Kostir Alveruþykknis (Aloe Vera) Fyrir Hár Og Hársvörð

Í Egyptalandi til forna var alvera planta ódauðleikans vegna þess að hún getur dafnað og blómstrað án moldar. Plantan hefur verið notuð í lækningaskyni síðan á fyrstu öld. Þessi einstaki þykkblöðungur er með hörð og þyrnótt spjótlaga lauf sem innihalda þykkt glært gel og gera plöntunni kleift að varðveita vatn, jafnvel á mjög þurrum svæðum. Gelið inniheldur fjölda sykrupróteina (próteinsameindir með áföstum fjölsykrum eða öðrum kolvetnissameindum) og fjölsykrur (náttúrulegar fjölliður) sem oft eru notaðar í áburð. Eiginleikar plöntunnar eru fjölmargir og geta gagnast við öllu mögulegu, allt frá meltingartruflunum til tannvandamála. Þykkni úr alverulaufi ásamt ákveðnum innihaldsefnum getur haft mjög góð áhrif á bæði hársvörð og hár.

Hvað er þykkni úr alverulaufi?

Þykknið er glær til gulleitur, hálf-seigfljótandi vökvi úr laufum alveru sem inniheldur fjölsykrur, amínósýrur, fitusýrur og aðrar lífvirkar efnasamsetningar.

Hvers vegna er þykkni úr alverulaufi gott fyrir hársvörðinn?

Það inniheldur ensím sem geta hjálpað til við að brjóta niður umframhúðfitu og eytt fitu án þess að þurrka hár eða hársvörð. Þetta gerir það að einstöku innihaldsefni í sjampó, ásamt öðrum nauðsynlegum efnum. Róandi og kælandi eiginleikar þykknisins geta einnig minnkað ertingu og bólgur í hársverði.

Hvers vegna er þykkni úr alverulaufi gott fyrir hárið?

Þykkni úr alerulaufi hefur mikla rakaeiginleika og getur veitt, viðhaldið og dregið að sér raka. Blanda af fitu- og amínósýrum auk vítamína gerir það að verkum að það getur sléttað og nært hárið, aukið mýkt og meðfærileika ásamt því að styrkja hársekkina.

Hvers vegna notar Hårklinikken þykkni úr alverulaufi?

Við hjá Hårklinikken notum þykkni úr laufum Aloe barbadensis vegna þess að það inniheldur mesta styrk lífvirkra efnasamsetninga af öllum alverutegundunum. Þessar efnasamsetningar veita næringu sem styrkja hársvörð og hár. Af sömu ástæðum innihalda Fortifying Shampoo, Daily Conditioner og Styling Paste þetta áhrifaríka jurtaefni í áhugaverðum og einstökum blöndum ásamt öðrum kraftmiklum innihaldsefnum.

Hårklinikken-vörur sem innihalda þykkni úr alverulaufi

Fortifying Shampoo

Fortifying Shampoo veitir viðbótarraka fyrir mjög þurrt og viðkvæmt hár. Sjampóið er hannað til að nota með öðrum sjampóum frá okkur. Innihaldsefni eins og hör og þykkni úr alverulaufi hjálpa til við að styrkja og lagfæra jafnvel mjög skemmt hár.

Daily Conditioner

Daily Conditioner er kraftmikil en létt blanda, stútfull af náttúrulegum efnum, sem verndar allar hárgerðir og veitir raka. Þessi sílíkonlausa vara er blönduð af kostgæfni til að hjálpa til við að varðveita raka og bæta teygjanleika, áferð og mýkt hárins.

Styling Paste

Styling Paste veitir stíft en sveigjanlegt hald án þess að þyngja hárið. Má bera í bæði rakt og þurrt hár. Þessi vara sem er rík af jurtaefnum bæði lagfærir og veitir raka og er því tilvalin fyrir fólk sem vill góða hármótunarvöru sem nærir og verndar við hverja notkun.

Ertu ekki viss um hvar á að byrja?

Við tökum aðeins við umsækjendum sem við teljum að geti hjálpað, svo hármat okkar á netinu er besti staðurinn til að byrja. Byggt á niðurstöðum þínum muntu annað hvort eiga rétt á meðferð strax eða við skipuleggjum ráðgjöf.