Shopping cart .innerHTML = '(' + (0) pcs

    Fyrir heilbrigt og líflegt hár er bráðnauðsynlegt að hugsa vel um hársvörðinn. Örveruflóra hársvarðarins er viðkvæm og það er auðvelt að koma henni úr jafnvægi með umhverfi, hormónum eða sumum hárvörum. Margar vörur eru gerðar til að láta hárið líta vel út en innihalda oft efni sem ættu ekki að komast í snertingu við hársvörð eða hár. Þessi efni geta breytt fullkomnu líffræðilegu umhverfi hársvarðarins en óheilbrigður hársvörður í ójafnvægi er einn af aðalorsökum hárþynningar. Þess vegna einbeitum við hjá Harklinikken okkur alltaf að hársverðinum og setjum hann í forgang þegar við hjálpum þér að ná markmiðum þínum.  

    Þannig að við skulum skoða mismunandi hársvarðargerðir, allt frá heilbrigðum til feits eða þurrs hársvarðar og sjá hvernig hver gerð getur haft áhrif á hárvöxt. Við skoðum líka leiðir til að meðhöndla og gera sem mest fyrir allar gerðir hársvarðar til að fá meira lifandi, þykkara og heilbrigðara hár. 

    Heilbrigður hársvörður

    Heilbrigður hársvörður er með jafna fituframleiðslu í fitukirtlunum, hreinn og með góðan raka. Á honum er engin flasa, þurrkablettir eða roði og ekki heldur neinar leifar skaðlegra vara. Hann er laus við kláða eða hvers konar ertingartilfinningu.

    Er hársvörðurinn mjög feitur?

    Fitukirtlarnir eru mjög mikilvægir til að viðhalda raka í hársverði og hári. Þegar þessir kirtlar fara að framleiða fitu í of miklu magni þá getur hárið hins vegar orðið fitugt og þungt. Það getur meira að segja litið út fyrir að vera blautt, löngu eftir þvott. Fitumagnið getur verið minna greinanlegt hjá sumum hártegundum eins og í hrokknu hári en þú gætir fundið fyrir litlum bólum í hársverðinum eða miklum kláða. Mjög feitur hársvörður getur komið til vegna ófullnægjandi umhirðu hársvarðar, líkamsefna, mataræðis, hormóna eða streitu, sem getur leitt til hárloss eða hártaps.

    Er hársvörðurinn þurr?

    Þegar fitukirtlarnir framleiða ekki næga fitu verður hársvörðurinn þurr vegna þess að húðin fær ekki nægan raka. Kláði og erting eru líka einkenni þurrs hársvarðar en litlar hvítar flögur eða sár gætu líka komið í ljós. Einstaklingar sem eru gjarnir á að fá þurra húð í andliti eða á líkama eru líklegir til að upplifa þetta í hársverðinum. Þetta vandamál getur orðið enn verra með því að nota vörur sem innihalda óholl efni, við háan hita á hárgreiðslutækjum eða þegar dvalið er í köldu og þurru loftslagi.

    Hvernig á að meðhöndla feitan eða þurran hársvörð?

    Þú getur veitt feitum hársverði meðferð með Stabilizing Shampoo frá Harklinikken sem er unnið úr náttúrulegum efnum. Það er samsett á einstakan hátt til að djúphreinsa hársekkina á mildan hátt með krafti úr rót krókalappa; mögnuðu bólgueyðandi efni. Stabilizing Shampoo kemur jafnvægi á húðfitu til að koma í veg fyrir feitan hársvörð og hárþynningu.

    Hlúðu að þurrum hársverði með áhrifaríku Balancing Shampoo frá Harklinikken. Það hjálpar til við að koma jafnvægi á ph-gildi hársvarðarins og hreinsa og næra hárið á mildan hátt með styrktri sinnepsfræsolíu. Niðurstaðan er heilbrigðari hársvörður og sterkara hár sem slitnar minna. Húðlæknar mæla oft með Balancing Shampoo til að uppræta flösu og vægt flösuexem.

    Reglulegur hárþvottur er nauðsynlegur

    Í rauninni er hægt að hugsa um hársvarðarumhirðu á sama hátt og hugsað er um húðumhirðu. Ef andlitið er ekki hreinsað í nokkra daga þá missir húðin ljómann og þú gætir fundið fyrir ertingu eða fengið bólur. Hreinsun verður að meðferð fyrir hársvörðinn og hárið með því að hámarka hársvarðarheilbrigði fyrir sem mestan hárvöxt.

    Skilningur á psóríasis í hársverði og flösuexemi 

    Óheilbrigður hársvörður getur einnig komið til af heilsufarsástæðum eins og psóríasis í hársverði eða flösuexemi. Þessir sjúkdómar geta valdið svipuðum einkennum, t.a.m. bólginni og flagnandi húð. Þess vegna ráðleggjum við alltaf viðskiptavinum okkar að ráðfæra sig við húðsjúkdómafræðing eða lækni áður en þeir byrja meðferð hjá Harklinikken.

    Psóríasis í hársverði er krónískur bólgusjúkdómur sem orsakar þykkar, þurrar flögur í hársverðinum. Þessar flögur eru silfurhvítar og umkringdar rauðleitum flekkjum (eða fjólulitum í dekkri húðgerðum). Einkennin verða oft verri í þurru vetrarveðri, ef verið er að taka inn ákveðin lyf, við mikið álag eða þegar hormónabreytingar eru í gangi. Því miður er engin lækning til við psóríasis í hársverði en húðsjúkdómafræðingar eða læknar geta mælt með ýmis konar meðferð til að halda sjúkdómnum niðri. Þar á meðal eru sterakrem, D3-vítamínkrem, útfjólublátt ljós og lyf til að bæla niður ónæmiskerfið. Karlmenn og konur verða í jöfnum mæli fyrir þessum sjúkdómi. Psóríasis í hársverði getur komið upp á hvaða aldursskeiði sem er en byrjar venjulega á fullorðinsárum.


