Heilbrigður hársvörður er hinn fullkomni grunnur fyrir sterkt og líflegt hár. Eftir því sem við eldumst breytist líkami okkar – húðin og hársvörðurinn eru þar engin undantekning. Rétt eins og húðin okkar, þá tekur hársvörðurinn breytingum sem geta haft veruleg áhrif á hármissi og/-eða hárþynningu.
Það er mikilvægt að vita að hársvörðurinn eldist allt að sexfalt hraðar en húðin í andlitinu og tólffalt hraðar en húðin á líkamanum, svo það skiptir máli að huga sérstaklega vel að honum. Hjá Hårklinikken skiljum við mikilvægi þess að takast á við þessar breytingar með lyfjalausum, vísindalega studdum aðferðum – til að viðhalda heilbrigðum hársverði og þar með taka stjórn á heilsu hársins.
Hvað er öldrun hársvörðar?
Öldrun hársvörðar vísar til þeirra náttúrulegu breytinga sem eiga sér stað í hársverðinum þegar við eldumst. Með tímanum styttist hárvaxtarferlið, sem veldur hægari hárvexti og minni þéttleika hársins. Þessi breyting er meira áberandi hjá þeim sem eru erfðafræðilega útsettir fyrir hárþynningu, og í slíkum tilfellum munu hársekkirnir smám saman minnka.
Smækkun hársekkja (miniaturization) er náttúrulegt ferli þar sem færri hárstrá vaxa úr hverjum hársekk, sem veldur því að hárið verður fíngerðara og brothættara. Að auki dregur úr starfsemi fitukirtla (eðlileg afleiðing öldrunar), sem getur leitt til minni framleiðslu náttúrulegra olía sem halda húðinni rakri. Þetta getur valdið þurrum hársverði og haft enn frekari áhrif á heilbrigði hársins.
Áhrifaþættir
Rétt eins og húðin á öðrum stöðum líkamans er hársvörðurinn undir áhrifum ýmissa þátta sem stuðla að öldrun hans. Þar á meðal eru erfðir og hormónabreytingar, sem og umhverfisþættir og val á lífsstíl sem við getum kallað epigenetík.
Hårklinikken notar epigenetík sem ramma til að skilja líffræði hárs og hársvarðar. Ólíkt erfðabreytingum eru epigenetískar breytingar afturkræfar og breyta ekki DNA-röðun þinni, en þær geta haft áhrif á hvernig líkaminn les DNA. Þetta þýðir að þó erfðir gegni mikilvægu hlutverki í heilsu þinni, þá skipta lífsstílsþættir eins og mataræði og hreyfing einnig miklu máli.
Hjá Hårklinikken trúum við á sérsniðnar meðferðir, þar sem líffræði, hegðun og umhverfi hvers og eins er einstakt. Þessi nálgun hjálpar til við að vinna gegn hárþynningu og öldrun hársvörðar.
Að greina merki um öldrun hársvarðar
Að vera í takt við líkama sinn er lykillinn að því að greina breytingar snemma, sem aftur er talið vera mjög mikilvægt fyrir árangursríka íhlutun. Algeng merki um öldrun hársvarðar eru:
- Hárþynning og/-eða hármissir
- Minni hárvöxtur
- Veikbyggðara og brothættara hár
- Líflaust hár með minni gljáa
- Aukinn þurrkur eða kláði í hársverði
Ef þú byrjar að taka eftir þessum breytingum er mikilvægt að taka á þeim strax til að viðhalda hámarks heilbrigði hárs og hársvarðar.
Hårklinikken er með lausnina
Hjá Hårklinikken sameinum við hágæða Extract-ið okkar og sérsniðnar hármeðferðir með nýjustu tækni sem byggir á vísindum til að takast á við öldrun hársvarðar. Okkar aðferð tekur mið af einstökum þörfum hvers viðskiptavinar, en þær þarfir eru síbreytilegar á meðan meðferð stendur yfir, umhverfisþáttum og einstaklingsbundinni svörun; aðferðin nærir hársvörðinn og hársekkina, örvar heilbrigðan hárvöxt og endurheimtir vellíðan.
Hårklinikken Extract
Hårklinikken Extract, þróað af stofnanda okkar Lars Skjøth, er okkar einstaka lausn – sérvaliðin náttúruleg innihaldsefni sem vinna saman til að endurnæra hársvörðinn, styrkja hárið og sporna við hármissi. Hver flaska er sérsniðin að þörfum hvers viðskiptavinar.
Sérsniðin hárumhirða
Við trúum því að hver viðskiptavinur sé einstakur, og því höfum við þróað aðferð í hárumhirðu sem mætir þörfum hvers og eins. Hvort sem þú kemur í ráðgjöf á klíníkina okkar eða vefráðgjöf metur sérfræðiteymi okkar ástand hársins og hársvarðar og aðstoðar þig við að velja réttu vörurnar og meðferðarsamsetninguna til að ná hámarksárangri.
Að öðlast skilning á öldrun hársvarðarins er fyrsta skrefið í átt að betri stjórn á heilbrigði hársins. Með sérfræðiþekkingu Hårklinikken og öflugum, nýstárlegum vörum og lausnum getur þú viðhaldið unglegum hársverði og notið þeirrar vellíðunarinnar sem fylgir heilbrigðu hári.

Ertu ekki viss um hvar á að byrja?
Við tökum aðeins við umsækjendum sem við teljum geta hjálpað, svo hármat okkar á netinu er besti staðurinn til að byrja. Miðað við niðurstöður þínar muntu annað hvort vera gjaldgengur fyrir tafarlausa meðferð eða við munum skipuleggja ráðgjöf.