Notkun: Hármaskar

Það leikur enginn vafi á því að allar hárgerðir þurfa raka, sérstaklega yfir vetrarmánuðina. Þurrt, litað, efnameðhöndlað, liðað, krullað og snarhrokkið hár er viðkvæmara fyrir klofnum endum og áferðarskemmdum en vel nært hár er sveigjanlegra sem þýðir meira þol gegn skemmdum. Þess vegna mælum við með að hárnæring sé notuð eftir hvern þvott og hármaski einu sinni eða tvisvar í viku. Með því að tryggja að hárið hafi nægan raka verður það ekki einungis sterkara, meira glansandi og mýkra heldur eykst teygjanleikinn sem þýðir að það getur orðið síðara án þess að slitna.

Hvað eru hármaskar og hvernig virka þeir?

Samkvæmt skilgreiningu er hármaski djúpnærandi meðferð sem er hönnuð til að næra, lagfæra og styrkja hárið svo það verði bæði mýkra og fallegra. Sannleikurinn er hins vegar sá að margir maskar á markaðnum innihalda vafasöm efni (svo sem steinefnaolíur og sílíkonefni) sem láta hárið líta út fyrir að vera heilbrigt en eru í raun bara að húða það og hindra að góð innihaldsefni komist inn fyrir ysta lag hársins. Hair Mask frá Hårklinikken er mjúk lúxusblanda sem er laus við vafasöm innihaldsefni og virkar með því að veita gríðarmikinn raka, endurheimta teygjanleika og koma í veg fyrir slit, auk þess að auka gljáa og bæta áferð hársins.

Hvaða hárgerðir hafa gott af hármaska?

Svona djúpnæring er góð fyrir allar hárgerðir, sérstaklega þurrt, skemmt, liðað, krullað, snarhrokkið, litað eða meðhöndlað hár.

Hvernig er best að nota hármaska?

Best er að skilja hármaskann eftir í hárinu yfir nótt. Við mælum oftast með þessu við þá viðskiptavini sem nota Hair Mask reglulega. Settu nóg af Hair Mask svo maskinn þekji allt hárið og þrýstu efninu inn í hárið. Láttu bíða yfir nótt og skolaðu úr að morgni. Margir viðskiptavinir sjá strax mun á mýkt hársins.

Á að setja hármaskann í hársvörðinn líka?

Við mælum ekki með að hármaskinn sé settur í hársvörðinn þar sem maskinn er sérstaklega gerður til að næra hárið sjálft.

Hversu oft ætti ég að nota hármaska?

Ekkert hár er eins þegar kemur að rakagjöf og er því best að byrja á því að nota maskann tvisvar í viku. Þú getur svo stillt þetta af eftir því hvort þér finnst hárið þurfa meiri eða minni raka. Hafðu í huga að árstíðirnar hafa áhrif á það hversu vel hárið heldur raka og við mælum því með því að þú notir maskann oftar yfir vetrarmánuðina þegar loftið er kalt og þurrt.

Er hægt að nota hármaska of oft?

Það er mögulegt að ofnota hármaska, ekki síst ef þeir innihalda vafasöm efni. Margir hármaskar á markaðnum innihalda sílíkonefni, vax og ýmis prótein sem valda uppsöfnun sem geta gert hárið stíft, líflaust eða feitt. Vörur okkar eru framleiddar án slíkra innihaldsefna og eru einnig lausar við gervilitarefni, ilmefni, paraben og steinefnaolíur. Það fer einnig eftir hárgerð og hárrútínu hversu oft þú þarft að nota hármaska.

Djúpnærandi hármaskinn frá Hårklinikken

Hair Mask er öflug rakameðferð hönnuð til að bæta teygjanleika, mýkt og ljóma hársins. Sannkölluð umskipti þegar kemur að þurru, skemmdu og lituðu hári. Hármaskinn inniheldur rakaefni (þ.m.t. panþenól) og mýkiefni (þ.m.t. Abyssiníu-, ólífu- og avókadóolíur) og lokar þannig raka inni til að minnka skemmdir og slit.