Tíðahvörf Og Hártap Í Hnotskurn

Tíðahvörf og breytingaskeiðið (tímabilið áður en tíðahvörf hefjast) hafa í för með sér miklar breytingar og hefur áhrif á fólk á ólíkan hátt. Öll tíðahvarfaumbreytingin tekur að meðaltali um tvö til fjögur ár – heillangan tíma þegar tekið er tillit til allra breytinganna sem verða og hafa áhrif á allt mögulegt, frá efnaskiptum til skapsveiflna, svefns, hársvarðar og hárs.

Um helmingur af einstaklingum í tíðahvörfum upplifa hártap og breytingar á áferð hárs en oft er hægt að bregðast við því. Þegar allt kemur til alls leiðir betri umhirða hársvarðarins til meira og betra hárs.

Hvernig hafa tíðahvörf áhrif á hár?

Meðan á tíðahvörfum stendur upplifa um 50% einstaklinga hártap og hárþynningu sem og þurrara og stökkara hár. Hormónasveiflur, hársvörður sem eldist og framleiðsla líkamans á færri náttúrulegum olíum eru aðalorsakavaldarnir. Minna estrógen – hormón sem heldur hárinu lengur á vaxtarstigi - getur leitt til aukningu í karlhormónum sem draga saman eða hefta hársekki sem aftur leiðir af sér smækkun þeirra og að lokum hártap og hárþynningu.

Hefur breytingaskeiðið áhrif á hár á sama hátt?

Mörg einkenni tíðahvarfa byrja reyndar á breytingaskeiðinu sem á sér oftast stað á miðjum fimmtugsaldri en getur hafist fyrr. Líkt og við tíðahvörf minnkar estrógen- og prógesterónmagn á breytingaskeiðinu og það gerir minnkun hársekkja, hárþynningu og hártap líklegra.

Hvernig hafa tíðahvörf áhrif á hársvörðinn?

Almenn öldrun hársvarðarins og óregla í hormónum eins og estrógeni, prógesteróni og testósteróni getur einnig jafngilt ójafnvægi í ph-gildum og framleiðslu á húðfitu. Framleiðsla húðfitu – náttúrulegrar olíu sem heldur húðinni rakri – þarf að vera sem allra best til að hársvörður og hár sé heilbrigt. Of mikil húðfita getur leitt til uppbyggingar fitulags, of lítil húðfita getur leitt til þurrks og hvort tveggja getur skilað sér í klæjandi, flagnandi og pirruðum hársverði.

Hvaða matur og vítamín hjálpa til við breytingar á hári vegna tíðahvarfa?

Að taka nóg af vítamínum, steinefnum og næringarefnum er mikilvægt á öllum aldri en einkum þegar við verðum eldri. Oxandi stress getur minnkað heilbrigða frumuendurnýjun í hársverði og kollagenframleiðslu sem og aukið hættuna á sóríasis, húðbólgu og flösu. Mataræði sem er ríkt af B-, C- og D-vítamínum, omega-3, kollageni og sinki styður við almenna vellíðan og skilar sér í heilbrigðari hársverði.

Matur sem er með nóg af þessum vítamínum og steinefnum er m.a.:

  • Ber (einkum trönuber, bláber og goji-ber)
  • Laufgrænmeti eins og grænkál og spínat
  • Rauðkál
  • Ætiþistlar
  • Kjötseyði
  • Kjúklingur
  • Hnetur (einkum kasjúhnetur, möndlur og valhnetur)
  • Dökkt súkkulaði

Hvaða vörur hjálpa til við breytingar á hári við tíðahvörf?

Það að hreinsa hársvörðinn vel og oft með mildu en áhrifaríku sjampói minnkar almennt uppsöfnun og flösu og styður við hársekkina til að láta heilbrigt og sterkt hár vaxa. Fyrir þau sem eru með þurrt, stökkt eða strítt hár getur það að nota hárnæringu sem skilin er eftir í hárinu og að nota hármaska (einu sinni á viku) veitt næringu og gefið hárinu mýkri og silkikenndari áferð. Vörur fyrir hársvörð, eins og Hair Gain Extract frá Hårklinikken, gerir hársvörðinn heilbrigðari og stuðlar að þykkara og meira gljáandi hári.

Hvaða aðrar leiðir eru bestar til að hugsa um hárið og hársvörðinn?

Sumar reglur um hársvörð og hár eru algildar – aldur eða kyn skiptir engu máli:

  • Forðastu að bursta hárið á meðan það er blautt og nuddaðu hársvörðinn aldrei harkalega til að þurrka hann. Hár er viðkvæmast þegar það er blautt þannig að það þarf að meðhöndla það gætilega.
  • Reyndu að nota mótunarverkfæri eins og hárþurrkur, sléttujárn og krullujárn sparlega og á lágum hita til að forðast að þurrka og skemma hárlokkana og undirbúðu hárið alltaf með hitavörn fyrst.
  • Lágmarkaðu notkun á vörum og aðferðum sem mögulega skemma hárið, eins og litun, sléttuefnum, permanenti, þurrsjampóum og alkóhólbundnu mótunarspreyi.
  • Nuddaðu hársvörðinn daglega til að auka blóðflæðið og örva hárvöxt en passaðu þig á að nudda – ekki nugga – hársekkina.

Er hægt að snúa við hárþynningu vegna tíðahvarfa?

Í mörgum tilvikum er hægt að meðhöndla hártap vegna breytingarskeiðs og tíðahvarfa – það þarf bara að einbeita sér að því. Til eru ýmsar vörur og aðferðir sem hægt er að beita meðan á tíðahvörfum stendur og eftir þau, til að viðhalda heilbrigðum hársverði, forðast hártap og auka við hárvöxt. Ef þú ert að upplifa hárþynningu eða mikið hártap skaltu bóka ráðgjafatíma með einum af sérfræðingum okkar sem ákvarðar hvort þú kemur til greina fyrir aðferðir Hårklinikken.

Ertu ekki viss um hvar á að byrja?

Við tökum aðeins við umsækjendum sem við teljum að geti hjálpað, svo hármat okkar á netinu er besti staðurinn til að byrja. Byggt á niðurstöðum þínum muntu annað hvort eiga rétt á meðferð strax eða við skipuleggjum ráðgjöf.