Kostir Bananaþykknis Fyrir Hár Og Hársvörð

Í hafsjó upplýsinga og (upplýsingaóreiðu) um hárumhirðu og hársvörð, svokallaða „hreina fegurð“ og innihaldsefni sem ber að varast, langar okkur að beina sjónum okkar að innihaldsefnum Hårklinikken. Það eru innihaldsefni sem þú getur treyst og eru valin með virðingu fyrir náttúrunni, áhuga og uppgötvun að leiðarljósi. Bananaplantan, sem er ein stærsta blómaplantan, skartar auðþekkjanlegum rauðbleikum fræbelgjum og röð ávaxtakransa þar fyrir ofan. Plantan er stórmerkileg og öflug fyrir margra hluta sakir, þ. á m. vegna þess hve auðug hún er að efnum sem hafa margvíslega eiginleika sem koma sér vel fyrir líkamann, hársvörðinn og hárið.

Hvað er bananaþykkni?

Bananaþykkni er vatnsleysanlegur vökvi sem er allt frá því að vera glær yfir í að vera ofurlítið ópallýsandi ljósbrúnn, gulur eða gulbrúnn eftir að þykknið er unnið úr plöntunni. Það inniheldur einnig daufan náttúrulegan ilm sem hefur sæta og rjómakennda angan. Aðferðin sem er notuð við að ná þykkninu úr plöntunni gerir það að verkum að virku efnin skila sér enn betur inn í húð, hársvörð og hár. Vörur sem innihalda bananaþykkni má nota daglega og samhliða ótal innihaldsefnum.

Kostir bananaþykknis fyrir hár og hársvörð

Bananaþykkni nærir hárið enda stútfullt af andoxandi flavoníðum svo sem quercetin, catechin, gallocatechin og ellagic-sýru. Þykknið getur verið rakagefandi, aukið teygjanleika, gljáa og styrk. Bananaplantan inniheldur einnig önnur virk efni sem eru þekkt fyrir að róa húð og eru því mild og góð fyrir hársvörðinn.

Hvers vegna notar Hårklinikken bananaþykkni?

Við notum bananaþykkni vegna nærandi eiginleika þessa hlaupkennda efnis sem veitir sveigjanlegt hald þegar það er blandað öðrum innihaldsefnum. Ásamt flavoníðunum sem finnast í þykkninu stuðlar hlaupið að rakasöfnun og verndar hárið. Þar sem það er vatnsleysanlegt er engin hætta á því að það skilji eftir sig leifar eða himnu þegar búið er að skola hárið.

Hårklinikken-vörur sem innihalda bananaþykkni

Við notum bananaþykkni í Styling Paste sem hefur verið sérhannað ásamt öðrum innihaldsefnum til þess að veita verndandi, sveigjanlegt hald. Við mælum með að setja smá doppu í lófann og nudda höndum saman áður en fingurnir eru notaðir til að bera vöruna í rakt eða þurrt hár.