Shopping cart .innerHTML = '(' + (0) pcs
  Grein skrifuð af Fréttablaðinu

  Samkvæmt rannsóknum Hårklinikken, auk annarra, hefur COVID-19 faraldurinn ekki aðeins haft neikvæð áhrif á heilsu og almenna velferð heldur hefur faraldurinn einnig mögulega haft áhrif á hárþynningu hjá fjölda karla og kvenna. Að sögn Lars Skjøth, stofnanda og aðalrannsakanda Hårklinikken, hafa bæði karlar og konur upplifað hárþynningu í kjölfar sýkingar. Lars segir að þetta sé ekki bein afleiðing af veirunni en það megi rekja þetta til álags sem fólk upplifi, sem sannarlega hefur aukist hjá mörgum í faraldrinum.

  „Rannsóknir benda til þess að COVID-19 ráðist ekki á hársekkina og hárlos er ekki viðurkennt eins og stendur sem einkenni sjúkdómsins sjálfs. Hárlosið sem verður er oft afleiðing af sálrænu og tilfinningalegu álagi sem fylgir kórónuveirunni," segir hann og vitnar í frumrannsóknir sem bæði fyrirtækið hefur framkvæmt og fleiri.

  Lars útskýrir að í hvert skipti sem líkaminn verði fyrir álagi beini hann orkunni í lífsnauðsynlega virkni eins og að gróa og gera við sjálfan sig, frekar en að láta nýtt hár vaxa. „Telogen effluvium (TE) er hárloskvilli sem verður þegar fleiri hár en venjulega fara í dvalarfasa (telogen) í hárvaxtarferlinu á sama tíma. Að jafnaði missum við um 20 til 100 hár á hverju degi en TE stóreykur þetta magn. Röskunin getur kviknað í kjölfarið á líkamlegu áfalli, þar með talið stórum aðgerðum, meðgöngu og fæðingu, ásamt undirliggjandi sjúkdómum. Enn fremur kunna einstaklingar sem upplifa langvarandi einkenni eftir að þeir veikjast af COVID-19, ásamt þeim sem hafa aldrei sýkst af veirunni, að upplifa aukið hárlos að jafnaði um þremur mánuðum eftir sýkingu.“

  Álag eitt og sér veldur þó ekki hárlosi
  „Hins vegar getur það sannarlega leitt til hormónabreytinga sem eru síður en svo góðar fyrir okkur og valda hárlosi og hárþynningu. Álag tekur oft stjórnina í lífinu og hefur einnig áhrif á okkur á margan hátt. Við fáum minni svefn, borðum óhollt, drekkum meira alkóhól, reykjum meira en vanalega – allir þessir þættir geta sett af stað keðjuverkun og hraðað hárþynningu. Margir hafa verið í útgöngubanni svo mánuðum skiptir, verið með börn í heimakennslu eða eru kannski að missa starfið eða fyrirtækið. Þessar sálrænu afleiðingar, allt frá takmörkunum stjórnvalda til þess einfaldlega að hafa áhyggjur af framtíðinni, þýða að þegar einstaklingar sýkjast af veirunni hafa þeir þegar orðið fyrir áhrifum af öðrum álagsþáttum og kunna að verða fyrir meira hárlosi en ef allt hefði verið eðlilegt fram að því,“ segir hann.

  Lars telur að ásamt hugsanlegum hormónabreytingum kunni skortur á nauðsynlegum næringarefnum einnig að auka á vandann.

  „Að sjálfsögðu skoðum við þetta hjá hverjum einstaklingi fyrir sig þar sem kyn, þjóðernislegur bakgrunnur, hvar þú býrð, lífsmáti og daglegar venjur hafa allir sitt að segja“ segir hann að lokum.

  Are you in the right place?

  Please choose your shop

  Iceland
  ×

  It's more than hair. It's you