Shopping cart .innerHTML = '(' + (0) pcs

    Hársvörðurinn er viðkvæmt vistkerfi. Heilbrigður hársvörður er grunnurinn að því að hárið vaxi og dafni. Vissulega er hægt að vera með gott hár án þess að hársvörðurinn sé í sérlega góðu ástandi. Hins vegar geta vandamál eins og hárþynning valdið ójafnvægi í hársekkjum. Hér á eftir gefum við nokkur úrvals ráð varðandi umhirðu hársvarðarins og fjöllum um tiltekin vandamál sem geta leitt til hárþynningar.

    Hársérfræðingar Harklinikken eru færir um að greina breytingar á heilbrigði hársvarðarins og veita heildræna ráðgjöf varðandi hárþynningu. Þú kemst á rétt spor með þeirra aðstoð og færð þykka, fallega hárið sem þú óskar þér.

    Umhirða hársvarðarins er mikilvægur hluti í umhirðu líkamans
    Vanræksla á umhirðu hársvarðarins er eins og að gleyma að steypa grunninn áður en húsið er byggt. Hin sýnilega ytri fegurð tengist á beinan hátt hinni sterku undirstöðu að innan. Margar hárvörur húða hárlokkana að utanverðu og gefa vissa tálsýn um heilbrigði en mjög fáar slíkar vörur bæta heilbrigði hársvarðarins í raun eða skapa fullnægjandi grunn til þess að hárið geti vaxið og dafnað. Harklinikken leggur höfuðáherslu á að fegurð þín ljómi að innan sem utan og við vitum að fegurðin hvílir á réttri umhirðu hársvarðarins.

    Því betur sem þú hirðir um hársekkina því síðara og heilbrigðara verður hárið. Slíkt þýðir að nota rétta aðferð við reglulegan hárþvott. Því miður eru hársverðir okkar viðkvæmari fyrir húðvandamálum en aðrir hlutar líkamans vegna aukins magn af hársekkjum og fitukirtlum. Þegar röskun verður á þessu viðkvæma vistkerfi getur slíkt valdið ertingu, roða, sýkingum og bólgu sem veldur hárþynningu eða hárlosi. Við verðum því að hugsa betur um hársvörðinn.

    Við mælum með þvotti á hverjum degi eða annan hvern dag til að halda hársverðinum í besta ásigkomulagi. Hárið verður heilbrigt og gljáandi þegar þú bætir umhirðu hársvarðarins við daglega líkamsumhirðu þína.

    Ráð við hárþynningu
    Hárþynning er eðlilegt ferli sem margir upplifa á einhverjum tímapunkti í hárvegferð sinni. Besta ráðið við hárþynningu er umhirða hársvarðarins og við skulum líta á nokkrar vörur sem henta til slíkrar umhirðu.

    Vörur eins og Balancing Shampoo frá okkur hreinsa hársvörðinn gætilega. Hársápan inniheldur náttúruleg innihaldsefni eins og sinnepsfræ og lífrænt ræktaða hafra sem sefa hársvörðinn og skapa afbragðs aðstæður fyrir heilbrigðan hárvöxt.

    Engar vörur frá Harklinikken innihalda paraben, SLS, litarefni, ilmefni eða sílíkon. Vörurnar frá okkur verka á gætilegan hátt og skapa afbragðs vistkerfi fyrir hársvörð og hársekki. Við mælum með Extractinu frá Harklinikken sem ráð við hárþynningu. Extractið virkjar hársekki og örvar vöxt fyrirliggjandi hárs og endurheimtir þykktina allt frá hárrótum til hárenda.

    Sjampóin frá okkur vinna einnig gegn hárþynningu. Hver hárvara hreinsar gætilega hársvörðinn og hársekkina. Þannig myndast úrvals aðstæður fyrir heilbrigðan hársvörð og heilbrigt hár. Notaðu einnig Daily Conditioner úr rakagefandi vörulínunni okkar til að bæta gæði, heilbrigði, áferð og gljáa hársins.

    Sérfræðingar okkar geta aðstoðað þig við að sporna gegn hárþynningu og endurheimta heilbrigði hársvarðarins með efnablöndum sem hvíla á traustum vísindalegum grunni og innihaldsefnum úr jurtum.

    Hársvörðurinn þinn er í fyrirrúmi
    Harklinikken hefur þróað efnablöndur fyrir hársvörð til að draga úr hárþynningu í yfir 28 ár. Sérfræðingar okkar búa til sérstaka efnablöndu til að meðhöndla hársvörð hvers og eins. Síðan eru gerðar reglubundnar breytingar á blöndunni á meðan meðhöndluninni stendur. Við veitum ráðgjöf varðandi heilbrigði hársvarðarins og göngum úr skugga um að aðeins nærandi og vandamálalaus innihaldsefni komist í snertingu við hársvörðinn.

    Are you in the right place?

    Please choose your shop

    Iceland
    ×

    It's more than hair. It's you