Verslunarkarfa .innerHTML = '(' + (0)

    Allir ganga í gegnum það að fella hár. Það kann að vera óheppilegt á stundum en hárfall er samt fullkomlega eðlilegt ferli. Hárið mun alltaf þurfa að víkja og skapa rými fyrir nýtt hár að vaxa. Hárfall getur færst í aukana fyrir ýmissa hluta sakir, svo sem vegna stress sem getur leitt til ójafnvægis í hormónum og vegna aukaverkana af völdum lyfja. En alla jafna þegar hár fellur, vex nýtt hár í þess stað. Ef þú tekur eftir því að meira hár verður eftir í hárburstanum en venjulega þá gætir þú velt fyrir þér; hver er munurinn á hárfelli og hárþynningu eða jafnvel hármissi?

    Þó það ferli að fella hár sé bæði náttúrulegt og óumflýjanlegt er hægt að rugla því saman við hárþynningu sem er afleiðing þess þegar hársekkir taka að minnka. Smækkun hársekkja gerist þannig að þeir skreppa saman með hverri kynslóð af nýju hári. Þegar hár úr smækkuðum hársekk fellur verður arftaki þess bæði fíngerðara og þynnra. Til allrar hamingju, hvort heldur þú upplifir hárfelli eða hárþynningu, er ástand þitt eðlilegt.

    Hjá Harklinikken bjóðum við upp á áhrifaríkar meðferðir við hárþynningu sem geta gagnast þér og venjan er sú að því lengur sem einstaklingur fylgir okkar sérsniðnu áætlun fyrir hárið því lengri verður lífsferill hársins.

    Hér fyrir neðan förum við yfir nokkur þeirra einkenna sem aðgreina hárfall frá hárþynningu ásamt því að skoða nokkrar leiðir til að meðhöndla hvert ástand.

    Streituvaldarnir í lífi þínu
    Þú getur öðlast dýrmæta innsýn í ástandið á hárinu einungis með því að veita streituvöldunum í lífi þínu eftirtekt. Stórfellt þyngdartap, þungun, veikindi, skurðaðgerðir, ný lyf og fleiri líkamlegir og andlegir streituvaldar geta mögulega aukið á hárlos með því að raska hormónastarfsemi. Þetta getur bæði orsakað hárfall og leitt til hárþynningar með því að flýta fyrir smækkun hársekkjanna.

    Magn hárs sem fellur daglega
    Það getur talist eðlilegt að fella 50–100 hár á dag en aðeins fyrir sumt fólk, sérstaklega það sem hefur þykkt hár. Hár í þessu magni kann að virðast of mikið í hárburstanum eða niðurfallinu í sturtunni en það getur samt verið innan þeirra marka sem eðlilegt er að fella á degi hverjum. Ef þú upplifir það að meira hár sé að falla af en venjulega, eða hefur annars konar áhyggjur af því hve mikið hár þú fellir; þá geta hársérfræðingar okkar hjálpað þér að greina ástæður þess, hvort það er eitthvað til að hafa áhyggjur af eða hvort um er að ræða smækkun hársekkja sem veldur raunverulegri hárþynningu eða hármissi.

    Skaðlegar hárvörur
    Skaðlegar hárvörur geta verið sökudólgurinn þegar kemur að hárþynningu. Notkun á vörum með skaðlegum kemískum efnum getur með tímanum leitt til hárþynningar þar sem mörg innihaldsefnanna í þeim geta skaðað hársvörðinn og hársekkina. Að skipta yfir í hreinni vörur fyrir umhirðu hársins sem innihalda kraftmiklar efnasamsetningar úr plönturíkinu, getur skipt sköpum fyrir hárið og hjálpað þér að endurheimta það þykka, fallega og ljómandi hár sem þú þráir að skarta – það gæti reynst vera hin endanlega meðferð við hárþynningu.

    Smækkun hársekkja
    Þegar þú ferð í skoðun hjá hársérfræðingi þá kemstu að því hvort þú ert að ganga í gegnum smækkun hársekkja. Þetta ferli orsakar það að hársekkirnir skreppa saman og sitja grynnra í yfirborði hársvarðarins. Það eru helstu merki þess að þú sért að upplifa hárþynningu frekar en hárfall. Sem betur fer þá höfum við sérhannað vörur á borð við Extractið okkar til að berjast gegn smækkun hársekkja og er að gagnast sem meðferð gegn hárþynningu. Vörurnar okkar munu styrkja hársekkina og gera þeim kleift að framleiða þykkt og líflegt hár á nýjan leik.

    Ef þú ert ennþá í óvissu um hvort þú glímir við hárfall eða hárþynningu, þá ekki hika við að hafa samband við hársérfræðing. Byrjaðu á einnar mínútu hár-skyndiprófinu okkar til að fá sérhæfðar ábendingar og aðferðir til að geta byrjað strax í dag að láta þér vaxa þykkara og fyllra hár. Hársérfræðingarnir okkar munu glaðir ræða þín áhyggjuefni og leiðbeina þér um val á vörum sem stuðla að heilbrigði hárs og hársvarðar.

    Are you in the right place?

    Please choose your shop

    Iceland
    ×

    It's more than hair. It's you