Purpurarautt Passíublóm – Þykkni Fyrir Hárið

Purpurarautt passíublóm (Passiflora incarnata) er fallegt og tilkomumikið blóm með pastellitaða þræði og er ein af um 600 tegundum blóma í sínum flokki. Þessi harðgera og skrautlega klifurjurt hefur einnig verið notuð sem lækningajurt af frumbyggjum Ameríku, m.a. við að lina kvíða. Blómið sem er alsett kögri inniheldur fjölda plöntuefna sem virka vel í hárvörur og áhugaverð innihaldsefni sem hafa skilað góðum árangri í sumum af rakavörunum okkar.

Hvað er passíublómaþykkni?

Þykknið sem er unnið úr purpurarauðu passíublómi er ljós- eða miðlungsgulur vökvi með einkennandi angan. Það er ríkt af fitusýrum og andoxunarefnum og inniheldur einnig A- og C-vítamín auk ýmissa flavoníða og pólýfenóla.

Hvaða áhrif hefur passíublómaþykkni á hárið?

Flavóníð þykknisins (svo sem apígenín og kversetín) geta verndað hárið fyrir skemmdum af völdum ytri umhverfisþátta og auka raka um leið. Enn fremur kemur raki úr fitusýrunum, þ.m.t. omega-6 sem hefur mýkjandi eiginleika sem gagnast uppbyggingu hársins. Passíublómaþykkni er ríkt af C-vítamíni sem mýkir hárið og gefur því gljáa. Það er vegna þessara þátta sem við notum það í ákveðnar vörur.

Hvers vegna notar Hårklinikken passíublómaþykkni?

Við notum kraft úr purpurarauðu passíublómi í rakavörurnar okkar vegna þeirra eiginleika sem jurtin býr yfir. Einstök samsetning flavóníða og fitusýra veitir raka og verndar hárið gegn skemmdum og hjálpar til við að byggja upp mýkra og áferðarfegurra hár sem ljómar.

Hárvörur Hårklinikken sem innihalda passíublómaþykkni

Hair Hydrating Crème

Hair Hydrating Crème er fjölnota hárnæring sem er skilin eftir í hárinu og er næringarmeðferð sem hjálpar til við að minnka slit og vernda hárið. Blandan er gerð með okkar einstöku rakatækni og sækir kraft úr náttúrulegum efnum. Hún nýtist sem hárnæring sem ekki þarf að þvo úr, hitavörn, kremhreinsir eða mótunarefni í rakt eða þurrt hár.

Hair Mask

Hair Mask frá okkur er afar rakagefandi og bætandi blanda sem er gerð til að lífga við þurrt og skemmt hár. Hún færir kröftug jurtaefni inn í hvern hárlokk til að gefa honum raka og minnka um leið skemmdir og slit. Hægt er að setja blönduna í hárið og láta hana vera í yfir nótt eða setja hana í rakt hár og skola úr eftir 10 til 30 mínútur.

Ertu ekki viss um hvar á að byrja?

Við tökum aðeins við umsækjendum sem við teljum að geti hjálpað, svo hármat okkar á netinu er besti staðurinn til að byrja. Byggt á niðurstöðum þínum muntu annað hvort eiga rétt á meðferð strax eða við skipuleggjum ráðgjöf.