Eru Paraben Efni Slæm Fyrir Þig?

Sem talsmenn þess að vísindi og náttúra lifi í sátt og samlyndi, erum við líka mjög meðvituð um ýmis innihaldsefni sem ber að varast – og þú ættir að vera það líka. Paraben hafa verið umdeild og mikið til umfjöllunar síðustu áratugi, þar sem ýmsar rannsóknir og kenningar draga öryggi þeirra í efa. Lestu áfram og fáðu að vita hvað paraben eru, til hvers þau eru notuð og hvers vegna við hjá Hårklinikken forðumst þau eins og heitan eldinn.

Hvað eru paraben?

Paraben eru flokkur efna sem eru hvað mest notuð vegna örverueyðandi eiginleika sinna sem rotvarnarefni í snyrtivörum, matvælum og lyfjum.

Hvernig virka paraben?

Paraben geta komið í veg fyrir myglu-, sveppa- og bakteríuvöxt og minnkað líkur á spillingu ásamt því að auka endingartíma ýmissa neytendavara – þar á meðal eru sjampó, hárnæring og hármeðferðir. Mismunandi tegundir af parabenum eru notuð í mismunandi magni og styrk í þessum gerðum vara.

Hvaða heilsufarsvandamál eru af völdum parabena?

Sumar rannsóknir hafa sýnt að paraben geta truflað hormónabúskap líkamans og leitt þannig til ýmissa heilsufarsvandamála þar á meðal (en ekki eingöngu) breytinga á blóðsykri og kólesteróli og haft áhrif á frjósemi og virkni skjaldkirtils og ónæmiskerfis. Þó margt af þessu tengist háum styrk og langtíma útsetningu fyrir parabenum hefur þetta leitt til þess að notkun parabena hefur sætt takmörkunum, auknu regluverki og jafnvel verið bönnuð í ákveðnum vörum í Evrópu, Asíu, Bandaríkjunum og Bretlandi. (Paraben sem bönnuð eru í Evrópu eru m.a: isóprópýlparaben, ísóbútýlparaben, fenýlparaben, bensýlparaben og pentýlparaben. Þar sem hár- og húðvörur eru notaðar daglega eða oft í viku eru þessar vörur þær vörur sem útsetja fólk hvað mest fyrir parabenum.

Hvaða hliðarverkanir geta parben haft á hársvörð og hár?

Paraben geta valdið ertingu og bólgum í hársverði og hársekkjum sem leiðir af sér þurrk, kláða og roða og hefur áhrif á hárvöxt og gæði hárs. Þetta verður svo til þess að hárið verður viðkvæmara og líklegra til að slitna og skemmast. Paraben geta því haft neikvæð áhrif á heilbrigði hársvarðar sem og hárvöxt og ættu sem minnst að koma fyrir í sjampóum, hárnæringum og öðrum hárvörum.
Listi af parabenum sem ber að varast í vörum fyrir hár og hársvörð
Þó margar vörur séu greinilega merktar paraben-fríar eru aðrar sem innihalda efni sem best er að hafa varann á gagnvart:

  • Metýlparaben
  • Etýlparaben
  • Bútýlparaben
  • Própýlparaben

Notar Hårklinikken paraben í sínar vörur?

Nei, paraben eru ekki notuð í neinum af okkar vörum. Við notum önnur heilsusamlegri efni til að auka endingu. Allar Hårklinikken-vörur eru grænar og lausar við litarefni, ilmefni, sílíkon og paraben. Við veljum innihaldsefni eftir virkni þeirra og árangri þegar kemur að því að meðhöndla, næra og vernda gerlaflóru hársvarðarins og skapa þannig sem best skilyrði fyrir hárvöxt. Niðurstaðan verður þykkkara, sterkara og heilbrigðara hár heilt yfir – ekki bara á yfirborðinu.

Ertu ekki viss um hvar á að byrja?

Við tökum aðeins við umsækjendum sem við teljum að geti hjálpað, svo hármat okkar á netinu er besti staðurinn til að byrja. Byggt á niðurstöðum þínum muntu annað hvort eiga rétt á meðferð strax eða við skipuleggjum ráðgjöf.