Þegar kemur að heilbrigði hársvarðar er engin ein lausn sem hentar öllum, það krefst einstaklingsmiðaðar nálgunar til að greina og geta brugðist við þörfum hvers og eins. Hins vegar eru nokkur algild sannindi sem vert er að hafa í huga þegar kemur að heilbrigði hársvarðar.
Líkt og andlitið og húðin þarf hársvörðurinn hreinsun, næringu og umönnun til að virka sem best og framleiða sterkt og heilbrigt hár en hárumhirðan þarf líka að henta þér og þínum þörfum. Það er ekki einhver ein tegund hársvarðar sem er líklegri til að valda hárlosi eða þynningu, en slök umhirða getur leitt til ertingar, húðbólgu og bólgu í hársekkjum (folliculitis), sem getur bæði valdið hárlosi og aukið það.
Hér eru nokkur ráð til að halda hársverðinum í toppformi:
Mild og áhrifarík dagleg hreinsun
Það getur haft neikvæð áhrif að nota sjampó með sterkum eða ertandi innihaldsefnum á hársvörðinn daglega. Hins vegar getur dagleg notkun á sjampóunum frá Hårklinikken – sem eru sérhönnuð með mildum, virkum innihaldsefnum sem vinna í jafnvægi saman – verið mjög gagnleg.
Hugsaðu um þetta svona: Þværðu andlitið þitt daglega? Eins og húðin í andlitinu þarfnast hársvörðurinn hreinsunar, næringar og réttrar umönnunar til að starfa sem best.
Vernadarlag húðarinnar
Milt freyðandi sjampó með mýkjandi eiginleikum er lykilatriði þegar kemur að því að vernda húðina á hársverðinum. Það leysir upp umfram olíur og uppsöfnuð óhreinindi á áhrifaríkan hátt – þar m.t. svita, húðfitu, dauðar húðfrumur, ryk, leifar af vörum og mengun – og skolast auðveldlega úr án þess að skilja eftir sig leifar.
Það er mikilvægt að fjarlægja þessa uppsöfnun reglulega, því ef þær safnast upp getur það skapað aðstæður sem stuðla að hárlosi. Með því að halda hársverðinum hreinum og lausum við óþarfa uppsöfnun hjálpar þú til við að viðhalda heilbrigðum hársverði – og þar með góðu umhverfi fyrir heilbrigðan hárvöxt.
Er of tíður hárþvottur óæskilegur?
Dagleg notkun á sjampóum sem innihalda óæskileg efni getur gert hárið dauflegt, brothætt eða erfitt í meðhöndlun, auk þess sem hársvörðurinn getur orðið strekktur, óþægilegur eða jafnvel ertur. Ef þú ert að upplifa einhver þessara einkenna mælum við með að þú gefir hársverðinum „endurræsingu“ eða „afeitrun“ með vörunum frá Hårklinikken.
Ef þig grunar að þú sért að glíma við exem eða psoriasis er mikilvægt að leita til húðlæknis. Hársérfræðingar okkar geta veitt þér stuðning og leiðbeiningar ef þú ert ekki viss um hvað þú ert að fást við.
Djúphreinsun sem hluti af reglulegri umhirðu
Jafnvel þó þú fylgir markvissri hársverðarútinu með hágæða vörum frá Hårklinikken, þá er óhjákvæmilegt að með tímanum safnist upp fita (sebum), dauðar húðfrumur og leifar af vörum. Því mælum við með því að þú skipuleggir góða djúphreinsun reglulega. Þú getur auðveldlega framkvæmt þetta heima með einfaldri fimm skrefa aðferð:
Byrjaðu á að bleyta hárið vandlega með volgu eða ylvolgu vatni. Ef hárið er þurrt eða skemmt skaltu bera hárnæringu í endana – frá eyrum og niður – og láttu hana liggja í hárinu í nokkrar mínútur. Virkjaðu sjampóið með því að nudda nokkrum pumpum milli lófanna áður en þú berð það í hársvörðinn. Nuddaðu hársvörðinn varlega með fingurgómunum (aldrei nöglunum – það getur auðveldlega skaðað hársvörðinn), með sérstakri áherslu á hnakkann og kollinn í um 30 sekúndur. Skolaðu vandlega og kreistu umfram vatn mjúklega úr hárinu áður en þú ferð að þurrka og móta hárið.
Þessi einfalda rútína getur hjálpað til við að halda hársverðinum hreinum, í góðu jafnvægi og móttækilegum fyrir áframhaldandi meðferð.

Ertu ekki viss um hvar á að byrja?
Við tökum aðeins við umsækjendum sem við teljum geta hjálpað, svo hármat okkar á netinu er besti staðurinn til að byrja. Miðað við niðurstöður þínar muntu annað hvort vera gjaldgengur fyrir tafarlausa meðferð eða við munum skipuleggja ráðgjöf.