Margar konur trúa því að notkun hármaska, krema og olía sé lykillinn að fallegu hári. Það eru reyndar margar frábærar vörur á boðstólum til að ná fram gljáa og fyllingu; en vissir þú að heilbrigt hár stendur og fellur með ástandi hársvarðarins og hársekkjanna? Skán/flasa og skemmdir í hársverði geta haft áhrif á gæði hársins þannig að fyrsta skrefið er alltaf að koma hársverðinum í heilbrigt ástand til að geta látið sér vaxa frábært hár.
Veltu þessu aðeins fyrir þér; rætur hársins liggja undir yfirborði hársvarðarins. Þannig að það er staðurinn til að hefja vegferð sem leiðir til heilbrigðara hárs. Allar konur geta skartað fallegu, glansandi hári og það hefst með því að setja hársvörðinn í forgang.
Þú getur auðveldlega bætt umhirðu hársvarðarins inn í þína daglega sjálfsumhyggju. Hvort sem þú vilt vinna bug á viðkvæmni fyrir hárþynningu, öðlast þykkara, sterkara hár eða einfaldlega viðhalda fallegu lokkunum þínum; það að koma hársverðinum í samt lag getur hjálpað þér. Hér eru góð ráð til að hefjast handa við að byggja upp heilbrigðan hársvörð. Frábær árangur er handan við hornið!
Fjarlægðu skán af hársverðinum svo hárið geti vaxið óhindrað
Skán eða lag á hársverðinum er ein af ástæðum þess að hár þynnist. Þegar hlaðist hefur upp skán þá getur hún hindrað eðlilega starfsemi hársekkjanna og haft þannig áhrif á hárið. Með tímanum geta þeir skroppið saman eða hætt að framleiða hár. Þættir sem geta valdið myndun skánar í hársverði eru meðal annars vörur sem innihalda kemísk efni og sílíkon, eða árangurslaus hreinsun. Prófaðu að nota hið áhrifaríka Balancing shampoo sem er hannað sem meðferð og byggir á efnisþáttum úr plönturíkinu – án sílíkona, parabena, litar- eða ilmefna. Það mun koma skilyrðum í hársverðinum í gott lag, fjarlægja skán sem gefur honum færi á að anda og búa þannig í haginn fyrir hárvöxt.
Notaðu náttúrulegar mótunarvörur svo hársvörðurinn sé laus við kemísk efni
Hársprey, gel og vax hjálpa okkur að ná fram okkar uppáhalds hárgreiðslu en geta jafnframt skaðað hárið okkar og hársvörðinn. Flestar mótunarvörur á markaðnum innihalda mörg skaðleg efni sem gera hársverði þínum enga greiða. Samt sem áður er hægt að finna vörur sem hjálpa þér að ná fram þínu óskaútliti og gera hárinu þínu gagn í leiðinni. Prófaðu Styling Gel sem er létt og byggir á náttúrulegri efnasamsetningu og hársvörðurinn uppsker ávinninginn.
Nuddaðu hársvörðinn til að örva vöxt og raka
Að nudda hársvörðinn eykur blóðflæði til svæðisins og dreifir úr náttúrulegum olíum í hársverðinum. Þetta heldur raka að rótunum, örvar hárvöxt og leggur þannig grunn að fallegu yfirbragði alls hárs á höfðinu. Til viðbótar því að nudda hársvörðinn reglulega þá skaltu nudda hann rækilega um leið og þú setur sjampó í hárið. Fylgdu því svo eftir með því að nota Hydrating Creme til að festa raka í hárstrengjunum og styrkja alhliða heilbrigði hársins og hársvarðarins.
pH-gildi hársvarðarins haldið við
Listi með góðum ráðum varðandi heilbrigði hársvarðar væri ekki tæmandi nema koma inn á sýrustig eða pH-gildi. Heilbrigt pH-gildi kemur í veg fyrir vandamál í hársverðinum og skapar bestu skilyrði fyrir hárvöxt. Prófaðu að nota saman Balancing og Restorative sjampóum sem meðferð bæði sjampóin byggja á samsetningum úr plönturíkinu. Notaðu alltaf Balancing sjampóið fyrst og bættu svo Restorative sjampóinu við (án þess að skola Balancing sjampóið úr fyrst). Náttúruleg sjampó búa til bestu skilyrðin til að ná fram og viðhalda fallegu hári.