Geta þyngdarstjórunarlyf valdið hárlosi?

Þyngdarstjórnunarlyf á borð við GLP-1 hafa notið mikilla vinsælda undanfarin ár. 

Þótt þessi lyf hafi sýnt fram á ótrúlegan árangur við að hjálpa fólki að ná marktæku þyngdartapiog bæta efnaskiptaheilbrigði, hafa ýmis áhyggjuefni komið í ljós: margir notendur lyfjannagreina frá verulegu hárlosi meðan á meðferð stendur.

Ef þú ert að upplifa hárþynningu samhliða því að þú tekur lyf til þyngdarstjórnunar, þá ert þúekki alls ein/n. Að skilja hvers vegna þetta gerist er fyrsta skrefið til að vernda heilbrigði hársinsá meðan þú vinnur að heildarvellíðan þinni.

Umfang vandans

Nýleg rannsókn sýndi fram á að yfir 3.200 sjúklinga sem notuðu ýmis lyf til þyngdarstjórnunar, sér í lagi þau seminnihalda GLP-1-viðtakavirkja, bættu við sig lítillega en tölfræðilega marktækri aukinni áhættu á hárlosi samanborið við önnur lyf til þyngdarstjórnunar. Gögnin sýndu að um það bil tvær af hverjum 100 konum sem nota þessi lyf gætu upplifað hárlos tengt lyfinu, en hjá körlum var áhættan aðeins lægri, undir einum prósenti.

Þó þessar prósentur kunni að virðast litlar, þá snerta þær hundruð þúsunda einstaklinga þegar horft er til milljóna sem nota þessi lyf í dag. Mikilvægara er að raunverulegar reynslur þeirra sem verða fyrir áhrifum þessa segja sögu sem tölur einar og sér ná ekki að fanga. Margir greina frá því að hafa misst meira en helming af hárinu, þar sem þykkt, heilbrigt hár umbreytist í þunn hárstrá en það getur valdið verulegu tilfinningalegu álagi. 

Að skilja hvað orsakar hárlos

Tengslin á milli lyfja til þyngdarstjórnunar og hárloss eru flókin og margþætt. Í stað þess að vera ein einangruð orsök eru það nokkrir samverkandi þættir sem stuðla að þessari óæskilegu aukaverkun. 

Hormónabreytingar 

Ein mikilvægasta uppgötvunin þegar kemur að hárlosi sem tengist lyfjanotkun snýr að áhrifum GLP-1 viðtakavirkjara á kynhormóna. Rannsóknir hafa sýnt fram á að þessi lyf geta lækkað magn gulbúsörvandi (LH) og eggbúsörvandi hormóna  (FSH), en það eru lykilboð sem samhæfa reglulega egglos hjá konum. Þessi hormónabreyting setur af stað keðjuverkun sem hefur bein áhrif á hárvöxt.

Þegar styrkur LH og FSH hormóna minnkar, dregur það úr framleiðslu estrógens. Þessi hormónabreyting líkist því sem gerist eftir fæðingu, þegar estrógenmagn fellur hratt eftir meðgöngu og margir nýbakaðir foreldrar upplifa mikið hárlos í kjölfarið. Líkingin er sláandi — rétt eins og hárlos eftir fæðingu stafar af snöggum hormónasveiflum frekar en næringarskorti, getur hárlos af völdum lyfja fylgt svipuðu mynstri.

Þessi hormónatengdu ferli geta útskýrt hvers vegna margir upplifa hárlos þrátt fyrir eðlileg prótein- og vítamíngildi í blóðprufum og án greinilegra einkenna um næringarskort . Vandinn liggur ekki endilega í því hvað þú borðar — heldur hvernig lyfið hefur áhrif á hormóna starfsemi líkamans.

Frjósemissérfræðingar hafa einnig tekið eftir því að mikil skerðing á hitaeiningum og þyngdartap getur í sumum tilfellum valdið varanlegum breytingum í starfsemi heiladinguls, sem hefur áhrif á getu líkamans til að framleiða nægilegt magn LH og FSH, jafnvel eftir að líkamsþyngd hefur náð stöðuleika. Enn á eftir að rannsaka nánar hvort þyngdarstjórnunarlyf hafi svipuð áhrif til lengri tíma. 

Hratt þyngdartap er stór áhrifavaldur

Þó hormónabreytingar virðast helsta orsökin fyrir hárlosi sem tengist lyfjanotkun, getur hratt þyngdartap einnig leitt til hárloss. Líkaminn túlkar verulega kaloríuskort og hraðar þyngdarbreytingar sem streituástand.

