Hvað er eiginlega þurrsjampó?
Þurrsjampó samanstendur venjulega af fíngerðu dufti sem ætlað er að drekka í sig umframolíur í hári og hársverði. Það er markaðssett sem þægileg redding til að nota milli þvotta. Slík sjampó er hægt að fá í formi dufts, úða, froðu og jafnvel krems en er þó vinsælast í þrýstibrúsa þar sem þrýstingurinn framkallar fíngerðan úða sem spreyjað er í hársrótinna og svo burstaður úr. „Þetta ætti ekki að heita þurrsjampó,“ útskýrir Lars. „Það er villandi og hreinlega rangt. Þurrsjampó hefur ekkert með sjampó að gera, það á meira skylt við hármótunarvörur.“
Úr hverju er þurrsjampó?
Duftið getur innihaldið ýmiss konar efni, t.d. sterkju, talkúm, kísl, leir, kol, matarsóda, alkóhól og ilmefni – innihaldsefni sem geta haft neikvæð áhrif á hársvörð og hársekki.
Sterkja
Vörur sem samanstanda af sterkju geta gert hárið þungt og feitt. Þetta leiðir til uppsöfnunar á hárvörum í hársverði og hári og getur í versta falli stíflað hársekkina. Þegar hársekkir stíflast hindrar það vöxt nýs hárs. Enn fremur getur umframsterkja skapað ákjósanlegt umhverfi í hársverði fyrir bakteríur og sveppi sem síðar getur leitt til vandamála í hársverði svo sem kláða, ertingar og flösu.
Talkúm og kol
Oft notuð í þurrsjampó til að drekka í sig umframolíu í hársverði. Þessi efni geta þó valdið vandræðum þar sem þau geta safnast fyrir í hári og hársverði, stíflað hársekki og valdið ertingu.
Kísl
Kísl er fíngert efni sem er stundum notað í hárvörur vegna þykkjandi og slípandi eiginleika. Það getur ert hársvörðinn og leitt til bólgumyndunar, kláða og flögnunar.
Matarsódi
Matarsódi er basískur og getur truflað sýrustig hársvarðarins og gert það of basískt. Náttúrulegt sýrustig hársvarðar er örlítið súrt sem er nauðsynlegt fyrir heilbrigðan hársvörð og hár. Matarsódi getur eytt náttúrulegum olíum úr hársverði og hári sem svo veldur þurrki, sliti og ertingu í hársverði. Ójafnvægi í sýrustigi getur einnig skapað ákjósanlegt umhverfi fyrir bakteríur og sveppi sem síðan geta valdið frekari vandamálum í hársverði.
Alkóhól og ilmefni
Hvort tveggja alkóhól og ilmefni geta valið ertingu í hársverði auk snertibólgu.
Hvernig skemmir þurrsjampó hár og hársvörð?
Þurrsjampó geta stuðlað að eða aukið vandamál í hársverði, sérstaklega ef þau eru notuð í staðinn fyrir hárþvott. Kemísku efnin og duftið geta stíflað hársekkina og raskað sýrujafnvægi hársvarðarins. „Þurrsjampó búa til gróðrarstíu fyrir bakteríur og sveppi í hársverði,“ útskýrir Lars. Þegar þurrsjampó blandast húðfitu og dauðum húðfrumum fara bakteríur og sveppir innan þeirra frumna á flug. „Þegar þurrsjampó kemst í snertingu við hársvörðinn sjálfan getur það valdið viðbrögðum sem leiða til bólgu, sem síðan getur valdið sýkingum í hársekkjum og örmyndun.
En það eru ekki bara vandamál í hársverði sem geta hlotist af svona vöru heldur getur hárið skemmst líka. „Þurrsjampó getur þurrkað hárið um of,“ segir hann. „Þegar ákveðin efni liggja á hárinu nálægt hársverðinum þornar nýsprottið hár um leið.“
Eru einhver þurrsjampó skárri en önnur?
