Shopping cart .innerHTML = '(' + (0) pcs

    Hvers vegna að velja náttúrulegar hárvörur?
    Fallegt, glansandi hár hefst með heilbrigðum hársverði. Hárvörurnar sem þú notar hafa mikil áhrif á ástand hársvarðarins.

    Margar hefðbundnar hárvörur innihalda silíkon og önnur efni sem húða hárið, svo að það lítur út fyrir að vera heilbrigt, mjúkt og vel hirt. En í rauninni er hið andstæða að gerast. Því lengur sem þú notar þessar hárvörur, því þurrara og veikbyggðara verður hárið. Og með tímanum fer það að slitna og klofna.

    Efnaleifar úr hárvörum geta setið í hársverðinum og stíflað hársekkina. Þetta getur leitt til kláða, þurrks, flagnandi hársvarðar og gert hárið matt og líflaust – og jafnvel valdið hárlosi. En hvað getur þú þá gert? Skipt yfir í vörur sem eru framleiddar úr náttúrulegum efnum.

    Afeitraðu hársvörðinn
    Heilbrigður hársvörður hefst á góðri hársápu sem er sett saman úr náttúrulegum efnum. Þegar þú skiptir yfir í náttúrulega hársápu máttu búast við aðlögunartímabili þar sem þér kann að finnast hárið verða þurrara og fíngerðara en áður, þegar náttúrulegar olíur hársins eru ekki fjarlægðar líkt og með hefðbundnum hársápum. Þegar hársvörðurinn er laus við vöruleifar og hefur náð náttúrulegu jafnvægi, geta hársekkirnir aftur andað, sem veitir hárinu bestu aðstæður til að vaxa heilbrigt, sterkt og glansandi.

    Ný hárumhirða
    Rétt eins og þú hugsar daglega um húðina þarfnast hárið líka daglegrar umhirðu til að halda útliti þess sem bestu. Vörur okkar eru svo mildar að hægt er að nota þær daglega. Reyndar upplifa margir bestu niðurstöðurnar með því að þvo hárið daglega þar sem það heldur hárverðinum hreinum og nærðum.

    Ráðlögð dagleg hárumhirða okkar: 

    1) Daily Conditioner
    Berðu í hárið áður en hársápan er notuð og láttu það liggja á meðan þú hreinsar hársvörðinn með t.d. Balancing Shampoo.

    2) Balancing Shampoo
    Berðu djúphreinsandi hársápuna ofan á hárnæringuna, nuddaðu bæði inn í hársvörðinn til að örva blóðflæðið og stuðla að nýjum hárvexti.

    3) Restorative Shampoo
    Berðu nærandi viðbótarhársápuna okkar í ofan á hreinsandi hársápuna og hárnæringuna. Já, þú last það rétt! Ofan á þær hárvörur sem þú ert ennþá með í hárinu. Nuddaðu vel inn í hársvörðinn áður en þú skolar.

    4) Daily Conditioner
    Berðu hárnæringu aftur í hárið og leyfðu því að virka í nokkrar mínútur áður en þú skolar vel. 

    5) Hair Hydrating Créme
    Gefðu hárinu þínu einstaka rakagjöf með leave in hárnæringunni okkar, þurrkaðu hárið með handklæði og berðu hana í, leyfðu svo hárinu þorna á náttúrulegan hátt. 

    Njóttu nýju hárumhirðunnar. Hársvörðurinn og hárið eiga eftir að njóta sín.

    Are you in the right place?

    Please choose your shop

    Iceland
    ×

    It's more than hair. It's you