Shea-tréð sem á uppruna sinn að rekja til Afríkulanda vex náttúrulega á hitabeltisgresjunum frá Senegal til Eþíópíu. Nafngiftin kemur út frá orðinu sǐ sem er heitið yfir shea-tré á tungumálinu Bambara sem er þjóðtunga Afríkuríkisins Malí. Smjör-endingin skýrist svo af því að um er að ræða hnetuolíu innan úr shea-trénu. Það er þó þekkt í mörgum tungumálum á svæðinu svo sem karité á sengalísku og er stundum kallað „kvennagull“ í Vestur-Afríku. Á næstum öllum tungumálum er shea-smjörið þjóðargersemi sem þekkt er fyrir nærandi, mýkjandi og róandi eiginleika sína. Og það er sannarlega þess vegna sem við notum það í Weightless Conditioner næringuna okkar.
Hvað er shea-smjör?
Shea-smjör er unnið úr hnetum innan úr shea-trénu og er í raun fræolía sem inniheldur palmitín-, olíu-, línólín- og arakínfitusýrur. Það er rjómahvítt og hefur daufan, hnetu- og örlítið reykkenndan ilm.
Er shea-smjör gott fyrir hárið?
Rétt unnið shea-smjör er auðvelt að bera í hárið og er mjög mýkjandi svo hárið verður silkimjúkt. Það heldur einnig raka vel.
Hvers vegna notar Hårklinikken shea-smjör í Weightless Conditioner?
Óunnið shea-smjör er þykkt og auðvelt er að ofnota það. Það er því hætta á því að það íþyngi fíngerðu hári og að hárið verði olíukennt, fitugt og þyngslalegt. Hårklinikken notar vandlega unnið, sápulaust shea-smjör sem er ríkt af E-vítamíni, sterólum og fitusýrum sem ásamt öðrum innihaldsefnum gera blönduna lauflétta. Hárið verður silkimjúkt og laust við olíuleifar.
Hver er munurinn á sápukenndu og sápulausu shea-smjöri?
„Klofning sápu“ (e. saponification) er vinnsluaðferð sem síar enn frekar frá óhreinindi og skiptir shea-smjörinu í sápuefni annars vegar og sápulaus efni hins vegar. Sápan freyðir þegar hún kemst í snertingu við basísk efni en sápulaus efni ekki. Við notum sápulaust shea-smjör (Butyrospermu Parkii) sem er sá fitusýru- og sterólahluti shea-smjörsins sem er E-vítamínríkur. Þetta innihaldsefni er léttara og minna olíukennt heldur en hliðstæðan og er mjög mýkjandi fyrir hárið sé það notað á réttan hátt.
Hårklinikken Weightless Conditioner með shea-smjöri
Weightless Conditioner næringin er tilvalin fyrir fíngert, úfið og venjulegt hár og er hönnuð til að mýkja hárið svo um munar, auka meðfærileika og gefa slétta áferð. Þessi létta blanda er rík af shea-smjöri og sojabauna-glýseríðum og smýgur inn í hárlegginn og djúpnærir hárið þannig að innan hvort sem hún er skilin eftir í hárinu eða þvegin úr.