Crambe Abyssinica er jurt af krossblómaætt sem á uppruna sinn að rekja til Abyssiníu, svæðis í Austur-Afríku sem við þekkjum nú sem Eþíópíu. Iðagrænir stilkar og smágerð hvít blóm einkenna plöntuna en fræ hennar eru mikilvægust. Olían sem er unnin úr þeim er til ýmissa nota gagnleg, t.d. er hún góð fyrir andlit og hár. Við hjá Hårklinikken nýtum þessa náttúrulegu eiginleika með því að vinna olíuna og blanda henni í tvær af rakavörunum okkar.
Hvað er Abyssiníu-olía?
Abyssiníu-olía er unnin úr fræjum jurtarinnar Crambe abyssinica sem eru tínd, hreinsuð og svo þurrkuð. Olían er síðan síuð vandlega. Þegar olían er fullunnin er hún þykk, glær og gulleit með daufri angan.
Af hverju er Abyssiníu-olía góð fyrir hárið?
Olían hefur einstaka næringar- og rakaeiginleika og þrátt fyrir þykkt þyngir hún hvorki hárið né gerir það olíukennt. Abyssiníu-olía er rík af ómettuðum fitusýrum og E-vítamíni og olían hefur fjölmarga eiginleika sem góðir eru fyrir hárið. Þegar henni er blandað við önnur innihaldsefni getur hún aukið meðfærileika ásamt því að slétta áferð og gefa gljáa.
Að hvaða leyti er Abyssiníu-olía ólík avókadó-, sólblóma- eða olífuolíu?
Að hinum olíunum ólöstuðum inniheldur Abyssiníu-olían eitt hæsta hlutfall einmettaðrar omega-9 fitusýru, erúkasýru sem þekkist í grænmetisolíum. Áferð olíunnar og samsetning er einnig mjög lík náttúrulegri húðfitu.
Hvers vegna notar Hårklinikken þetta innihaldsefni í vörur sínar?
Við notum unna hágæða Abyssiníu-olíu í Hair Mask og Hair Hydrating Crème. Þegar þessu innihaldsefni er blandað í vörur okkar veitir það hárinu nauðsynlegan raka, eykur meðfærileika og minnkar líkur á skemmdum og klofnum endum. Olían er sérstaklega góð í þær vörur sem skilja á eftir í hárinu þar sem hún er létt og ekki of olíukennd. Þessar dásamlegu vörur geta einnig lagað ysta lag hársins og þannig bætt rakastigið og nært þurrt og skemmt hár ásamt því að auka náttúrulegan gljáa.
Ekki viss hvar á að byrja?
Við sinnum einungis viðskiptavinum sem við teljum að við getum hjálpað. Þess vegna er best að byrja á því að taka hárprófið okkar á netinu. Eftir því hvað kemur út úr því, hentar þér annaðhvort ákveðin meðferð strax eða við skipuleggjum viðtal til frekari skoðunar.