Hvernig er heilbrigt hár?

Það eru mörg merki um skemmt hár, allt frá klofnum endum til óhóflegs slits. En hvað með hið gagnstæða? Einkenni heilbrigðs hárs eru meðal annars þanþol, geta til að ná góðri lengd, gljái og annað. Við höfum safnað saman upplýsingum í leiðarvísi um hvernig heilbrigt hár er.

Uppbygging heilbrigðs hárs:

Hármergur: Hármergurinn er innsta lag hársins en hann er aðallega til staðar í grófu hári. Þessi hluti hársins skiptir engu máli fyrir heilbrigði hársins.

Hárbörkur: Þetta er miðjulag hársins og er sá hluti sem gefur hárinu lit, áferð og styrk. Heilbrigður hárbörkur inniheldur sterkar próteinkeðjur og er slitsterkur. Það getur verið merki um að hárbörkurinn sé skemmdur ef hárið virðist líflaust og ójafnt.

Ysta lag: Ysta lag hársins verndar hárbörkinn. Það er gert úr hreisturlaga flögum og ef það er heilbrigt er ytra byrði þess slétt og þéttofið. Það veitir vernd fyrir ytra áreiti eins og hita, togi og sterkum efnum. Það er merki um óheilbrigt ysta lag ef hárið virðist sífellt hrjúfara, klofið, flækist auðveldlega og er þurrt.

Hvernig eru heilbrigðir hársekkir?

Hársekkurinn er túðulaga hola og í honum vex hárið. Hársekkurinn er tengdur við fitukirtil, hárreisivöðva og örsmáar háræðar. Heilbrigður hársekkur býr yfir nægu blóðflæði (þ.e. fær öll næringarefni og það súrefni sem hann þarfnast) og inniheldur sterkan hárlegg sem sprettur úr botni hans. Heilbrigður hársekkur hefur heldur ekki rýrnað og er í kjörstærð.

Hvernig er heilbrigð hárrót?

Hárvöxturinn byrjar í hárrótinni. Hárrótin er inni í hársekknum og liggur djúpt í höfuðleðrinu og þarf nægt blóðflæði og næringarefni til að heilbrigt hár vaxi. Hár sem er að þynnast er oft nær yfirborði hársvarðarins en þó er ekki nauðsynlegt að ræturnar séu djúpar til að hárið sé heilbrigt.

Hvernig er heilbrigður hárvaxtarferill?

Líttu á þetta sem lífsferil hársins. Hárvaxtarferill hvers og eins er mismunandi og þættir eins og aldur, erfðir og almennt heilbrigði geta haft áhrif á lengd hvers fasa fyrir sig. En hér er yfirlit yfir það sem gerist á hverju stigi:

Vaxtarfasi

Lengd: um þrjú til sjö ár
Í vaxtarfasa framleiðir hársekkurinn stöðugt hárfrumur. Þetta stig getur varað í þrjú til sjö ár.

Umbreytingarfasi

Lengd: um það bil ein til tvær vikur
Í umbreytingarfasanum hnignar hársekkurinn og slitnar frá leðurtotunni í hársekknum en er þó enn á sama stað. Einungis 5% af hárinu á þér eru á þessu stigi á hverjum tíma.

Hvíldarfasi

Lengd: um þrír til fjórir mánuðir
Á þessu stigi byrja hárin að myndast á ný í hársekkjum sem eru að missa gömul hár. U.þ.b. 5-10% hára á höfðinu eru á þessu stigi á hverjum tíma. Þegar fleiri 10% af hársekkjum byrja í hvíldarfasa á sama tíma getur það leitt til bráðs hárloss (e. telogen effluvium).

Hversu hratt vex heilbrigt hár?

Það er persónubundið en venjulega vex hár um 0,5-1,8 cm á mánuði þar sem meðaltalið er nær einum sentímetra. Rýrnun hársekkja verður til þess að hárið þynnist og verður fíngerðara sem svo veldur því að með tímanum vex hárið sífellt hægar.

Fimm merki um heilbrigt hár:

  • Gljáandi og heilbrigt útlits
  • Teygjanlegt og meðfærilegt
  • Jafnt yfir og jöfn áferð
  • Klofnir endar og slit í lágmarki
  • Nær góðri sídd

En ekki er allt sem sýnist.