    Flösuexem
    kemur til vegna ójafnvægis í bakteríu- og sveppaflóru hársvarðarins sem leiðir af sér gulleitar flögur á húðinni. Þessar flögur eru olíukenndar þegar þeim er nuddað á milli fingra. Flögurnar geta orðið þykkar og langvarandi ef þær eru ekki meðhöndlaðar og aðrar bakteríusýkingar geta komið fram. Að skafa flögurnar af getur leitt til sýkinga og öramyndunar. Flösuexem getur komið fram hjá fólki á öllum aldri og kynjum.  Margir upplifa breytileg bólgutímabil vegna mismunandi streituálags, veðuraðstæðna, lífsstíls og svefnmynsturs. Húðsjúkdómafræðingur gæti mælt með sveppasjampói/-kremi og bólgueyðandi lyfjum. Notkun á sterakremum getur einnig verið áhrifarík skammtímameðferð.

    Hægt er að öðlast heilbrigðan hársvörð og þykkara og meira lifandi hár

    Lykillinn að frábærum hárvexti er að greina hársvarðargerðina og rót vandamála á réttan hátt. Hair Gain Extract frá Harklinikken, sem unnið er úr náttúrulegum efnum, og vörulína með stuðningsvörum eru hannaðar til að hámarka heilbrigði hárs og hársvarðar með sérsniðinni, alhliða og samvirkri nálgun. 

    Spurningar og svör um hársvörð — Öllum þínum spurningum um hársvörð svarað

    Hvernig er hársvörðurinn öðruvísi en andlitshúðin?    

    Hársvörðurinn hefur lægri varnarþröskuld sem þýðir að honum er hættara við húðvandamálum þar sem hann hefur ekki sömu vörn gegn óæskilegum umhverfisáhrifum. Hársvörðurinn hefur líka fleiri hársekki og fitukirtla en andlitið og þess vegna er mikilvægt að þvo hárið daglega eða annan hvern dag til að koma í veg fyrir hárþynningu. 

    Er öruggt fyrir hársvörðinn að nota þurrsjampó?

    Þurrsjampó er með verstu vörunum sem þú getur notað á hársvörðinn — það er ekki einu sinni sjampó! Það lætur mann halda að hárið sé nýþvegið, þökk sé kemískum efnum og dufti sem getur stíflað hársekkina og raskað örveruflóru hársvarðarins. Þurrsjampó veldur oft snertiofnæmi, húðbólgum og sýkingum í hársverði. Langtímanotkun getur leitt til hártaps og hárþynningar. Almennt séð grafa flest efni sem notuð eru í þurrsjampó og aðrar hársnyrtivörur undan heilbrigði hárs og hársvarðar. Þessi skaðlegu efni skapa útlit, lykt eða áferð og er ekki ætlað að koma í snertingu við húð. Í staðinn skilja þessar vörur oft eftir skán á hársverðinum sem veldur gljálausu og líflausu hári. 

    Ætti ég að nota hársvarðarskrúbba?

    Nei. Skrúbbar virka á húð með mjög litlu eða engu hári en geta verið skaðlegir og raskað örveruflóru hársvarðarins. Flestir skrúbbar innihalda efni sem henta ekki fyrir hársvörð, til dæmis:
    • Bútýlfenýl metýlprópanól — gervi ilmefni; tengt við ofnæmi og húðviðbrögð.  

    • Límónen — ilmefni og leysiefni sem er í berki sítrusávaxta. Límónen brotnar niður í snertingu við ýmsar oxunarvörur við geymslu og útsetningu fyrir sólarljósi og lofti sem virka sem ertingarvaldar í húð og öndunarfærum.

    • Sítrónellólnáttúrulegt ilmefni sem unnið er úr plöntum eins og rósum, geraníum og sítrónugrasi.  
    • Hexýl cinnamal — náttúrulegur ilmur og gerviilmefni sem tengt er ofnæmisviðbrögðum.

    Hvað er örveruflóra í hársverði? 

    Örveruflóra hársvarðarins er kerfi fjölbreyttra baktería sem vinna saman að því að stuðla að almennu heilbrigði hársvarðarins.

    Hvers vegna eru sumir með feitan hársvörð en þurra hárenda?   

    Hormónabreytingar og lélegar hárvörur geta komið af stað umfram fituframleiðslu í hársverði og hárþynningu. Þegar hár fer að þynnast skreppa hársekkirnir saman smátt og smátt þegar þeir ganga í gegnum smækkunarferli. Meðan á þessu ferli stendur styttist lífsferill hársins og hver hárlokkur þynnist. Sem afleiðing þar af getur hárið ekki vaxið eða lifað eins lengi og nær ekki sama raka og það hafði einu sinni. Sem betur fer getur hið verðlaunaða Balancing Shampoo frá Harklinikken hjálpað til við að endurvekja örveruflóru hársvarðarins. Hægt er að lagfæra þurra hárenda með Daily Conditioner og Leave-in Hair Hydrating Crème frá okkur. Þessi blanda fyllir hvern hárlokk af raka (en hylur þá ekki með sílíkoni eða vaxi) og lagar hárið að innan og gefur því aukinn styrk, teygjanleika og gljáa. 

    Are you in the right place?

    Please choose your shop

    Iceland
    ×

    It's more than hair. It's you