Eru Súlföt Slæm Fyrir Hárið?

Hvað eru súlföt?

Súlföt eru flokkur sameinda sem innihalda SO4-2 flokka og geta verið ýmist náttúruleg eða manngerð. Þetta eru sölt sem myndast þegar brennisteinssýra hvarfast við önnur efni. Til eru margar mismunandi gerðir súlfata sem má nota sem nærandi og jafnvægisverkandi innihaldsefni eða sem bindi- eða hreinsiefni.

Súlfötin sem finna má á bannlistum „hreina“ fegurðargeirans fyrir húð og hár eru natríumlárýlsúlfat (SLS) og natríumláretsúlfat (SLES). Þessi súlföt eru gjarnan í hreinsiefnum, allt frá sjampóum til fatasápu. Þau búa til froðuna sem við tengjum gjarnan við hreinsiefni.

Þessi súlföt eru yfirborðshlaðin efni sem minnka yfirborðsspennu milli vörunnar og húðarinnar og gera þannig virkum efnum í blöndunni kleift að verka betur. Þau eru notuð í sjampó vegna þess að þau ná olíu, óhreinindum og öðrum leifum af hárvörum vel úr hárinu og hársverði sem skilar sér í hreinni hársverði og hári.

Eru súlföt slæm fyrir hár og hársvörð?

Það ríkir talsverð upplýsingaóreiða um súlföt. Allt frá því upp úr 1990 hafa nokkrar rannsóknir verið settar fram á villandi hátt þar sem natríumlárýlsúlfat hefur verið tengt vagli í auga og krabbameini. Þessar staðhæfingar hafa síðan verið hraktar með vísindalegum rannsóknum sem studdar hafa verið með öryggis- og eiturefnarannsóknum. Natríumlárýlsúlfat (SLS) hefur verið notað í snyrtivörum síðan 1930 og er viðurkennt sem öruggt innihaldsefni sem slíkt innan Evrópusambandsins og skv. lyfjaeftirliti Bandaríkjanna og Health Canada.

Súlföt eru mjög öflug og fer það eftir samsetningunni hvort þau eyða of miklu af náttúrulegum olíum og auka þannig líkur á að hárið verið þurrt, viðkvæmt, slitið og líflaust. Ef hársvörðurinn er mjög viðkvæmur geta súlföt valdið roða eða kláða. Þetta hefur leitt til þess að þau eru oft talin of sterk til notkunar í hársvörðinn. Þær áhyggjur ættu þó að beinast að gerð súlfatanna, styrk þeirra og samsetningu frekar en að einblína á það að innihaldsefnið sé til staðar í vörunni.

Hverjir eru kostir súlfata?

Yfirborðsvirkir súlfathreinsar eru góð hreinsiefni. Þar sem súlföt geta bundið bæði olíu og vatn freyða þau vel. Froðan smýgur vel í allt hárið og nær burtu óhreinindum bæði í hári og hársverði. Blöndur sem eru án súlfata verka á annan hátt en þær sem innihalda súlföt. Þó að slíkar blöndur þvoi hár og hársvörð, að vísu með mildari hætti, eru þær lausar við froðuna sem við erum vön.

Það verður til þess að fólk notar stundum of mikið af þeim í þeirri von að þau freyði með meira magni. Stundum er aukafreyðiefnum bætt í súlfatlausar blöndur með þeim afleiðingum að blandan þurrkar hár og hársvörð meira en þær sem innihalda súlföt.

Hver okkar ættu að forðast súlföt?

Það skiptir máli hver hárgerðin er og hvernig hársvörð þú ert með. Ef þú ert með gróft eða hrokkið hár, þurran eða viðkvæman hársvörð eða ef hárið hefur nýlega verið efnameðhöndlað eða litað, þýðir það að hárinu er hættara við sliti og því gæti verið betra að velja hárvörur án súlfata.

Innihalda hárvörur Hårklinikken súlföt?

Hårklinikken-vörur hafa farið í gegnum langt þróunarferli og strangar klínískar prófanir. Með þessu er besti mögulegi árangur og virkni tryggð við að styrkja heilbrigði hársvarðarins sem svo skilar sér í betra og fallegra hári. Sjampóin okkar hafa verið þróuð með mildu en virku súlfati sem ásamt öðrum innihaldsefnum gera þau hentug fyrir viðkvæma húð og tíða notkun. Blöndurnar eru einnig stilltar þannig að þær þvo hársvörðinn og undirbúa hann jafnframt fyrir að koma hárvaxtarefnum inn í hársekkina.

Í hnotskurn

Það er ekkert eitt rétt svar sem gildir fyrir alla. Það er engin ástæða til að hætta að nota vörur sem innihalda súlföt ef þér líður vel með það. Virkni og öryggi vörunnar fer alltaf eftir blöndu hennar frekar en það að í henni sé ákveðið innihaldsefni. En ef þú stríðir við ertingu í húð eða hársverði eða ert með sérstaklega þurrt og skemmt hár er ástæða til þess að skoða vörur fyrir viðkvæma húð með eða án súlfata. Hvort heldur sem er, er mikilvægt að skoða styrk og blöndu innihaldsefna hverrar vöru fremur en að einblína eingöngu á hvaða efni eru ekki í vörunni sem þú ert að kaupa.

Bókaðu ráðgjöf til að komast að því haða sjampó hentar þér best. Hársérfræðingur mun greina hárgerð og gerð hársvarðar.

Ertu ekki viss um hvar á að byrja?

Við tökum aðeins við umsækjendum sem við teljum að geti hjálpað, svo hármat okkar á netinu er besti staðurinn til að byrja. Byggt á niðurstöðum þínum muntu annað hvort eiga rétt á meðferð strax eða við skipuleggjum ráðgjöf.