Verslunarkarfa .innerHTML = '(' + (0)

    Húðin í hársverðinum eldist hraðar en önnur húð líkamans 

    Vissir þú að hársvörðurinn eldist sex sinnum hraðar en húðin í andlitinu og tólf sinnum hraðar en húðin á líkamanum? Reyndar er hársvörðurinn sá hluti húðarinnar sem eldist hraðast. Og – um leið og öldrun er fullkomlega eðlilegt og óhjákvæmilegt ferli – þá getur rétt umhirða hársvarðarins hægt á öldrunarferlinu og verið gríðarlega gagnleg fyrir heilsu og slitþol hársins. Við ættum öll að hugsa miklu betur um hársvörðinn og halda honum eins heilbrigðum og hægt er, eins lengi og hægt er. 

    Hvers vegna eldist hársvörðurinn hraðar?

    Í leðurhúð hársvarðarins er bandvefur og breytingar á þessum bandvef með tímanum draga úr styrk húðarinnar og teygjanleika. Eftir því sem við eldumst verður hársvarðarhúðin þynnri í sívaxandi mæli; þetta mætti kalla „hrörnun teygjuvefs“ (e. elastosis). Í leðurhúðinni er einnig fjöldi æða, fitu- og svitakirtlar, taugar, hársekkir og önnur kerfi. Æðarnar í leðurhúðinni byrja að hrörna og verða viðkvæmari þegar við eldumst. 

    Hvernig hefur öldrun hársvarðarins áhrif á hárið? 

    Því miður getur öldrun hársvarðarins haft margvísleg áhrif á hárið

    Hárvöxtur — Meðalhraði hárvaxtar í ungum hársverði er u.þ.b. 1,25 cm á mánuði. Í hársverði sem er að eldast þá getur hárvöxtur hins vegar dregist saman um allt að 80% og vaxið um litla 0,25 cm á mánuði. 

    Hárgæði — Fitukirtlar framleiða minni fitu eftir því sem fólk eldist. Fitukirtlar kvenna framleiða smám saman minni fitu frá tíðahvörfum og þar eftir. Þetta getur haft í för með sér að erfiðara verður að halda húðinni rakri sem síðan veldur þurrki og kláða. Minnkandi fituframleiðsla hefur áhrif á náttúrulega dreifingu fitunnar og getur verið þáttur í þurrki og tilfinningu fyrir stökku og brotgjörnu hári. Karlmenn upplifa líka svolitla minnkandi fituframleiðslu, yfirleitt eftir áttrætt. 

    Sýnileg merki — Brotgjarnt hár, flasa, viðkvæmur og kláðagjarn hársvörður. 


    Hvaða aðrir þættir geta spilað inn í? 




    Öldrun hársvarðar er eðlilegur hluti lífsins en getur líka komið til vegna aðstæðna eins og sólskins, erfða, næringarvandamála, minnkandi kollagens, slæmrar blóðrásar, nýrna- eða lifrarvandamála og vítamínskorts.

     

    Hvernig getur þú haldið hársverðinum heilbrigðum?

    Notaðu réttu vörurnar — Flestar vörur sem fást í dag eru gerðar til að láta hárið líta vel út en geta innihaldið efni sem eru slæm fyrir hársvörðinn eða hárið og geta haft neikvæð langtímaáhrif. Þær geta breytt náttúrulegu ástandi hársvarðarins og skapað óheilbrigt umhverfi fyrir hárvöxt. Þú ættir aðeins að nota náttúrulegar vörur með gæðainnihaldsefnum.

    Harklinikken Extract, Shampoo & Conditioner

    Þvoðu hárið reglulega —
    Þú þarft að þvo hársvörðinn daglega eða annan hvern dag á réttan hátt með náttúrulegum vörum sem eru gerðar sérstaklega fyrir sem best hársvarðarheilbrigði. Ef þú hugsar ekki almennilega um hársvörðinn þá hættir þú á að stífla eða skemma hársekkina og skekkja ph-jafnvægi hársvarðarins. Þetta getur haft í för með sér ertingu, sýkingu og að lokum þynningu hárs.

    Stundaðu fyrirbyggjandi aðferðir — Því fyrr sem þú byrjar að hugsa vel um hársvörðinn, því betra.

    Hvernig er best að sinna hársverðinum?

     

    Hár og hársvörður okkar er eins misjafn og við erum mörg þannig að mikilvægt er að finna réttu vörurnar og meðferðina fyrir hvern og einn. Hjá Harklinikken sérsníðum við meðferðina að þér, bæði hári og hársverði. Við búum til sérsniðna meðferðaráætlun fyrir hvern og einn viðskiptavin til að aðstæður fyrir heilbrigðan hársvörð og hársekki séu sem bestar.

    Verðlaunavaran okkar, Hair Gain Extract, sem unnin er úr náttúrulegum innihaldsefnum, og vörulína með stuðningsvörum eru gerðar til að vinna saman að því bæta heilbrigði hársvarðar og laða fram bestu kosti hársins.

    Við höfum yfir 100.000 viðskiptavini um allan heim og við fáum oft að heyra að eftir að hafa byrjað meðferðaráætlun hjá okkur og fengið ráðgjöf frá sérfræðingum þá upplifa þeir að hárið er jafnvel betra en það var fyrir 20 árum!

    Are you in the right place?

    Please choose your shop

    Iceland
    ×

    It's more than hair. It's you