Það er eðlilegt að missa í kringum 50 til 100 stök hár daglega en hver er svo sem að telja? Ef hárið í hárburstanum eða í niðurfallinu er að aukast, hársvörðurinn virðist berangurslegri eða taglið virðist þynnra en áður kann það að vera vegna rýrnunar hársekkja.
Ókei, en hvað er rýrnun hársekkja?
Rýrnun hársekkja lýsir sér þannig að hársekkurinn minnkar smám saman og fer að framleiða hár sem er þynnra, veikbyggðara, viðkvæmara fyrir sliti og hefur grynnri rætur. Að lokum þýðir það að hársekkirnir geta ekki lengur framleitt hár sem sést með berum augum.
Svona er rýrnun hársekkja greind:
Margt fólk finnur að hárið verður smám saman þynnra og minna um sig. Aðrar vísbendingar eru ef tagl eða flétta er orðin þynnri og minni þéttleiki við gagnaugun þar sem fíngerð hár spretta oft. Þessi fíngerðu hár eru í raun hár úr smækkuðum hársekkjum.
Hvaða áhrif hefur rýrnun hársekkja á þykkt hárs og grófleika:
Þéttleikinn heilt yfir (oft kölluð þykkt hársins í daglegu tali) segir til um fjölda hára á höfðinu en grófleikinn er þykkt hvers hárs, þ.e. þvermál þess. Flest fólk upplifir að þykkt hársins minnki og að hvert og eitt hár verði fíngerðara og veikbyggðara.
Áhrif rýrnunar hársekkja á áferð hársins:
Hárið verður fíngerðara og veikbyggðara með rýrnuninni sem þýðir að ytra byrði þess verður lélegra og hæfileiki þess til að viðhalda sama raka og áður minnkar. Þetta getur orðið til þess að hárið verður úfnara, þurrara og viðkvæmara fyrir sliti. Hjá sumum minnka krullur og liðir og hárið verður úfið eða jafnvel frekar slétt.
Þessi rýrnun getur verið ástæðan fyrir því að ekki tekst að safna síðu hári.
Þegar rýrnun hársekkja á sér stað er hárið skemur í vaxtarfasa sem þýðir að hárlosfasinn byrjar fyrr. Þegar allt er eins og best verður á kosið getur hárið vaxið í sex til sjö ár. En þegar rýrnunin hefur staðið yfir í mörg ár getur hárið bara vaxið í eitt til tvö ár og í versta falli kannski bara hálft ár. Ekki nóg með það að lífsferill hársins sé mun styttri heldur vex það mun hægar svo erfitt verður að ná fyrri sídd. Enn fremur dregur veikbyggt hár ekki í sig nægan raka og er viðkvæmara fyrir sliti sem gerir enn erfiðara að safna því.
Hvað er arfgeng hárþynning? Hvernig tengist hún rýrnun hárs og hársekkja?
Þetta er algengasta gerð hárþynningar. Í stuttu máli er um að ræða nokkuð sem kallast hormónaskalli. Oftast tengist þessi gerð hárþynningar aldri en getur hafist mun fyrr, jafnvel á unglingsárum. Hormónaskalli felur í sér að hársekkir rýrna.
Hvað veldur rýrnunni?
Algengir áhrifaþættir:
- Streita
- Óheilbrigður hársvörður
- Skortur á næringarefnum
- Ákveðin lyf
- Sjúkdómar
- Stífar hárgreiðslur svo sem snúðar og tögl
Þetta er ekki allt vonlaust samt!
Ferlið tekur tíma og hér eru skref sem hægt er að stíga til að stemma stigu við þessu vandamáli. Aðalatriðið er að hugsa vel um hársvörð og hársekki.
Þá kemur Hårklinikken til sögunnar.
Rýrnunin kann að hafa verið í gangi í nokkur ár þegar fólk loks tekur eftir hárþynningunni. Við mælum með að bóka ráðgjöf hjá Hårklinikken-hársérfræðingi til að komast að því hvort þetta vandamál sé til staðar. Í fyrsta tíma greinir hársérfræðingurinn ástand hárs og hársvarðar og spyr mikilvægra spurninga til að hanna meðferð sem hámarkar heilbrigði hársvarðar og eflir vöxt á heilbrigðu og sterku hári.
Ekki viss hvar á að byrja?
Við sinnum einungis viðskiptavinum sem við teljum að við getum hjálpað. Þess vegna er best að byrja á því að taka hárprófið okkar á netinu. Eftir því hvað kemur út úr því, hentar þér annaðhvort ákveðin meðferð strax eða við skipuleggjum viðtal til frekari skoðunar.