líkamleg streita, skurðaðgerðir, þyngdartap og/eða blóðleysi.
8. Anagen Effluvium
Hvað er Anagen Effluvium: Skyndilegt hárlos sem á sér stað á virka vaxtarfasa hársins (anagen-fasa), oftast af völdum lyfjameðferðar gegn krabbameini eða geislameðferðar.
Hvernig það birtist: Skyndilegt og mikið hárlos sem getur leitt til nær algers hárloss á nokkrum dögum eða vikum.
Helstu einkenni:
- Hröð byrjun og framvinda.
- Hefur áhrif á hár í virkum vaxtarfasa.
- Yfirleitt afturkræft þegar orsökin er fjarlægð.
- Hár getur í fyrstu vaxið aftur með annarri áferð eða lit.
- Getur verið tilfinningalega krefjandi vegna skyndilegra breytinga.
Algengar orsakir: Lyfjameðferð t.d. gegn krabbameini, geislameðferð eða útsetning fyrir ákveðnum efnum.
9. Traction Alopecia
Hvað er Traction Alopecia: Hárlos sem verður vegna endurtekinna toga eða spennu á hárinu – oft af völdum strekktrar hárgreiðslu, höfuðfata, hárlenginga eða tíðrar notkunar á heitum mótunartækjum.
Hvernig það birtist: Hárlos kemur yfirleitt fram við hárlínu, gagnauga eða þar sem mestu togi hefur verið beitt. Getur byrjað sem þynning og þróast yfir í varanlega skalla bletti.
Helstu einkenni:
- Hæg þróun sem tengist yfirleitt hárgreiðslu venjum.
- Byrjar oft sem afturkræf breyting ef gripið er snemma inn í, þ.e.a.s. áður en örmyndun í hársekkjum verður veruleg.
- Getur orðið varanlegt ef spennan/ togið heldur áfram.
- Algengara hjá þeim sem bera þéttar fléttur, höfðubúnað, hátt strekkt tagl eða hárlengingar reglulega.
- Oftast fyrst sýnilegt fremst við hárlínu og gagnauga.
Þó traction alopecia geti verið áskorun að meðhöndla eftir að örmyndun hefur átt sér stað geta lausnir okkar, eins og Hair Gain Extract, verið árangursríkar þegar hársekkirnir eru enn lífvænlegir og ekki varanlega skemmdir. Ef gripið er snemma inn í, áður en örmyndun nær þróast, getur sérsniðna, staðbundna lausnin okkar skapað kjöraðstæður fyrir endurvöxt með því að draga úr bólgu og styðja við gróanda.
Að auki getur verið að þú sért að upplifa androgenetic alopecia samhliða traction alopecia, sem aðferðafræði okkar er sérstaklega hönnuð til að takast á við. Ef þú heldur að þú sért að glíma við traction alopecia mælum við með að þú bókir ráðgjöf hjá hársérfræðingi til að fá leiðsögn um hvernig þú getur betur varðveitt og nært bæði hársvörðinn og hárið.
10. Trichotillomania
Hvað er Trichotillomania: Einnig kölluð „trich“ eða hárplokkunarárátta. Þetta er sálfræðileg röskun sem felur í sér endurtekna óviðráðanlega hvöt til að plokka eigið hár. Það leiðir til sjáanlegs hárloss og getur valdið tilfinningalegri vanlíðan.
Hvernig hún birtist:
- Óreglulegt eða blettótt hárlos með brotnum hárum af mismunandi lengd
- Ósamhverf mynstur, oft á hársverði, augabrúnum eða augnhárum
- Getur einnig haft áhrif á önnur líkamshár
Helstu einkenni:
- Þráhyggjukennd hegðun sem oft kviknar við streitu eða kvíða
- Hárplokkun getur verið meðvitað (viljastýrt) eða ómeðvitað (sjálfvirkt)
- Byrjar gjarnan í barnæsku eða á unglingsárum
- Tilfinningar um skömm og sektarkennd eftir plokkun
- Hárlosið er óreglulegt og ósamræmt
Algengar orsakir og áhættuþættir:
- Mikil eða langvinn streita
- Fjölskyldusaga eða erfðatilhneiging
- Aðrar geðrænar raskanir eins og þunglyndi, kvíði eða áráttu- og þráhyggjuröskun (OCD)
Að skilja tilfinningalegu áhrifin
Óháð því hvaða tegund er um að ræða getur hárlos haft djúpstæð tilfinningaleg og sálræn áhrif. Það er mikilvægt að viðurkenna að hárlos snýst ekki eingöngu um útlit – það getur haft áhrif á sjálfsálit, félagsleg samskipti og lífsgæði almennt. Í tilefni vitundarvakningu um Alopecia (Alopecia Awareness Month) viðurkennum við að stuðningur, skilningur og rétt meðferð skipta sköpum til að takast á við bæði líkamlegu og tilfinningalegu hliðar hárloss.
Hvenær á að sækja sér faglegrar aðstoðar
Ef þú ert að upplifa einhvers konar hárlos er mikilvægt að leita til húðsjúkdómalæknis eða hársérfræðings til að fá rétta greiningu. Snemmtæk inngrip skila oft betri árangri og fagfólk getur hjálpað til við að greina undirliggjandi orsök og finna hentugustu leiðina fyrir þig.
Mundu að hárlos er læknisfræðilegt ástand, ekki snyrtivandamál, og á skilið viðeigandi læknisfræðilega athygli og umönnun. Með réttri greiningu og sérsniðinni nálgun er hægt að meðhöndla margar tegundir alopeciu á árangursríkan hátt.
Nálgin Hårklinikken að heilbrigðara hári
Hjá Hárklinikken skiljum við að hvert ferðalag í tengslum við hárlos er einstakt, og þess vegna höfum við þróað sérsniðna nálgun sem nær lengra en almennar „ein-stærð-passar- öllum“-lausnir. Skuldbinding okkar við að hjálpa fólki að ná heilbrigðara og þéttara hári byggir á áratuga rannsóknum sem byggja á vísindum og djúpum skilningi á því að árangur krefst meira en yfirborðsmeðferða.
Hair Gain Extract okkar er hornsteinn aðferðafræðinnar okkar — sérsniðin staðbundin lausn fyrir hvern einstakling út frá einstökum greiningum á hári og hársverði. Aðferðafræðin okkar beinist að rótum vandans og hjálpar til við að skapa bestu mögulegu aðstæður fyrir hárvöxt. Hver formúla er vandlega útbúin til að vinna með líffræði hvers og eins fyrir sem bestan árangur.

Ekki viss hvar á að byrja?
Best að byrja á því að taka hárprófið okkar á netinu. Eftir því hvað kemur út úr því, sérðu hvort hentar þér annaðhvort ákveðin meðferð strax eða við skipuleggjum viðtal til frekari skoðunar