Þetta gerist vegna þess að líkaminn bregst við hækkuðu streitustigi, hvort sem hún er líkamleg, tilfinningaleg eða andleg. Í kjölfarið á hröðu þyngdartapi myndar líkaminn röð forgangsatriða þar sem minni mikilvægir hlutar af líkamsstarfseminni, eins og hárvöxtur, eru settir til hliðar. Þessi ferli trufla eðlilegan hárvöxt með því að færa hárstrá of snemma úr vaxtarfasa í hvíldar- og losunarfasa – sem veldur hárlosi og hárþynnningu. 

Næringarskortur 

Skortur á næringarefnum getur einnig leitt til hárloss. Hratt þyngdartap og minni fæðuinntaka, sem fylgir GLP-1-þyngdarstjórnunarlyfjum geta haft þau áhrif að erfiðara er að uppfylla daglega næringarþörf, jafnvel með vel skipulögðu mataræði.

Dr. Vasiloudes, aðalvísindamaður Hårklinikken og húðlæknir með doktorsgráðu í meltingarfæravísindum, segir: „Notendur GLP-1 viðtakaviðtaka eru í aukinni áhættu á skorti á snefilefnum eins og sinki, joði, kopar, seleni, krómi ásamt fleiru. Þar að auki er skortur á vítamínum tengdur því að hamla hárvexti. Þau vítamín sem skipta máli fyrir hárvöxt eru D-vítamín, bíótín, fólínsýra og B12.“

Þessi greinarmunur bendir til þess að fæðan sem þú borðar, frekar en þyngdartapið eitt og sér, hafi bein áhrif í truflun hárheilbrigðis. 

Tímalína hárloss vegna GLP-1 þyngdarstjórnunarlyfja

Hárlos byrjar yfirleitt ekki strax við upphaf notkunar á þyngdarstjórnunarlyfjum. Flestir taka eftir auknu hárlosi eftir fjórar til átta vikur frá upphafi meðferðar, en sumir upplifa fyrstu einkenni eftir um það bil sex mánuði. Þessi viðbrögð endurspegla eðlilega hringrás hársekkjanna, sem fer í fasa sem varir um það bil þrjá mánuði.

Þegar hormónabreytingar eiga sér stað færast hársekkirnir of snemma í hvíldarfasa vaxtarlotunnar, ástand sem kallast telogen effluvium. Þar sem hárið fellur ekki strax þegar það fer í þennan hvíldarfasa kemur ákveðin töf áður en aukið hárlos verður greinilegt. Þessi tímasetning útskýrir einnig hvers vegna það að hætta á lyfjameðferð í aðeins sex vikur sýnir oft engin batamerki; hárvöxturinn þarf lengri tíma til að endurstillast og bregðast við jafnvægi hormónanna.  

Hverjir eru í mestri áhættu? 

Konur eru í meiri áhættu en karlar, sérstaklega konur sem þegar eru á breytingaskeiðinu eða upplifa aldurstengdar hormónabreytingar. Einstaklingar með fyrirliggjandi hormónatruflanir eða estrógenskort geta tekið eftir því að hárlos byrjar hraðar og alvarleikinn er meiri.

Auk þess eru þeir sem upplifa snögga minnkun á matarlyst og takmarka hitaeiningainntöku í verulega aukinni áhættu. Þegar hormónabreytingar af völdum lyfja bætist við eykst álagið á hársekkina enn frekar. 

Er hárlos vegna GLP-1 lyfja varanlegt?   

Eitt helsta áhyggjuefni þeirra sem upplifa hárlos tengt lyfjanotkun er hvort hárlosið sé varanlegt. Svarið fer að miklu leyti eftir tegund hárlossins.

Telogen effluvium er tímabundið hárlos sem stafar af streitu, hormónabreytingum eða öðrum truflunum á hárvexti. Í slíkum tilfellum kemur hárið venjulega aftur í eðlilegri þykkt þegar undirliggjandi orsök hefur verið leyst. Margir greina frá því að ný hár, svokölluð „baby hár“, byrja að koma fram nokkrum mánuðum eftir að lyfjameðferð er hætt eða þyngd hefur náð stöðugleika.

Þó benda nýjustu rannsóknir til alvarlegri möguleika:  GLP-1 viðtakavirkjarar geta hugsanlega flýtt fyrir þróun á androgenic alopecia, eða skallamyndunar hjá báðum kynjum. Ólíkt telogen effluvium felur androgenic alopecia í sér smækkun hársekkja og getur leitt til varanlegs hárloss. Sumir húðlæknar hafa greint að misnotkun á þessum lyfjum, sérstaklega til að viðhalda mjög lágri líkamsþyngd hjá þeim sem þarfnast þess ekki læknisfræðilega, getur flýtt fyrir skallamyndun hjá viðkvæmum einstaklingum.