Það er stundum hægt að framkalla útlit heilbrigðs hár með vafasömum aðferðum. Vörur sem innihalda sílíkonefni geta skapað gljáa en skilja í raun eftir sig húð af vafasömum efnum á hárinu og koma þannig í veg fyrir að nauðsynlegur raki komist inn í hárið. Ýmsir litir og efnameðferðir geta einnig látið hárið líta út fyrir að vera heilbrigt.

Mýtan um úfið hár.

Úfið hár, sem oft er tengt við skemmt hár, þarf ekki að alltaf að vera neikvætt. Heilbrigt hár getur verið aðeins úfið og ekki síst þegar rakt er í veðri. Heit hármótunartæki geta slétt úr úfa en ofnotkun án hitavarnar getur skemmt hárið. Hár sem er í rýrnunarfasa verður gjarnan úfnara með tímanum vegna rakaskorts.

Sjö ráð fyrir heilbrigt hár:

Við byrjum alltaf í hársverðinum til að nýja hárið verði sterkara ásamt því að hugsa vel um það hár sem þegar er sprottið. Markmiðið er að skapa jafnvægi í örveruflóru hársvarðarins sem verður svo jarðvegur fyrir hámarkshárvöxt ásamt því að veita hárlengdinni raka og vernd.

1. Þvoðu hárið oft, vandlega og með réttu vörunum.

Hárþvottur kann að hljóma eins og ofureinföld athöfn en það eru svo margar mýtur og kenningar í gangi varðandi það að þvo á sér hárið að full ástæða er til að skerpa á þekkingunni. Eftir meira en þriggja árautga reynslu vitum við að nauðsynlegt er að þvo hárið oft og vandlega með réttum sjampóum til að tryggja heilbrigðan hársvörð sem er í jafnvægi. Lestu meira um hárþvott hér.

2. Gott mataræði.

Þar gilda sömu lögmál og með aðra hluta líkamans: hárið þarf næringarefni til að vera heilbrigt. Það er nauðsynlegt að drekka nóg af vatni (hárið þarf líka raka sem kemur innan frá) og borða óunna, næringarríka fæðu sem inniheldur öll nauðsynleg vítamín og steinefni, ásamt andoxunarefnum og hollri fitu.

3. Minnka stressið.

Það er hægara sagt en gert en það að minnka streitu gerir kraftaverk fyrir almenna heilsu og eru hár og hársvörður þar ekki undanskilin. Það er nauðsynlegt að hugsa um sig, hvort sem það felur í sér það að lesa, mála, elda, hugleiða, gera teygjur, fara í gönguferðir, sund, eða jóga, slaka á í heita pottinum eða gera öndunaræfingar.

4. Rakagjöf fyrir hárið.

Allar hárgerðir þurfa hárnæringu en í mismunandi styrkleika þó. Krullað, snarhrokkið og skemmt hár þarf meiri raka, en fólk með slétt hár ætti að hafa í huga að hár sem fær nægan raka er sterkara og meðfærilegra og því síður viðkvæmt fyrir sliti og klofnum endum. Lestu meira um næringu hér.

5. Takmarka hita við hárgreiðslu.

Við mælum með að nota hita sem minnst en áttum okkur á því að það er freistandi að nota hárblásara og önnur heit hármótunartæki til að fullkomna greiðsluna. Við mælum með að nota heit hármótunartæki sem minnst en ef þú ætlar að nota þau skaltu passa að nota hitavörn og hafa tækin á lágri hitastillingu. Lestu meira um heit hármótunartæki hér.

6. Særa eða klippa hárið reglulega

Við vitum öll að hárið vex frá rót og upp úr svo klipping eykur ekki hárvöxt en hún getur aukið möguleika á síðara og heilbrigðara hári. Með því að særa hárið reglulega og klippa í burtu skemmda enda tryggirðu að hárið klofni ekki frekar og hárið verður heilbrigðara og þykkara útlits.

7. Ekki nota hármaska og -næringar sem innihalda sílíkonefni.

Margar næringarvörur á markaðnum innihalda sílíkonefni sem gefa hárinu ljómandi útlit en húða í raun hárið og geta komið í veg fyrir að raki komist inn í það. Hárið kann að líta vel út til skamms tíma en mun skorta heilbrigði og náttúrulegan gljáa.

Áhyggjur af því hvort hárið sé heilbrigt?

Það er ekkert mál að meta ástand hárs og hársvarðar með hjálp sérfræðings. Bókaðu viðtal hjá hársérfræðingi Hårklinikken, hvort heldur sem er rafrænt eða á klíníkinni og taktu þannig fyrsta skrefið í átt að draumahárinu.