Eru þykkt og grófleiki það sama?

Auðvelt er að rugla saman þykkt og grófleika hárs, líkt og gljúpleika og hárgerðum. Þykkt og grófleika er oft ruglað saman og notað sitt á hvað sem leiðir til misskilnings því þetta er ekki sama fyrirbærið. Þetta veldur svo meiri ruglingi og óvissu. Auðveldara er að taka upplýstar ákvarðanir þegar kemur að vörum og aðferðum varðandi umhirðu hársins þegar þú veist hversu þykkt og gróft hárið á þér er. Þá kemurðu líka auga á hárþynningu og hártap fyrr og getur gert viðeigandi ráðstafanir fyrr.

Hvað er þykkt (þéttleiki) hárs?

Með þykkt er átt við fjölda hára á hverri fertommu hársvarðar. Erfðir ákvarða hversu þétt hárið á þér vex. Þessu er skipt í þunnt, miðlungsþykkt og þykkt hár. Fólk með þunnt hár er með færri hár á hverja fertommu en ef þú ert með þykkt hár ertu með fleiri hár á hverja fertommu.

Hvað er grófleiki hárs?

Þegar talað er um grófleika hárs í þessu samhengi er átt við hversu umfangsmikið hvert hár er, sem sagt þvermál þess. Erfðir ákvarða hvort þú ert með fínt, venjulegt eða gróft hár. Fólk með fíngert hár er oftast með fjaðurkenndara hár en ef þú ert með gróft hár er það oftar en ekki þurrara og hrjúfara. Líkt og með þéttleikann, getur samspil erfða og hormóna haft neikvæð áhrif á grófleika og leitt til rýrnunar hársekkja sem og hársins sjálfs, bæði hvað varðar grófleika og sídd.

Hver er meðalgrófleiki eins hárs?

Þvermál hvers hárs er venjulega 0,03-0,06 mm en sumar hárgerðir eru grófari að meðaltali og geta verið mest 0,08-0,2 mm í þvermál. Grennri gerðin er þynnri og fíngerðari en sverari gerðin telst gróf.

Hver er meðalfjöldi hára á höfðinu?

Fjöldi hára á hverjum og einum er breytilegur og ræðst af erfðum, hormónum og heilbrigði. Tala sem oft heyrist er 100.000 en sannleikurinn er sá að fjöldinn getur verið allt frá 30.000 og upp í 200.000. Samkvæmt okkar athugunum eru flest fólk með 80.000 til 150.000 hár. Ef fólk er í neðri mörkum er hárið með lítinn þéttleika, miðlungsfjöldi þýðir miðlungsþéttleiki og því hærri tala því þéttara og þar með þykkara er hárið.

Af hverju eru sum hár gild en önnur fíngerð?

Sverleiki hárs fer fyrst og fremst eftir erfðum. Hárið á þér getur verið breytilegt hvað varðar grófleika og kann það að vera vegna rýrnunar hársekkja. Samspil hormóna og erfða veldur því að hársekkurinn skreppur hægt og rólega saman og lífsferill hársins styttist. Það verður til þess að það hár sem kemur í stað hárs sem losnar, er ekki eins sterkt og verður minna ummáls, þarf minna pláss í hársverði og birtingarmyndin verður gisnara hár heilt yfir. Þessi hár verða grennri, glærari og veikbyggðari.

Hvernig á að hugsa um hár sem er minna ummáls? Hvað með það sem er meira ummáls?

Hvort heldur sem er, þarf góða þvotta- og næringarrútínu til að öðlast heilbrigt hár. Sjampó ætti að þvo á mildan en áhrifaríkan hátt og næringin ætti að veita hárlengdinni raka innan frá (frekar en að húða hárið með sílíkonefnum, steinefnaolíum eða sambærilegum efnum).

Hvernig á að hugsa um hár eftir þéttleika þess og þykkt?

Mismunandi þéttleiki hárs þarf ólíka meðferð, líkt og gildir um hárgerðir og gerð hársvarðar.

Þykkt hár
Fólk sem er með þétt og þar með þykkt hár þarf að skipta hársverðinum í svæði og þvo hvert svæði vandlega. Einnig gæti verið nauðsynlegt að nota aðeins meira magn af næringu til að tryggja að allt hárið sé þakið.

Miðlungsþykkt hár
Stundum gagnast fólki með miðlungsþykkt hár að þvo (og næra) hárið í pörtum til að tryggja sem best að allt hárið fái sömu meðferð.

Þunnt hár
Það er auðveldara fyrir fólk með lítið þétt og þar með þunnt hár að þvo hársvörðinn sem gerir þvottinn auðveldari. Oft er betra að nota létta næringu til að forðast að íþyngja hárinu.

Hvernig kanna ég grófleika hársins?

Ein leið til þess að skoða hversu gróft hárið er að bera eitt hár saman við tvinna. Ef hárið virðist svipað tvinnanum er það gróft. Ef það er bersýnilega grennra eru allar líkur á því að þú sért með miðlungs- eða fínt hár.

Hvernig kanna ég hversu þykkt hár ég er með?

Það eru tvær auðveldar leiðir til að athuga þykkt hársins með því að skoða annars vegar hársvörðinn og hins vegar taglið.

Hársvörðurinn
Haltu á spegli og skoðaðu hársvörðinn efst á höfðinu. Þú ert með lítinn þéttleika og þar með þunnt hár ef þú sérð auðveldlega í hársvörðinn (ekki í skiptingunni). Ef þú þarft að færa hárið til eða skipta því til að sjá hársvörðinn ertu með miðlungsþéttleika og því miðlungsþykkt hár. Ef það er erfitt að sjá í hársvörðinn jafnvel þegar þú skiptir hárinu er hárið þétt og því þykkt.

Taglið
Þetta virkar einungis ef þú ert með nógu sítt hár til að setja það í tagl. Ef hárið er nógu sítt skaltu setja það í tagl og mæla ummál þess. Ef taglið er minna en rúmlega sentímetri er hárið lítið þétt eða þunnt. Ef ummálið er 2,54-3,8 cm er hárið miðlungsþétt og -þykkt. 5 cm eða meira gefur til kynna mjög þétt hár og þykkt.

Sérfræðiráðgjöf Hårklinikken:

Það getur verið erfitt að meta grófleika og þykkt hárs eins síns liðs. Hársérfræðingar Hårklinikken eru sérþjálfaðir til að vita allt um hár og hársvörð. Í viðtalstímum skoðum við hár og hársvörð, þ. á m. gæði hárs, þvermál hvers hárs, þéttleika og þykkt og líkurnar á hárþynningu. Bókaðu ráðgjöf ef þig langar að öðlast draumahárið.

Ekki viss hvar á að byrja?

Við sinnum einungis viðskiptavinum sem við teljum að við getum hjálpað. Þess vegna er best að byrja á því að taka hárprófið okkar á netinu. Eftir því hvað kemur út úr því, hentar þér annaðhvort ákveðin meðferð strax eða við skipuleggjum viðtal til frekari skoðunar.