Verslunarkarfa .innerHTML = '(' + (0)

  Þú veist að þegar hársvörðurinn er heilbrigður vex hárið án takmarkana. Mikið er til af hárnæringarvörum á almennum markaði sem fullyrt er að hjálpi til við þetta ferli. Hvernig er hægt að vita hvaða vörur eru bestar fyrir hárið? Harklinikken hefur rannsakað og gert prófanir á innihaldsefnum í áratugi og býður upp á sérfræðiaðstoð varðandi hárvörur sem ber að forðast.

  Hér á eftir er að finna góð ráð frá sérfræðingum okkar varðandi innihaldsefni og aðferðir við hármótun sem ber að forðast og tillögur að öðrum valkostum til að prófa í staðinn. Hvort sem þú hefur áhyggjur af hárþynningu eða þarft að róa hársvörðinn getur þú nýtt þér þessi góðu ráð til að meðhöndla hárið og hársvörðinn á sem bestan hátt.

  Heilræði varðandi notkun hárnæringar

  Flestir vita að raki er afar mikilvægur til að viðhalda heilbrigði hársins og hársvarðarins. Hins vegar ætti ekki að setja hárnæringu í hársvörðinn. Flestar hárnæringar á almennum markaði innihalda innihaldsefni sem mynda lag á hársverðinum og safnast þar upp. Hársvörðurinn verður að fá að anda til að hárið vaxi á sem bestan hátt. Þar af leiðandi er aðaláherslan við skilvirka meðhöndlun að koma í veg fyrir að hársekkirnir stíflist.

  Hárvörur eins og Daily Conditioner  frá okkur eru afar gagnlegar fyrir hárið, en ekki er þörf á að bera slíkar hárvörur beint í hársvörðinn. Besta leiðin er að þvo hárið á hverjum degi eða annan hvern dag og nota hárnæringuna á hárlokkana. Þar á eftir er hægt að nudda hársápunni í hársvörðinn, þrífa húðina og þannig örva hárvöxtinn um leið.

  Hárvörur sem þú ættir ekki að nota

  Við val á hárvörum til meðhöndlunar á hári og hársverði skaltu forðast að nota hárvörur með innihaldsefni sem húða hárlokkana með viðbótarefnum. Margar hárvörur innihalda slík íðefni og skapa tálsýn um heilbrigði en niðurstaðan verður þurrt hár og frekara niðurbrot hársvarðarins. Slík íðefnahúðun getur borist í hársvörðinn eða hársekkina og komið í veg fyrir rakagefandi og heilsusamleg áhrif hárnæringarinnar. Okkar ráð er að nota ekki hárvörur sem innihalda sílíkon, litarefni, paraben, efni úr jarðolíu og ilmefni.

  Einnig skal forðast notkun á þurri hársápu. Ofnotkun á þurri hársápu í stað hárþvottar getur skapað vandamál í hársverðinum. Þurr hársápa er í raun ekki hársápa og þvær hvorki hársvörðinn né hárið. Slík hársápa skapar einungis tálsýn um nýþvegið hár. Íðefni og duft í slíkum hárvörum eru gagnslaus hvað almennt heilbrigði varðar, vegna þess að þau stífla hársekki, valda ertingu í hársverðinum, raska jafnvægi pH-gildis og stuðla að hárþynningu.

  Prófaðu þess í stað hárvörur eins og Balancing Shampoo frá okkur. Þessi hárvara inniheldur nákvæma blöndu af náttúrulegum innihaldsefnum sem er framleidd á traustum vísindalegum grunni. Mild blanda sem gerir hársverðinum kleift að anda og inniheldur ríkulegt magn af næringarefnum.

  Temdu þér góðar venjur við hármótun

  Við hármótun með hita þenur hitinn út efsta lag hársins og flýtir fyrir rakatapi. Þegar hárið er mjög opið, meðhöndlað með íðefnum eða hefur orðið fyrir röskun af öðru tagi getur notkun á hárblásara flýtt fyrir rakatapi.

  Of mikill hiti getur einnig örvað fitukirtlana og slíkt hefur neikvæð áhrif á viðkvæmt vistkerfi hársvarðarins. Þurrkur og erting geta komið fram í hársverðinum og valdið offramleiðslu í fitukirtlunum þegar húðin vegur upp á móti rakatapinu. Við mælum með að draga úr notkun hárblásara eða stilla hann á miðlungsheita eða kalda stillingu.

  Notaðu hárvörur sem stuðla að heilbrigði hársins við hármótun. Styling Spray frá Harklinikken er framleitt úr innihaldsefnum eins og t.d. morgunfrú, hrísgrjónakjarna og sólblómaolíu. Styling sprayið okkar er framúrskarandi viðbót við venjubundna hárnæringu og heldur hárinu á sínum stað.

  Are you in the right place?

  Please choose your shop

  Iceland
  ×

  It's more than hair. It's you