STYLING SPRAY
INNIHALDSLÝSING
Ethyl Alcohol, Water (Aqua), Polyurethane-14, AMP-Acrylates Copolymer, Phenethyl Alcohol, Glycerin, Caprylhydroxamic Acid, Caprylyl/Capryl Glucoside, Hydrolyzed Rice Protein, Equisetum Arvense (Horsetail) Extract, Polyglyceryl-5 Oleate, Sodium Cocoyl Glutamate, Glyceryl Caprylate, Helian- thus Annus (Sun ower) Flower Extract, Calendula Ocinalis (Marigold) Flower Extract, Citric Acid, Aminomethyl Propanol
Sett saman úr aðeins hágæða innihaldsefnum.
Okkur er mjög annt um velferð okkar viðskiptavina og við leggjum okkur fram um að veita leiðsögn, fræðslu, kærleik og umhyggju gegnum allt þeirra vaxtarskeið. Með Skandinavískri arfleifð og ómældri virðingu fyrir náttúrunni, leggjum við okkur fram um að bjóða skilvirkar vörur, unnar úr náttúrulegum hráefnum og gerðar til að stuðla að heilbrigði hársins innan frá.
Ilmefnalaust
Parabenfrítt
Án jarðolíuefna
Silicone Free
NOTKUN
Notist í þurrt hár. Haltu stútnum í u.þ.b. 30 sentímetra fjarlægð frá hárinu þegar Styling Spray er borið í hárið. Mótaðu síðan hárið að vild. Endurtaktu ferlið á ný ef þú óskar eftir öflugra haldi.

FÆRIR HÁRINU NÆRINGAREFNI
Styling Spray verndar og nærir hárið ásamt því að veita hármótuninni endingargott hald. Spreyið er ekki í hefðbundnum úðabrúsa og inniheldur morgunfrú, hrísgrjónaprótín og efltingarþykkni sem gera hárinu gott í stað þess að þurrka það og skaða líkt og hefðbundnar mótunarvörur eiga til að gera. Mælt með fyrir allar gerðir hárs og hvern þann sem er að leita eftir auknum ljóma og góðu haldi. Finndu hvernig hárið verður betra við hverja notkun.
STYLING SPRAY - ALMENNAR SPURNINGAR
Gerir þetta hárið þitt stökkt?
Nei, alls ekki. Spreyið er hugsað til þess að vera spreyjað úr u.þ.b. armlengd frá höfðinu þar sem það gefur virkni á víðara svæði. Ef spreyjað er of nálægt hárinu þá getur efnið safnast fyrir á litlu svæði sem gæti orsakað tilfinningu fyrir að hárið sé örlítið stökkt.
Er þetta meira fyrir áferð eða hald?
Spreyið er fjölnota og getur bæði verið notað til að skapa hald eða áferð. Það má nota á sama hátt og sjávarsaltsprey eða vaxsprey.
Get ég notað þetta í blautt hár?
Nei, við mælum ekki með því að nota þessa vöru í blautt hár.
Hvað endist „haldið“ lengi?
Allan daginn. Þú átt að geta lokið við hárið með spreyinu og haldið útlitinu þar til þú kemur heim á ný.
Mun þetta skaða hársvörðinn minn?
Nei, Þú getur meira að segja úðað Styling spreyinu beint í hársrótina til að fá aukna lyftingu. Það mun skolast úr með einhverju af hreinsi-sjampóunum okkar og mun hvorki erta né þurrka hársvörðinn.