Ef þú ert að upplifa aukið hárlos eða jafnvel hárþynningu, mælum við með að bóka ráðgjöf hjá einum af hársérfræðingum okkar til að fá leiðbeiningar um hvernig best sé að varðveita og næra hársvörðinn og hárið. Aðferðir okkar ásamt okkar margverðlaunaða Hair Gain Extract geta verið áhrifarík náttúruleg lausn fyrir þá sem upplifa  aukið hárlos (androgenetic alopecia), óháð kyni, aldri eða uppruna. Við getum hjálpað flestum þeim sem vilja viðhalda og skapa  bestu mögulegu skilyrði fyrir hárvöxt ásamt því að bæta gæði hársins.

Það sem rannsóknirnar segja okkur ekki 

Núverandi rannsóknir sýna ekki fram á allt: flestar þeirra beinast að einstaklingum með sykursýki eða offitu sem nota þessi lyf í læknisfræðilegum tilgangi. Takmörkuð langtíma rannsóknargögn liggja fyrir um einstaklinga með heilbrigð efnaskipti sem nota þyngdarstjórnunarlyf utan samþykktra notkunarleiða, sérstaklega þá sem halda áfram meðferð eftir að hafa náð eðlilegri líkamsþyngd.

Þetta rannsóknargat vekur áhyggjur þar sem frásagnir benda til þess að annars heilbrigðir einstaklingar geti verið sérstaklega viðkvæmir fyrir hormónatruflunum við notkun þessara lyfja. Líkaminn kann að þola GLP-1 viðtakavirkjara á annan hátt þegar þeirra er raunverulega þörf til að leiðrétta efnaskiptatruflanir heldur en þegar þau eru notuð aðallega í fegrunarskyni til þyngdarstjórnunar.  

Að styðja við heilbrigði hársins á meðan þú sinnir heilsunni

Ef þú tekur þyngdarstjórnunarlyf og upplifir hárlos, eru ýmsar leiðir sem geta hjálpað þér að styðja við hárheilbrigði á meðan þú heldur áfram að njóta efnaskiptaáhrifa meðferðarinnar.

Fyrst og fremst ættir þú að vinna náið með lækninum sem ávísar lyfinu til að hámarka skammtastillinguna. Stundum getur lægri skammtur veitt nægilega stjórn á efnaskiptum á meðan dregið er úr alvarleika hárloss. Ekki breyta skammtinum sjálf/ur — allar breytingar ættu að fara fram undir lækniseftirliti.

Forgangsraðaðu nægri næringu, sérstaklega próteininntöku. Jafnvægi í mataræði með grænmeti, ávöxtum og hollri fitu skiptir miklu máli fyrir hárheilbrigði. Jafnvel þótt matarlystin sé minni er mikilvægt að neyta nægs próteins, þar sem það styður hárvöxt og hjálpar til við að draga úr álagi á hársekkina. Sumir heilbrigðisstarfsmenn mæla með 60–80 grömmum af próteini á dag sem viðmiðunarmark.

hugaðu að taka fæðubótarefni samkvæmt ráðleggingum læknis. Þó fæðubótarefni geti ekki komið í veg fyrir hormónatengt hárlos, geta ákveðin næringarefni stutt við almennt hárheilbrigði og hjálpað líkamanum að takast á við álag sem fylgir miklum breytingum á mataræði. 

Mikilvægast er þó að viðhalda raunsæjum væntingum og halda góðu sambandi við heilbrigðisstarfsfólk til að fá leiðbeiningar um hvernig best sé að styðja við heilbrigði hársins á meðan þú sinnir heilsunni.

Að takast á við hárlos samhliða notkun þyngdarstjórnunarlyfja

Þar sem notkun þyngdarstjórnunarlyfja eykst er enn mikilvægara að skilja hvaða áhrif þau geta raunverulega haft. Nýjar rannsóknir benda til þess að þessi lyf séu mun áhrifameiri en einföld leið til lystarstýringar; þau hafa áhrif á mörg hormóna- og efnaskiptaferli á ýmsa vegu sem við erum rétt að byrja að skilja. Ef þú ert að upplifa hárlos á meðan þú notar þyngdarstjórnunarlyf, skráðu reynsluna þína og ræddu hana við heilbrigðisstarfsfólk.

Hárlos er ekki aðeins fagurfræðilegt áhyggjuefni; það hefur áhrif á sjálfsmat, andlega heilsu og almenn lífsgæði. Það er mikilvægt að þú takir áhyggjur þínar alvarlega og leitir lausna sem styðja bæði við efnaskiptaheilbrigði og heilbrigði hársins.

Ertu ekki viss um hvar á að byrja?

Við tökum aðeins við umsækjendum sem við teljum geta hjálpað, svo hármat okkar á netinu er besti staðurinn til að byrja. Miðað við niðurstöður þínar muntu annað hvort vera gjaldgengur fyrir tafarlausa meðferð eða við munum skipuleggja ráðgjöf.