Þó að sum þurrsjampó innihaldi færri hugsanlega skaðleg efni, er best að forðast þau algjörlega. Sum þurrsjampó eru í þrýstibrúsum sem eru líka slæmir fyrir umhverfið. „Við ættum því að láta þessi efni eiga sig með öllu,“ segir Lars.
Er þurrsjampó betra fyrir ákveðnar hárgerðir?
Fólk með allar gerðir hárs og hársvarðar ætti að forðast að nota þurrsjampó. „En ef þú notar þurrsjampó legg ég til að þú þvoir þurrsjampóið úr sem allra fyrst,“ segir hann. „Vertu vakandi fyrir ertingu stuttu eftir að þú setur þurrsjampóið í, því slík viðbrögð gætu þýtt að þú sért að fá snertiofnæmi.“ Hafðu í huga að það getur tekið nokkra þvotta að ná þurrsjampói alveg úr hársverðinum.
Hvað ætti ég að nota í staðinn fyrir þurrsjampó?
Fyrsta skrefið í átt að heilbrigðu hári og hársverði er reglubundin þvottarútína. Fyrir flesta mælum við með daglegum hárþvotti eða a.m.k. nokkrum sinnum í viku. En það er nauðsynlegt að nota rétta gerð af sjampói – milt sjampó sem þvær vel en er laust við paraben, sílíkonefni, vaxefni, litar- og ilmefni – svo og að nota rétta aðferð við hárþvottinn.
Stabilizing Scalp Shampoo og Balancing Shampoo frá Hårklinikken eru bæði hönnuð til þess að skapa kjöraðstæður fyrir heilbrigðan hársvörð og hárvöxt.
Margt fólk notar þurrsjampó til að láta hárið líta út fyrir að vera þykkara eða til að auka fyllingu. Ástæðan fyrir því er oft sú að það er með minna hár en áður og þurrsjampó er þannig notað til að bæta það upp. Með Hair Gain Extract frá Hårklinikken, sem er sérhannað fyrir hvern og einn, getum við aðstoðað flesta við að bæta gæði hársins, þykkt, fyllingu og ljóma. Eftir að hafa notað Hårklinikken-aðferðina í nokkrar vikur til tvo/þrjá mánuði finna flestir viðskiptavinir ekki lengur þörf fyrir að grípa í þurrsjampóið.
Hvers vegna framleiðir Hårklinikken ekki þurrsjampó?
Sterkt og heilbrigt hár byrjar í hársverðinum. Í meira en 30 ár hefur Hårklinikken helgað sig því að horfa í hársvörðinn fyrst. Við einblínum á það að bæta hársvörðinn og hársekkina fyrir hámarksvöxt. Margar vörur á markaðnum eru hannaðar til að láta hárið líta vel út – jafnvel þótt það hafi slæm áhrif á hársvörðinn, hársekkina og hárið. Þessar vörur hringla með líffræðilegt umhverfi hársvarðarins og geta valdið alvarlegum vandamálum með innihaldsefnum sem ættu ekki að komast í sneringu við hár og hársvörð. Notkun slíkra vara getur hugsanlega stíflað og skemmt hársekki, truflað gerlaflóru hársvarðarins sem getur svo haft í för með sér ertingu, sýkingu og að lokum þynningu hárs. Við hjá Hårklinikken notum eingöngu innihaldsefni sem sannað hefur verið að vinni í sátt og samlyndi með heilbrigðum hársverði og hársekkjum. „Við notum ekki innihaldsefni sem ásamt öðrum efnisþáttum geta valdið viðbrögðum í hársverði eða hári,“ segir Lars. „Heilbrigði er okkar fag, þar sem hársvörður er í jafnvægi og hárið ljómar af heilbrigði.
Ertu ekki viss um hvar á að byrja?
Við tökum aðeins við umsækjendum sem við teljum að geti hjálpað, svo hármat okkar á netinu er besti staðurinn til að byrja. Byggt á niðurstöðum þínum muntu annað hvort eiga rétt á meðferð strax eða við skipuleggjum ráðgjöf.