Nú köfum við aðeins ofan í þau hárefni sem í senn eru heillandi og vafasöm, þ.e. sílíkon. Sílíkonefni njóta hrifningar bæði ýmissa vörumerkja og neytanda vegna þess að þau geta snarbreytt útliti hársins en ef vel er að gáð er það kannski það eina. Hárið lítur betur út en eins og við vitum er útlitið ekki allt. Lestu áfram til að komast að því hvað sílíkonefni eru og hvers vegna Hårklinikken forðast að nota þau.
Hvað eru sílíkonefni?
Fræðilega séð eru sílíkonefni hitaþolnar, gúmmíkenndar fjölliður sem unnar eru úr náttúrulegum efnum eins og kvarsi og sandi. Efnin eru oft notuð í hárvörur (sjampó, hárnæringar og hármótunarvörur) vegna eiginleika þeirra til að slétta, næra, veita gljáa og ná flækjum úr hári. Ef við sleppum fræðilega hlutanum þá má segja að þessi efni séu eins og pollagalli fyrir hárið – þau húða ysta lag hársins.
Til eru nokkrar gerðir sílíkonefna:
- Vatnsleysanleg: Vatnsleysanleg sílíkonefni leysast betur upp í vatni og skilja eftir sig minna af leifum í hárinu.
- Ekki vatnsleysanleg: Sílíkon sem ekki er vatnsleysanlegt er ekki hægt að fjarlægja eða rjúfa með vatni. Það getur haft í för með sér að hárið virðist allt að því klístrað viðkomu og verður þyngra og flatara. Þessi sílíkonefni eru notuð til mýkja úfið og óviðráðanlegt hár.
- Uppgufandi: Þessi sílíkonefni gufa upp af hárinu þegar þau þorna. Þeim er bætt í vörur til að auka útbreiðslu efnisins í hárið en gufa svo upp.
Hvers vegna eru sílíkonefni notuð í hárvörur?
Sílíkonefni eru fyrst og fremst notuð í hárvörur sem fegrunaraðgerð til að láta hárið líta betur út og sýnast heilbrigðara en það raunverulegra er.
Eru sílíkonefni slæm fyrir hárið?
Sílíkonefni geta gert ákveðnar gerðir hárs viðráðanlegri, látið það líta út fyrir að vera betur nært og með aukinn gljáa. Það er þó ekki sniðugt að nota þau til langs tíma. Þar sem sum sílíkonefni geta myndað filmu utan um hársekkinn (og það mjög sterka) getur ofnotkun að endingu leitt til uppsöfnunar þar sem filman situr föst á hárinu. Við ofnotkun geta sum sílíkonefni sem ekki eru vatnsleysanleg og jafnvel sum þeirra sem eru vatnsleysanleg skilið eftir leifar á hárinu sem læsa inni t.d. olíu, óhreinindi og dauðar húðfrumur sem gerir það að verkum að hárið verður bæði líflaust og þurrt, auk þess sem engin næringarefni komast að.
Vandamálið hefst svo fyrir alvöru þegar reynt er að ná þessum efnum úr. Mjög erfitt getur reynst að þvo þessi gerviefni úr hárinu sem kemur svo enn frekar í veg fyrir að hárið fái nægan raka. Þetta getur orðið til þess að hárið bregst við á annan af tvo vegu:
- Það verður þurrt og brothætt vegna filmunnar sem heldur öllum raka úti.
- Það lítur út fyrir að vera feitt þar sem hársvörðurinn reynir að framleiða meiri húðfitu til þess að bæta upp tapið.
Með tímanum leiðir þessi uppsöfnun til vandamála í hársverði, hárþynningar eða hárloss ef ekki næst að þvo hárið almennilega af þessum efnum. Ef þú hefur einhvern tímann átt í vandræðum með efnaleifar í hársrótinni, þurra eða klofna enda eða þyngslalegt hár sem missir lyftingu má vera að sílíkonefnum sé um að kenna.
Niðurstaða: forðastu sílíkonefni ef þú getur. Ef þú ákveður að nota þau skaltu nota þau í hófi, velja vatnsleysanleg efni og halda þér í góðri rútínu með hárþvottinn.
Hvernig þekki ég muninn á sílíkonefnum?
Ef þú vilt geta fundið þau á miða vörunnar skaltu hafa í huga að því fyrr sem sílíkonefni er nefnt í innihaldslýsingu, því meira er af því í vörunni. Hér er listi af báðum gerðum af sílíkonefnum; þeim vatnsleysanlegu og þeim sem ekki leysast í vatni. Listinn er á ensku þar sem líklegast er að þú þurfir að skoða innihaldslýsingu á ensku.
Vatnsleysanleg sílíkonefni:
Lauryl Methicone Copolyol
Dimethicone Copolyol
Dimethicone PEG-8 phosphate
PEG-7 amodimethicone
PEG-8 dimethicone
PEG-12 dimethicone
Sílíkonefni sem ekki eru vatnsleysanleg:
Amodimethicone
Ceteraryl methicone
Cyclomethicone
Dimethicone
Dimethiconol
Pheryl trimethicone
Stearyl dimethicone
Eru sílíkonefni í hárvörum frá Hårklinikken?
Nei, allar Hårklinikken vörur eru án sílíkonefna. Þó að ljóst megi vera að sílíkonefni slétti, mýki og gefi gljáa með því að húða hárið er það okkar trú að þetta sé „fegrunaraðgerð“ sem er öll á yfirborðinu. Vörurnar okkar innihalda efni sem geta náð sama eða betri árangri auk þess sem þær vernda og næra hárið, í stað þess að húða það. Enn fremur er auðvelt að þvo allar vörur Hårklinikken úr hárinu án þess að þær skilji eftir sig leifar.
Ertu ekki viss um hvar á að byrja?
Við tökum aðeins við umsækjendum sem við teljum að geti hjálpað, svo hármat okkar á netinu er besti staðurinn til að byrja. Byggt á niðurstöðum þínum muntu annað hvort eiga rétt á meðferð strax eða við skipuleggjum ráðgjöf.