Avókadóolía er þekkt fyrir mýmarga jákvæða eiginleika fyrir heilsuna en avókadó er sígrænt tré sem var fyrst ræktað fyrir 5000 árum í Mexíkó og Mið-Ameríku. Það skýrir nafnið sem kemur af orðinu „ahuacatl“ úr tungumáli Azteka. Avókadótréð ber glansandi lauf og grængul blóm en næringarríkur ávöxturinn er svo sannarlega aðalsmerki þess. Uppspretta avókadóolíunnar er þessi perulaga ávöxtur en olía hans býr yfir ýmsum eiginleikum sem gagnast hári og hársverði.
Hvað er avókadóolía?
Olían er eingöngu unnin úr pressuðu aldinkjöti avókadóávaxtarins en steinninn kemur þar hvergi við sögu. Úr þessu fæst glær, ljós-grængul olía sem hefur milda hnetukennda angan.
Hvernig er avókadóolía góð fyrir hársvörðinn?
Avókadóolía er nokkuð lík húðfitunni sem líkaminn framleiðir þar sem hún inniheldur olíu-, palmitín- og palmitólsýrur. Hún er nærandi fyrir húðina og skilur eftir sig verndarlag án þess að stífla svitaholur. Hún er einnig mýkjandi fyrir húðina og styður við raka.
Hvernig er avókadóolía góð fyrir hárið?
Vegna mýkjandi eiginleika og þess hversu lík húðfitu hún er, hefur avókadóolía í réttum hlutföllum einnig sléttandi áhrif á yfirborð hársins og nærir og styrkir það. Einstök sameindabygging hennar gerir hana sérlega vel til þess fallna að halda raka inni í hárinu fremur en að húða það.
Hvers vegna notar Hårklinikken avókadóolíu?
Við notum avókadóolíu í Daily Conditioner og Hair Mask ásamt öðrum mikilvægum innihaldsefnum og tækni sem gerir innihaldsefnunum kleift að smjúga inn í hárlegginn en skilja jafnframt eftir verndarlag á yfirborðinu. Þetta sameinar nærandi eiginleika sem mýkja hárið og loka rakann inni. Avókadóolían hentar vel fyrir allar hárgerðir og í vörum okkar gagnast hún vel með öðrum plöntuolíum og getur gert kraftaverk þegar kemur að því að auka teygjanleika, mýkt og gljáa.
Vörur frá okkur með avókadóolíu
Daily Conditioner
Daily Conditioner veitir mikinn og öflugan raka sem styrkir viðnám hársins og eykur getu þess til að viðhalda raka. Næringin er laus við sílíkonefni og steinefnaolíur og veitir raka án þess að húða hárið eða skilja eftir sig leifar. Þess í stað nærir hún og gefur raka með innihaldsefnum eins og avókadóolíu og alveruþykkni (aloe vera).
Hair Mask
Hair Mask er öflug rakameðferð hönnuð til að bæta teygjanleika, mýkt og ljóma hársins. Sannkölluð umskipti þegar kemur að þurru, skemmdu og lituðu hári. Inniheldur Abyssiníu-, ólífu- og avókadóolíur og lokar þannig raka inni til að minnka skemmdir og slit.