Shopping cart .innerHTML = '(' + (0) pcs

  Þú notar vafalaust tilteknar vörur við umhirðu húðarinnar, til að þvo þér í framan og ýmis krem á viðkvæm svæði í kringum augun. En hvað með hársvörðinn?

  Hársvörðurinn er viðkvæmt vistkerfi. Hann verður að skola og hreinsa á réttan hátt með mildum innihaldsefnum til að koma í veg fyrir uppsöfnun ýmissa efna. Slík uppsöfnun stafar af mikilli notkun hárvara, olíukenndri seytingu húðfitu úr fitukirtlunum og þurri húð. Uppsöfnunin getur valdið roða og ertingu eða jafnvel stuðlað að hárþynningu. 

  Hársvörðurinn þarfnast efnablandna af ólíkum toga til að viðhalda heilbrigði og veita vernd líkt og önnur líkamssvæði. Umhirða hársvarðarins krefst markvissrar og heildrænnar nálgunar sem er aðskilin frá annarri umhirðu húðarinnar.

  Yfirborðssvæði hársvarðarins er stærra en húðarinnar á andlitinu og þarfnast því umhirðu af ólíkum toga. Harklinikken setur umhirðu hársvarðarins í öndvegi og hefur gert ítarlegar rannsóknir á því hvaða vörur nýtast best við slíka umhirðu. Einnig hefur fyrirtækið þróað faglegar hárvörur sem eru spennandi lausn við umhirðu hársvarðarins.

  Er hársvörðurinn frábrugðinn húðinni í andlitinu?

  Hársvörðurinn er að mörgu leyti frábrugðinn húð andlitsins. Í fyrsta lagi hefur hársvörðurinn yfir mun lægri tálmunargetu að búa. Slíkt hefur í för með sér að yfirleitt koma fleiri vandamál fram í hársverðinum heldur en í andlitinu og öðrum húðsvæðum. Uppbygging hársvarðarins er svipuð og húðarinnar í andlitinu en hársvörðurinn hefur ekki jafn mikla getu til að verjast óæskilegum umhverfislegum áhrifum.

  Hvernig er víxlverkun heilbrigðis hársins og hársvarðarins háttað?

  Hárið er mun þéttara í hársverðinum heldur en á öðrum líkamssvæðum. Hársekkirnir eru stærri og innhalda mun fleiri fitukirtla. Þar af leiðandi safnast húðfita saman í hársverðinum á milli hárþvotta. Hárið breytir uppbyggingu hársvarðarins og á sama tíma gegnir hársvörðurinn veigamiklu hlutverki í útliti hvers hárlokks fyrir sig. Því er mikilvægt að nota hreinar og nærandi hárvörur við umhirðu hársvarðarins.

  Hárvörur eins og Balancing Shampoo frá Harklinikken eru framleiddar á vísindalegum grunni og blandaðar með innihaldsefnum úr jurtum til að sefa og hreinsa hársvörðinn. Hárþvottur með þessari hársápu á hverjum degi eða annan hvern dag getur komið í veg fyrir uppsöfnun í hársverðinum. Notaðu bestu hárvörur sem völ er á við umhirðu hársvarðarins og hárið og hársvörðurinn endurnærist.

  Heilbrigður hársvörður, geislandi hár

  Núna hefur þú séð hversu mikilvæg umhirða hársvarðarins er fyrir heilbrigði hársins. Umhirða hársvarðarins verður að vera í forgangi við umhirðu líkamans. Umhirða hársvarðarins er gefandi því afraksturinn er fallegt og gljáandi hár.

  Notaðu hreinar hárvörur sem hreinsa, næra og viðhalda jafnvægi hins viðkvæma vistkerfis hársvarðarins og hársvörðurinn og hárið glansa af heilbrigði. Prófaðu Stabilizing Shampoo frá Harklinikken til að djúphreinsa og fjarlægja uppsöfnun í hársverðinum og auka heilbrigði hársvarðarins til muna.

  Are you in the right place?

  Please choose your shop

  Iceland
  ×

  It's more than hair. It's you