Áramótaheiti Fyrir Hársvörð

Áramótaheit geta vissulega verið erfið viðureignar, öfgakennd, hallærisleg eða ómerkileg en sum þeirra geta skipt sköpum þrátt fyrir að auðvelt sé að fylgja þeim. Lars Skjøth, stofnandi Hårklinikken er með sex einföld ráð fyrir betra hár og hársvörð. Þau eru tilvalin fyrir alla sem hafa áhyggjur af hárlosi, hártapi eða vilja einfaldlega bæta styrk og ljóma hársins. „Þetta eru árangursrík en einföld ráð sem flestir ættu að geta haldið sig við,“ segir Lars. Með því að fara eftir þessum ráðum getur 2024 orðið árið sem þú setur hárrútínuna ofar á forgangslistann með heilbrigðari hársverði og sterkara og fallegra hári.

Þvoðu hárið oft og rétt

Reglubundinn og agaður hárþvottur er nauðsynlegur til þess að viðhalda góðu heilbrigði hársvarðar og hárs. Annars getur húðfitan sem verður til í hársekkjunum safnast upp og valdið ertingu og jafnvel bólgum. Best er að þvo hársvörðinn á hverjum degi (eða annan hvern dag) og er þá mikilvægt að nota réttu vörurnar. Bæði Scalp Stabilizing Shampoo og Balancing Shampoo eru mild og góð sjampó sem ekki aðeins hreinsa heldur búa til besta mögulega umhverfi fyrir heilbrigðan hársvörð og hárvöxt. „Við sköpum heilbrigði þegar kemur að hári. Þetta heilbrigði felur í sér ljóma, gljáa, þykkt og gerlaumhverfi í jafnvægi í hársverði sem er grunnurinn að heilbrigðu hári,“ segir Skjøth.

Skoðaðu
leiðarvísi um hárþvott til að tileikna þér bestu aðferðina.

Veittu hárinu stöðugan raka

„Með því að veita hárinu raka með réttu vörunum og aðferðunum verður það heilbrigðara og slitþolnara,“ segir Skjøth. „Hár sem hefur aukinn teygjanleika er sterkara, fallegra og ólíklegra til að slitna.“ Ávallt ber því að nota hárnæringu eftir hárþvott, nota hármaska einu sinni til tvisvar í viku og forðast vörur sem húða hárið með vafasömum innihaldsefnum. Margar vörur á markaðnum innihalda sílíkonefni, vaxefni og olíur sem húða hárið; hárið kann að virka heilbrigt en er það bara á yfirborðinu. Til að meðhöndla hárið almennilega mælum við með Daily Conditioner, Hair Hydrating Crème og Hair Mask.

Notaðu hitavörn

Hiti frá hármótunartækjum hefur áhrif á hárið. Það verður oft þurrt, viðkvæmt og hreinlega skemmist. Það er mikilvægt að verja hárið gegn hitanum með því að nota hitavörn áður en það er blásið, krullað eða sléttað. „Við hvetjum fólk til þess að nota ekki heit tæki í hárið daglega,“ segir Skjøth. „En ef þú gerir það er nauðsynlegt að nota hitavörn til að vernda og veita raka.“ Hair Hydrating Crème, kremkennd blanda sem er skilin eftir í hárinu, verkar sem hitavörn auk þess að temja úfið hár og auka gljáa.

Skoðaðu leiðarvísi um heit hármótunartæki fyrir nánari upplýsingar.

Ekki fara að sofa með blautt hárið

Það að fara að sofa með blautt hár (og að setja húfu eða klút yfir blautt hár) skapar kjöraðstæður fyrir bakteríur og sveppi. Þess háttar ójafnvægi getur ýtt undir ýmis vandamál í hársverði svo sem flösu, húðbólgu eða bólgu í hársekkjum. „Gerlaumhverfi hársvarðarins verður að vera í jafnvægi svo bestu aðstæður skapist fyrir hárvöxt.“ Þegar hárið er blautt, raskast þetta jafnvægi,“ segir Skjøth. „Einnig er hárið viðkvæmast þegar það er blautt sem gerir það að verkum að það slitnar frekar þegar þú byltir þér á koddanum yfir nóttina.“ Í raun er betra að sleppa þvottadegi en að fara í rúmið með hreint en blautt hár.

Hættu að nota þurrsjampó

Þó þurrsjampó sé kallað sjampó er það ekki hársápa og þvær hárið ekki neitt. Þurrsjampó eru notuð sem redding milli þvotta og drekka í sig umfram olíu í hársverði og hári. Þau geta hins vegar skapað vandamál í hársverði og gert fyrirliggjandi vandamál enn verri. Þó þurrsjampó láti hárið líta út fyrir að vera nýþvegið, innihalda þau oft efni eins og sterkju, talkúm, kísil, leir, kol, matarsóda, alkóhól og fleira. Þessi innihaldsefni geta stíflað hársekki og sett ph-gildi hársvarðarins úr jafnvægi sem þýðir að stöðug notkun á þurrsjampói getur valdið húðbólgum og jafnvel hártapi eða hárþynningu. „Við ættum að forðast öll þessi innihaldsefni,“ segir Skjøth.

Forðastu fastar hárgreiðslur

Togskalli er ein gerð hárloss af völdum síendurtekins togs á hári. Hárgreiðslur sem fela í sér langvarandi tog á hári eins og t.d. stífir hnútar, fastar fléttur og stíf tögl setja álag á hársekkina. Þetta álag getur orðið til þess að hársekkirnir rifna. Þegar það gerist æ ofan í æ geta myndast ör á hársekkjunum og þær skemmdir komið í veg fyrir að hár vaxi þar aftur. „Því minna sem þú ert með svona hárgreiðslur því minni skemmdir verða á hárinu,“ útskýrir Skjøth. „Þegar þú setur hárið í fléttu, hnút eða tagl skaltu reyna að losa hárið í kringum rótina um rúman sentimetra. Meginreglan er sú að ef þú finnur fyrir togi við hársvörðinn er greiðslan of stíf.

Ertu ekki viss um hvar á að byrja?

Við tökum aðeins við umsækjendum sem við teljum að geti hjálpað, svo hármat okkar á netinu er besti staðurinn til að byrja. Byggt á niðurstöðum þínum muntu annað hvort eiga rétt á meðferð strax eða við skipuleggjum ráðgjöf.