Shopping cart .innerHTML = '(' + (0) pcs
    Stofnandi Harklinikken og yfirmaður rannsókna, Lars Skjøth, hefur gefið konum og körlum ráðleggingar um hár þeirra í 30 ár. Hann veit því nákvæmlega hvað hár þitt og hársvörður þarf á að halda fyrir sem best heilbrigði og fyllingu. Hér gefur hann sín bestu ráð um umhirðu hárs og hársvarðar til að gera aðstæður fyrir hárvöxt sem bestar. 
     

    Þvoðu hárið þitt oftar, ekki sjaldnar
     
    Það er alger sögusögn að það að þvo hárið sjaldnar sé betra. Samsöfnun fituefna úr fitukirtlum, dauðra húðfrumna og hárvara geta leitt til vandamála í hársverði og skemmds hárs. Mitt ráð er að þvo hárið daglega eða annan hvern dag. Þvoðu þér eins og þú værir með skalla og nuddaðu hársvörðinn kröftuglega í eina eða tvær mínútur.  

    Nuddaðu á meðan þú þværð 
    Að nudda hársvörðinn er frábær leið til að auka blóðflæði til hársvarðar og hársekkja. Þú getur sparað tíma og nuddað hársvörðinn um leið og þú þværð hárið.  



    Láttu hársvörðinn anda
     
    Forðastu að vera með hatt eða derhúfu í langan tíma eða þegar hárið er blautt eða rakt. Aukarakinn og varminn, sem lokast þannig inni, gera hársvörðinn að gróðrarstíu fyrir skaðlegar bakteríur og sveppi. 


    Forðastu eitruð efni
     
    Ilmvötn, ilmolíur og litarefni geta kallað fram viðbrögð. Reyndu að forðast þau. Einnig skal hætta allri notkun á silíkoni, þ.e. öllum efnum sem enda á „cone“ eða „oxane“. Þessi efni geta látið hárið verða mjúkt og glansandi en í rauninni safnast þau upp á hárinu og mögulega líka í hársverðinum. Þetta getur valdið ertingu í hársverði og, í verstu tilfellum, hártapi.


    Notaðu vörurnar þínar rétt
     
    Ég mæli alltaf með því að hárlitur og hármótunarvörur séu notuð í hárið, ekki á hársvörðinn. Það sama gildir um hárnæringu. Hana ætti eingöngu að bera á frá eyrum að hárendum. 


    Hættu að nota þurrsjampó
    Þurrsjampó er það versta sem þú getur gert hársverðinum ef þú hefur áhyggjur af hártapi eða vandamálum með hársvörðinn. Þetta er ekki einu sinni sjampó og það hreinsar alls ekki hársvörðinn eða hárið — það lætur mann bara halda að hárið sé hreint með hjálp frá kemískum efnum og dufti sem getur stíflað hársekkina og raskað sýrujafnvægi hársvarðarins. Agnirnar í þurrsjampói festast við hárið og yfirborð hársvarðarins og fitukirtlanna í hársverðinum – uppsprettu náttúrulegrar fitu sem verndar hársvörðinn gegn sýkingu og þurrki. Þetta getur leitt til samsöfnunar á óæskilegum sýklum eða kláðaviðbragða, brunatilfinningar eða þrota í hársverði. Mikil notkun í langan tíma getur leitt til hártaps og hárþynningar.

     
    Gerðu heimilið vinsamlegt hárinu 

    Umhverfið sem þú dvelur í getur haft áhrif á hárið. Ef það er of heitt eða of mikill raki heima hjá þér getur það valdið ójafnvægi í örveruflóru hársvarðarins. Gakktu úr skugga um að lofta reglulega út til að halda hári og hársverði heilbrigðum.  

    Ég vona að þessar ráðleggingar hjálpi þér til að líða sem best og líta sem best út og að þú njótir þess að hafa heilbrigt og líflegt hár.  




    Lars Skøjth 

    Stofnandi og yfirmaður rannsókna á Harklinikken  

    Are you in the right place?

    Please choose your shop

    Iceland
    ×

    It's more than hair. It's you